Æfingarróður 7.Febrúar Róður sem seint gleymist

09 feb 2012 17:11 #1 by StefanSnorri
Sævar, það er gott að þið séuð að ná áttum. Að öllu jöfnu er allt í lagi að nefna þegar vel gengur, sérstaklega þegar tekist er á við krefjandi verkefni. En vissulega er alltaf betra að segja frá á hlutlausan hátt en stórkarlalegan sem vissulega getur skekkt myndina.

Ennfremur, það sem gefur þessu áhugamáli aukið gildi er að læra eitthvað nýtt og ná framförum. Ef menn fara aldrei út fyrir þægindahringinn þegar aðstæður virðast í lagi (þrír mjög reyndir menn í fjögurra manna hópi taka afar ólíklega ranga ákvörðun), þá er eftir litlu að slægjast og kajakinn verður mest notaður til að fara frá A - B.

Sú málefnalega umhyggja sem hér hefur verið sýnd er af því góða en það má ekki gerast í framtíðinni að menn verði smeykari við umræðuna eftir tiltekinn atburð en atburðinn sjálfan, þ.e. forðist nauðsynlegar æfingar og þar með frekari lærdóm í kjölfarið.

-SSS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 feb 2012 16:58 #2 by Sævar H.
B) :( :) :laugh: :cheer: ;) :P :angry: :unsure: :ohmy: :huh: :dry: :lol: :sick: :silly: :blink: :blush: :kiss: :woohoo: :side: :S :evil: :whistle: :pinch: :pinch:

Já, Lárus það eru ýmsar skoðanir á þessu. Tek undir það með þér - við sem heima vorum höfum sennilega kjöldregið ykkur-heldur óvægilega... Bestu kveðjur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 feb 2012 16:15 #3 by Larus
Takk fyrir góðar, gagnlegar og á stundum afhjúpandi athugasemdir og umræður um „hetju dáðir“ okkar félaganna sem kannski eru stundum drifnar áfram af kappsfullum hégóma um kjark og áræði-þetta reddast-við erum bestir og með BCU stjörnur eins og Sævar svo snyrtilega bendir á, reyndar segir Kolbrún það sama um mig svo eitthvað rétt er líklega í því. :--)

Allt orkar tvímælis, er betri sjómennska að vera heima eða fara á sjó og prufa hvað maður getur og getur ekki,
alla vega virkar leikurinn ekki stórglæfralegur i víkinni við gámana og ég lærði margt og það sama á við um félagana.

Ég reikna með að það sé umhyggja fyrir róðrarfélögum sem knýr menn til að skrifa og hafa skoðun á athæfinu sem er gott er að vita af.

Öll gagnrýni er af hinu góða og við klárum aldrei umræðuna um öryggi í róðrum enda er hún i stöðugri endurskoðun innan klúbbsins.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2012 21:40 - 08 feb 2012 21:42 #4 by Gíslihf
Ég tek undir þetta hjá Sævari með svæðið austan við eiðið. Það má æfa í vindi og sjó sem maður ræður ekki vel við ef umhverfið er valið af fyrirhyggju, eins og nokkurs konar "öryggisnet".

Reyndar hugsaði ég einmitt svona í dag þegar ég sendi eftirfarandi póst á æfingahópinn:
Datt bara í huga að láta vita ef einhver á samleið.
Ég ætla að róa í dag miðvikudag 8.feb. kl 17 á sjó.
Veðurspáin nú um hádegi fyrir Geldinganes og sundin er:
kl. 17 5°C, SA 8 til 10 m/s
en fer versnandi þannig að
kl. 19 verður SA 12 til 16 m/s
Þannig að best er að vera ekki öllu lengur en 1 klst á sjó.
Róður inn eftir að Korpu og til baka ætti að vera viðráðanlegur.
Rek eftir veltu eða við björgun væri í áttina að Veltuvík.


Við vorum svo fjórir sem rerum (GHF-SAS-Eymi-Egill) en það undarlega var að spá veðurstofu batnaði verulega eftir hádegið og við fórum Viðeyjarhring í 6 m/s eða svo. Hver skýringin á því er veit ég ekki - en þá má álykta að breytingin hefði eins getað verið á hinn veginn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2012 20:54 #5 by Sævar H.
Nú er öldurót gærdagsins tekið að sjatna og ró að færast yfir náttúruna. Róðrar í svona veðri eru ekki einsdæmi í sögu klúbbsins-langt frá því. Fyrir daga öryggisvakningar þótti þetta hin besta þjálfun að fara í ANA áttinni út á Leirvoginn og berjast á móti 20-25 m/sek . Sjálfur tók ég þátt ýmist einn eða í flokki. Þetta var fyrst og fremst þolþjálfun og prófun á líkamlegu ástandi viðkomandi. Það óð oft á súðum en aldrei vandamál. Aldrei var hætta á reki á haf út eða á hættulega staði. Þá voru menn ekki byrjaðir að æfa veltur og félagabjarganir - nema á vorin þegar hlýnaði í sjó. Síðan tóku við kröfuhörð öryggisákvæði og svona almennur leikaraskapur fór út úr klúbbróðrum- en færðist yfir á einkaþjálfunarróðra á þriðjudögum. Ég hef ekki talið mig það góðan róðrarmann að leggja í þá róðra.En Leiruvogurinn útfrá aðstöðunni og að Korpuánni hentar einkar vel í þetta í allt að 25 m/sek í austanátt-kannski lítilsháttar í NA. Mann rekur alltaf í land skelli vinhviða manni á hliðina- það getur samt tekið tíma. Ég mæli með þessum stað fyrir svona æfingar...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2012 16:24 - 08 feb 2012 18:33 #6 by StefanSnorri
Ég tók þátt í umræddum æfingarróðri og þegar í land var komið var rætt við mig um mikilvægi þess að skrifa um þetta pistil í þeim tilgangi að hann gæti nýst í umræðu um róðraröryggi og tók ég jákvætt í það. Óhætt er að segja að þessi þráður þjóni vel því hlutverki sínu og þarf enginn að taka óstinnt til sín gagnrýnina sem hér birtist þegar öryggismál eru annars vegar.

Guðni lýsir þessu á greinargóðan hátt þótt mér finnist lýsingin á köflum dálítið færð í stílinn, a.m.k. miðað við hvernig ég upplifði aðstæður. Þeir sem voru ekki á staðnum þurfa ekki að draga þá ályktun að þarna hafi verið stórsjór sem hafi valdið erfiðri og hættulegri landgöngu svipað og búast má við þegar komið er af rúmsjó. Þvert á móti var ekki mikil ölduhæð þótt blési hressilega og var vel undir einum metra að ég tel. Þetta var auðséð áður en við lögðum frá landi og því átti ég tiltölulega auðvelt með að komast í land á öruggan hátt, m.a. eftir ráðleggingum frá Guðna um að fara rólega. Besti vitnisburðurinn um ölduganginn er að eftir "rótið" í fjörugrjótinu þar sem Valley báturinn var í volki, sá varla rispu á honum þegar að ég dró hann upp á land.

Almennt þurfa menn að gefa sér góðan tíma til að venjast nýjum fararskjótum og gildir einu hvort um er að ræða bíl, hjól eða bát. Í ljósi þess að ákveðið var að fara út, voru það mín mistök vegna aðstæðna að fara ekki á mínum eigin Kitiwec sem ég er mun vanari að róa og bregðast við gagnvart veltu. En þar með er ég þó ekki að fullyrða að ég hefði náð að snúa honum upp í vindinn ef ég hefði misst hann þvert á vind, en tel minni líkur til að ég hefði velt honum í þeirri viðleitni.

