Friðarsúluróður á sun

05 okt 2011 21:49 #16 by þórður
Sællir þórður heiti ég og mig langar að koma með í ferðina en þar sen ég er byrjandi og langaði að vita hvort það væri í lagi að mæta? en þakka fyrir góða síðu og gagnlegar ábendingar herna á spjallinu

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 okt 2011 14:13 - 06 okt 2011 01:27 #17 by Orsi
Sæl öll. Það er tímabært að minna á hinn árlega næturróður í Viðey, nk. sunnudag, 9. okt. Í fyrra var metþátttaka, um 30 manns. Þetta hentar byrjendum líka, þannig að ekki sitja heima og halda að þetta sé fyrir alla hina. Og dagskrá okkar er eftirfarandi:

- Mæting 18.15 í Geldinganesið. Kaffi á könnunni.
- Sjósett kl. 19.15 og stefnt á Þórsnes og ráðist á land við Virkisfjöru um kl. 19.45.
- Friðarsúlan tendruð kl. 20.
- Haldið heim kl. 20.15 og komið í Geldinganes kl. 20.45.

Ath.: (Þetta er með eðlilegum fyrirvara um veður eins og ávallt). Nauðsynlegur búnaður: bátur og tilheyrandi, róðrarljós á björgunarvestið, utanyfirflík, vettlingar og húfa fyrir róðrarstoppið í Viðey.
Heildarvegalengd: 8 km. Róðrarstjóri er Örlygur Sigurjónsson. Sjáumst hress.

(Vakni spurningar er um að gera að leita svara á korknum).

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum