Já þetta var skemmtilegur róður, takk fyrir greinargóða lýsingu prins, eftirá að hyggja hefði verið gaman að betur hefði tekist til með að tæma bátinn en i þessum vindi og öldum var ekki sjens að koma honum þvert svo hann var meira eða minna samsíða mínum báti og á fleygi ferð, en Snorri stóð sig vel og var alveg spakur i þessum látum. Drátturinn fékk snöggan endi þegar báturinn var orðinn mannlaus og á hvolfi, þegar ég sá að hann var komin uppí fjöru var ekki annað í stöðunni en að bjarga sjálfum sér með því að losa dráttartaugina, þá var gott að hafa kúluna (sem ekki er orginal á trow-towinu) en þá gerðist það skemmtilga að beltið festist i varaárinni sem var aftan á dekki, þetta þýddi að ég varð að bíða og halda stefnu upp í ölduna i þeirr von að helv, taugin myndi nú losna sjálf því það var ekki inni í myndinni að ná til hennar úr sætinu.Guðni áttaði sig stax að eitthvað væri ekki i lagi og renndi upp að mér............en þá loksins losnaði taugin og við gátum haldið af stað. Og hvað getur maður lært af því ? auka drasl á afturdekki er ekki gott, líklega fer ég að hafa hana framaná, enda meir sjens að ná henni þar ef illa fer. Svo er nauðsynlegt að æfa róður með fullan bát af sjó, Snorra gekk vel i byrjun en það krefst æfingar að róa völtum sjófullum bát i var. En allavega fengum við þá æfingu sem við vorum að gantast með að gott væri að taka. Guðni og Ingi voru klettstöðugir og lausir við allt vesen, það krefst stöðugra æfinga að ráða við bát i 20 m eða hvað það nú var og vetrar róðrarnir eru einmitt vettvangur til að æfa sig i misjöfnu veðri. Takk fyrir frábæra æfingu. lg