Síðla sumars kláraði ég undirbúnings æfingu undir leiðsögn hinna ágætu Breta sem hingað komu vegna BCU prófsins. Þeir lögðu á það áherslu að menn létu samferðafélagana vita áður en lagt er í hann, hvort viðkomandi eða búnaður hans væri berskjaldaður á einhvern hátt. Fyrir ferðina tjáði ég ferðafélögunum að þetta væri meiri vindur en ég hefði róið í áður. Vissulega hefði ég átt segja þeim skýrt og skorinort að bátinn þekkti ég ekki nógu vel í roki. Stefnan á fjósakletta hefði þá að öllum líkindum verið tekin beint upp í vindinn fyrst og síðan róið með landi þar sem meira skjóls gætti í átt til klettanna. Á öllu þessu svæði var bakaleiðin tiltölulega auðveld og áætlun um að meta stöðuna þar hefði í sjálfu sér verið í lagi ef ég hefði fylgt þessu eftir eins og mér bar að gera. Þess má geta að þessa leið rérum við eftir atvikið og hjálpaði það mér mikið að öðlast sjálfstraustið á ný. Þakka ég félögunum hvatninguna sem ég fékk frá þeim til að enda túrinn á þennan hátt.

Í stuttu máli hefði ég vissulega átt að taka þá ákvörðun í upphafi að aðstæður væru of erfiðar fyrir mig. En þetta er búið og gert, allt fór vel og hvað sem öðru líður mun þessi eftirminnilegi dagur nýtast okkur vel í framtíðinni sem dýrmæt reynsla sem mun stuðla að aukinni varkárni.

Að lokum vil ég bæta því við að allar ákvarðanir um aðgerðir voru teknar af yfirvegun og aldrei neitt fát í gangi, sem er ekki veigalítið atriði í sjálfu sér. Sömuleiðis, og það segi ég hér án þess að ég sé að storka hvorki ykkur sem vissulega er annt um öryggi okkar, né örlögunum á nokkurn hátt, að ég hafði lúmskt gaman að þessu öllu. Það getur verið frískandi að kynnast náttúruöflunum í sinni ögrandi og ferskri mynd þegar slíkt veldur hvorki hræðslu né skaðar neinn, svipað og þegar skíðað er utan brauta í þungri sjókomu og slæmri færð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2012 13:56 #7 by palli
Þetta eru fínar pælingar bara. Gaman að þessu.

Ég held að flestir séu sammála um að þessi hópur, inni á víkinni, var ekki að taka neina óafsakanlega sénsa með því að fara á sjó. Að reka upp í Geldinganesið þvert þarna yfir hefði nú líklega ekki orðið ofraun.

Að fara fyrir vesturenda Geldinganess hefði hins vegar verið sérdeilis vond hugmynd. Það held ég að allir séu líka sammála um. Enda var það ekkert inni í myndinni þegar aðstæður komu betur í ljós.

Svo þýðir ekkert að rifja upp í þessu sambandi margra ára gömul brek sem einhverjir hafa framið. Ekki gæti ég í dag staðið skil á gildum afsökunum fyrir öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur á ævinni :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2012 13:16 #8 by Orsi
þessar athugasemdir eru til að tjá væntumþykju og sýna að okkur er ekki sama um velferð félaga okkar. Viljum ekki horfa upp á sjóskaða án þess að æmta mjórri röddu.
Hutcinsson hefur gert margar tilraunir á félagabjörgun á sinni 120 ára ævi og niðurstaða hans er sú sem fyrr gat.

Varðandi Húnaflóann og blaðamennina, þá gæti þetta átt við (Skagafjarðar)ferð okkar Rúnars 2004. Ferðin ykkar er eins og félagsróður á sumarkvöldi miðað við vitleysuna sem þar viðgekkst. Það hafði nú enginn fyrir því að rýna til gagns í uppátækið. Lítil væntumþykja og aðhald eins og síðar varð innan klúbbsins. :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2012 12:42 #9 by Sævar H.
Ingi ! ég var að tíunda ferðina hugsanlegu fyrir Geldinganestána. Það var aðfall og nokkuð stórstreymt og vindurinn og vindaldan stóð þvert á aðfallsstrauminn þarna- semsagt suðupottur. Við þekkjum hvernig sjólagið bólgnar upp þarna. Það er sá staður sem ég ég tel að stórsjór á mæikvarða kayak hefði verið fyrir hendi. Og þó ég sé minna á kayak nú en áður er ég samt mjög mikið á sjó hér og er því í daglegusambandi við veðurguðina og herra hafsins. Síðustu 2 mánuðir hafa verið erfiðari en ég man efir í áratugi-svona á heildina.Ég væri t.d á sjó núna væri ekki illþyrinsleg kvefpest að draga úr mér mátt...en fer batnandi . Jú, þetta er hressileg sjómanna umræða :woohoo:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2012 12:23 #10 by Ingi
Margar góðar athugasemdir frá ykkur félagar. Spurning til Orsa. Hvernig vita Tsunami Rangers að ekki er hægt að framkvæma félagabjörgun við þessa vindæð?
Leiðrétting til Sævars: Það er ekki hægt að tala um stórsjó við þessa æfingu.

Mér þætti gaman að sjá ykkur oftar í róðri og þá væri gaman að taka nokkur atriði til umræðu til dæmis hvort það var forsvaranlegt að krossa yfir Húnaflóa forðum með þá kunnáttu sem tveir blaðamenn höfðu og hvaða bakkup var þá ef vindur hefið aukist til muna.

Ég fyrir mitt leyti vill frekar komast að takmörkum mínum ca 200m frá höfuðstöðvum klúbbsins heldur en útá rúmsjó.
kær kveðja,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2012 12:09 #11 by Sævar H.
Gagnlegar umræður. Takk Örlygur fyrir greininguna. Það er alveg ljóst að veðrið þarna er alveg samkvæmt veðurspánni, þegar lagt er upp. Kolvitlaust veður. Langt umfram getu nokkurs ræðara að sigra það á hringferð um Geldinganes. Það lá ljóst fyrir í fjörunni. Samt er lagt upp. Það er einstök gæfa þeirra allra að hafa þó ekki komist lengra. Hefði þetta komið uppá , sem var meira en líklegt, við enda Geldinganess þá hefði orðið stórt sjóslys og það fyrsta í sögu Kayakklúbbsins. Enginn hefði ráðið við bát í þessu fárviðri sem gekk yfir. Stórsjór og 20-30 m/sek vindur þvert NA af Geldinganesi. Svona uppá koma er einmitt undirliggjandi í hópróðrum kappsmanna og elur hver á hégóma um kjark og áræði-þetta reddast-við erum bestir og með BCU stjörnur. Það er svalt að sanna það. Enginn vill vera huglaus og hræddur. Sjálfsbjargarviðleitin verður að hópviðleiti -stjórnlaus.
Ég er á því að nú sé gott fyrir Kayakklúbbinn að endurmeta sín róðrarmál.
Eitt er að fyrir brottför skuli fylltur út tékklisti yfir alla ferðina -þar sem fram kemur hver staða náttúruaflanna er í raun g hvað er væntalegt. Geta hvers og eins sé metinn og gráðaður. Þessi tékklisti hafi rauðartölur við hverjum þætti fyrir sig -sé nattúrufarið yfir einhverri- er hætt við ferðina. Enginn metingur með það. Bara ófært og sætta sig við það. Takk og kveðja :)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2012 09:35 #12 by palli
Margir áhugaverðir punktar þarna hjá Örlygi. Finnst hann samt afgreiða félaga okkar full harkalega.

Það skiptir hins vegar miklu máli hér að geta þessa hóps til að takast á við erfiðar aðstæður er klárlega mjög mikil. Og einnig að ef þeir missa stjórn á aðstæðum þá rekur þá beint á Geldinganesið og taka brimlendingu í stórgrýti í 1m ölduhæð. Vissulega ekkert sem maður vill gera ótilneyddur, en vel gallaður og með hjálm þá á það að öllu jöfnu ekki að vera stórhættulegt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2012 08:00 #13 by Orsi
Eymi og Sævar benda á hið augljósa en það er eins og skipbrotsmennirnir þrjóskist við og séu uppteknari af að hrósa hver öðrum fyrir hreysti og æðruleysi. Gaman að því úr því að enginn slasaðist eða dó. En sérlega nöturlegt er að heyra hvernig Ingi, sá góði félagi, afgreiðir Sævar sem bara hálfsjokkeraðan af lestrinum. Menn gerðu þarna alvarlega röð af mistökum og eiga bara að hlusta á Eyma og Sævar.

Eric Soares í Tsunami Rangers segir: Stay alert and you´ll play again. Ég nefni þetta vegna þess að hópurinn, samkvæmt lýsingu Guðna, hunsaði viðvörunarbjöllur, missti stjórn og bjargaðist fyrir tilviljun. Hann hefði getað bakkað út með fullri reisn og algerri stjórn. En gerði það ekki.

Guðni: "...blés hressilega og sýndi vindmælir 20-28 msek í hviðum." -Takið eftir að þessi vitneskja virðist vera til staðar er ÁÐUR en menn fóru á sjó. Í "bara" 17-20 msek er félagbjörgun orðin nánast ómöguleg, segir Eric Hutchinsson. Og í 20-24 msek segir hann ennfremur: Mjög hættulegt. Upp á líf og dauðu fyrir opnu hafi. Ok, á þessu stigi hefði semsagt mátt bakka út before the shit hit the fan. Það var ekki gert.

"..á Valley Nordkapp sem hann er ekki vanur að róa á." -Aftur vitneskja sem lá fyrir ÁÐUR en menn fóru út.

Og út er farið. Guðni: "..máttu menn hafa sig alla við að halda bátum í réttri stefnu." -ok ef þetta á við Lárus, þá er reyndasti ræðari landsins semsagt alveg að komast yfir mörk getu sinnar en þessi viðvörunarbjalla sem var samt hunsuð.

Stefán á í "...vandræðum með jafnvægið að róa í 20-28 m/s." -Þá átti að fara heim.


Og svo er hvolft og í ljós kemur að Stefán meikar ekki að róa með fullan bát af sjó, eins og BCU Símonar og Allenar gera kröfu um í erfiðum aðstæðum. Það er reynt að fara í félagabjörgun sem er nánast ómöguleg (og var vitað fyrirfram og það eiga 4 stjörnu leaderar eiga að vita). Hópinn rekur í átt að klettum, taugin flækist í og losnar no thanks to the rescuer.

Söguritari útskýrir ekki hvers vegna var farið ítrekað yfir rauð strik. Það var ekki eins og það vantaði forsendurnar til að taka réttar ákvarðanir. Eða vantaði þær?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2012 00:08 #14 by palli
Já, sæll. Menn leggja mikið á sig til að koma korkinum í gang aftur :)

Það verða seint allir sammála um hvar línan liggur milli dirfsku og fífldirfsku. Mér sýnist þó samkvæmt lýsingum að þið hafið verið réttu megin við línuna þarna drengir.

Þetta er ágætis framhald á umræðunni um gagnsemi áraflots fyrr í dag. Haldiði að Stefán Snorri hefði nú verið snöggur að redda sér á einu slíku ? :laugh:

Eftir stendur að þarna fenguð þið klassaæfingu og frábært að það skuli fara fram ítarleg umræða á eftir - við lærum helling á þessu. Líka við sem upplifum þetta bara við lyklaborðið ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 feb 2012 22:41 #15 by Gunni
Svona var veðrið :

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum