Æfingarróður 7.Febrúar Róður sem seint gleymist

07 feb 2012 22:37 - 07 feb 2012 22:56 #16 by Ingi
Já Sævar. Góður punktur. En gleymum því ekki að veðurspár eru spár. Þær hafa brugðist með skelfilegum afleiðingum.

ps. þessi spá var rétt. en það eru ekki allar spár, því miður. Menn gætu lent í því að fara algjörlega eftir spá og svo verður miklu hvassara en spáin gerði ráð fyrir. það eru þannig aðstæður sem geta skapast hér og annarstaðar. þá er nú gott að vita hvernig best er að bregðast við.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 feb 2012 22:33 - 07 feb 2012 22:34 #17 by Sævar H.
Takk fyrir þetta Ingi . En eftir stendur að veðurspáinn fyrir þennan tíma þarna gekk alveg eftir. Eru menn að æfa sig í að taka ekkert mark á veðurspám ? Hjálmur er gott öryggistæki einkum við veltur á grunnsævi. En við barning í stórgrýti búnkuðu af sleipum þara í 30 m/sek og um 1,5 m ölduhæði og kröppum sjó er auðvelt að skella beint á andlitið og standa ekki upp meir... En endilega látið kappið við að sýna sem mesta dirfsku leiða ykkur út í stórslys. Það er minna bilið milli lífs og dauða en við höldum oft. Kveðjur til ykkar.. :ohmy:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 feb 2012 22:23 #18 by Ingi
Sævar er greinilega hálfsjokkeraður eftir að hafa lesið þessa ýtarlegu lýsingu Guðna. En það verður að taka fram hér að það var aldrei nein stórhætta á ferð þó að vindurinn hafi tekið hressilega í. Allir vorum við í heilgöllum og með hjálma. Vindurinn var þvert yfir víkina og ætlunin var að fara alveg með landinu að Fjósaklettum og lensa þaðan með við og öldu í bakið fyrir G.nes og svo róa í skjóli heim að austanverðuni. Dramatískar lýsingar Guðna eru kryddaðar og bara fínar fyrir sinn hatt en kannski eru þeir sem ekki þekkja til hálfskelkaðir að lesa þetta. Mér finnst það bara alltí lagi að fara svona uppað getumörkum með góðum ræðurum við þessar aðstæður og eins og ég sagði fyrr: Þetta getur komið fyrir hér við strendur á öllum árstímum og þá er ofseint að fara á æfingu. Þetta var æfing og mikið krefjandi aðstæður en til að svara Sævari og Eyma þá var ekki í myndinni að taka áhættu sem ekki var ráðið við. Það hvessti verulega á þeim mínútum sem við vorum að leggja í hann og líklegast var að við hefðum aðeins farið að Fjósaklettum og verið í skjóli miðað við þá þróun sem varð í veðrinu. Það er ekkert plan svo heilagt að ekki sé það endurskoðað mtt til öryggis allra. En svona var þetta og nú má segja að korkurinn sé aftur orðinn líflegur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 feb 2012 22:06 #19 by Guðni Páll
Eymi: Það er vissulega rétt hjá þér að góð sjómennska er líka að meta aðstæður, Ég held að það hafi aldrei veri hætt þarna á ferðum en vissulega ber að hafa gætur á. Þess vegna var ákveðið að taka stefnu á fjósakletta og athuga stöðuna þar.

Gísli: Einginn mynd tekinn menn of uppteknir við annað því miður ;-) En þarna var gott að báturinn var ekki fullhlaðinn og líka að um var að ræða æfingu en ekki ferð á opnum sjó. Eitt er víst að við 4 erum allir betur í stakk búnir fyrir svona atvik eftir að hafa tekið þátt í þessari æfingu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 feb 2012 22:06 #20 by Sævar H.
Ég óska ykkur til hamingju fyrir að vera allir á lífi-þar er ekkert sjálfgefið. Einkum sá sem lenti í að fara uppí grýtta fjöruna í þessu fárviðri ,samkvæmt skráningu Veðurstofunnar. Það er ekki án áhættu að rotast við svona aðstæður í stórgrýtinu og beljandi í öldunum. Sá sem rotast á stutt í drukknun. Af lýsingu var björgun ófær á sjó. Sorry þetta er þvílíkt dómgreindarleysi að fara á sjó á kayak í þessu fárviðri Sennilega hefur vindur skotist yfir 30m/sek vegna ferðar yfir Gufunesið. Greinilega eru allar öryggisreglur sem menn hafa verið að smíða á undanförnum árum-algjört húmbúkk og lífshættulegar....menn kunna ekki að nýta sér þær.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 feb 2012 22:02 #21 by Larus
Já þetta var skemmtilegur róður, takk fyrir greinargóða lýsingu prins, eftirá að hyggja hefði verið gaman að betur hefði tekist til með að tæma bátinn en i þessum vindi og öldum var ekki sjens að koma honum þvert svo hann var meira eða minna samsíða mínum báti og á fleygi ferð, en Snorri stóð sig vel og var alveg spakur i þessum látum. Drátturinn fékk snöggan endi þegar báturinn var orðinn mannlaus og á hvolfi, þegar ég sá að hann var komin uppí fjöru var ekki annað í stöðunni en að bjarga sjálfum sér með því að losa dráttartaugina, þá var gott að hafa kúluna (sem ekki er orginal á trow-towinu) en þá gerðist það skemmtilga að beltið festist i varaárinni sem var aftan á dekki, þetta þýddi að ég varð að bíða og halda stefnu upp í ölduna i þeirr von að helv, taugin myndi nú losna sjálf því það var ekki inni í myndinni að ná til hennar úr sætinu.Guðni áttaði sig stax að eitthvað væri ekki i lagi og renndi upp að mér............en þá loksins losnaði taugin og við gátum haldið af stað. Og hvað getur maður lært af því ? auka drasl á afturdekki er ekki gott, líklega fer ég að hafa hana framaná, enda meir sjens að ná henni þar ef illa fer. Svo er nauðsynlegt að æfa róður með fullan bát af sjó, Snorra gekk vel i byrjun en það krefst æfingar að róa völtum sjófullum bát i var. En allavega fengum við þá æfingu sem við vorum að gantast með að gott væri að taka. Guðni og Ingi voru klettstöðugir og lausir við allt vesen, það krefst stöðugra æfinga að ráða við bát i 20 m eða hvað það nú var og vetrar róðrarnir eru einmitt vettvangur til að æfa sig i misjöfnu veðri. Takk fyrir frábæra æfingu. lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 feb 2012 21:55 - 07 feb 2012 22:02 #22 by Gíslihf
Takk fyrir góða frásögn - ég er búinn að lesa hana tvisvar. Það er mikilvægt að hafa svona skjal þegar við tökum þetta fyrir í sjóréttinum B)

Ég tek ofan fyrir ykkur - það er skemmtileg barátta í ykkur og sem betur fer er þetta bara æfing á nokkuð öruggu svæði. Hitt er rétt að muna að í ferðalagi fer fullhlaðinn bátur, Nordkap líka, auðveldlega í mask í brimi og grjóti. Það er e.t.v. mótsagnakennt en það er tvennt að óttast í svona roki og björgun nr. 1 að reka út á haf og komast ekki í land nr. 2 að reka í land þar sem er brim og grjót.

Var tekin nokkur mynd - þessi sem fylgir passar ekki við svæðið ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 feb 2012 21:47 - 07 feb 2012 21:50 #23 by eymi
Þetta hjómar sem spennandi ævintýramennska, en strákar, það er líka góð sjómennska að fara ekki á sjó við svona aðstæður. Hefði þetta t.d. gerst norðan Geldinganessins gæti þetta hafa endað með ósköpum, í einhverju rugli útí Lundey eða með björgunarsveitinni út við Brimnes!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 feb 2012 21:45 #24 by Ingi
Þetta er greinargóð lýsing hjá Guðna. Maður er enn að melta þessa æfingu og hún var mjög gagnleg. Þarna komu upp aðstæður sem Ísland er þekkt fyrir og betra fyrir ræðara að vita af því og helst upplifað svona. Margar spurningar vakna og best að velta því fyrir sér hvað betur mætti fara osfrv. Lárus sannaði þarna að hann er einn allra öflugasti ræðari sem ég þekki allavega og Guðni Páll er klárlega kominn í hóp þessara allra allra bestu sem ég hef róið með. Stefán fékk þvílíka eldskírn að héðan í frá kemur honum fátt á óvart hvað veður varðar. En frábær æfing með frábærum félögum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 feb 2012 21:26 #25 by Guðni Páll
Hann blés hressilega á Geldinganesinu Vindmælirinn sýndi kl 17:00 20 m/s og hviður í 28 m/s þegar við Guðni Páll, Lárus, Ingi, Stefán Snorri mættum í æfingarróður og var ákveðið að fara stuttan Geldinganeshring og hafði ég orð á því að það væri gaman að taka kannski smá veltu og björgunar æfingar í þessu veðri. Það var sammælst að fara Geldinganeshring þar sem við ætluðum að nýta heimleið í skjóli og var því haldi af stað út Viðeyjarmegin var tekin ákvörðun um að taka stefnu á fjósakletta og þaðan yfir á endan á Geldinganesinu. En þegar við höfðum róðið framhjá bryggjuni fór vindurinn að segja til sín og máttu menn hafa sig alla við að halda bátum í réttri stefnu það gekk ekki betur en svo að Stefán náði ekki að snúa bátnum uppí vindinn og var þá byrjaður að lenda í vandræðum með jafnvægið að róa í 20-28 m/s og ætla sér að snúa bátnum er meira en að segja það sérstaklega þar sem Stefán var á Valley Nordkapp sem hann er ekki vanur að róa á og þeir sem hafa prófað þannig bát vita að hann er ekki sá stöðugasti en áfram með söguna þegar þarna var komið misti Stefán jafnvægið og fór niður þar reyndi hann að velta sér 3-4 sinnum í mikilli vindöldu sem brotnaði stöðugt á honum ásamt hávaðaroki við lárus voru komnir á staðinn þegar þetta gerðist og var LG fljótur á átta sig og fór beint í félagabjörgun og mátti hafa sig allan við að ná bátnum upp til að tæma hann af sjó á meðan hékk Stefán á bátnum hans og beið átekta á meðan reyndi ég að snúa bátnum mínum uppí vinidnn til að aðstoða við björgun, Ingi var skammt undan þegar Stefán komst svo uppí bátinn rendi ég mér uppað hlið hand og reif fram handdæluna og byrjaði að dæla en sá fljótt að þetta var nánast vonlaust báturinn fylltist jafnóðum af sjó ég myndi segja að aldan hafi verið um 1 meter á þessum tíma því var tekin ákvörðun um að Stefán færi yfir á bátinn minn og LG mynfi reyna að tæma bátinn betur og var það gert en á meðan þessu stóð hafi okkur rekið svo hratt yfir að G-nesinu að ekki voru nema 30-40 metrar að landi og þá þurfti að hafa fljótar hendur og var Stefán rekinn í bátinn og settur í tog og honum innan handar var Ingi Lg sá um dráttinn og Gp var á lausu þegar að þarna var komið vorum ekki nema 10 metrar í land og braut aldan hressilega í grjótinu og ekki nein kjörstaða að lenda þar. Eftir um 20 metra dró Ingi sig frá Stefáni svo betur gengi að draga hann og fór Stefán fljótlega á kaf aftur og þá var staðan enn verri en áður ekki nema 10 metrar í land og töluvert brot í grjótinu því tók þá ákvörðun að Lg myndi halda áfram að draga bátinn og stefán myndi koma á stefnið hjá mér og réri ég uppí vindinn til að forðast brotlendingu, Ingi fylgdi bátnum en snéri svo við til að athuga með okkur þá var ég búin að róa smá stund með Stefán framaná bátnum hjá mér og í hverri öldu fór hann á kafi og ákvað ég þá að réttast væri einfaldlega að koma honum í land þarna í grjótið og valdi þarna litla vík sem ég taldi vera gott að komast uppá land en á sama tíma var Lg kominn í bullandi vandræði með bátinn hans Stefáns í togi fullan af sjó og rúllaði hann um þarna fyrir aftan hann og þegar hann var kominn í þá stöðu að þufa að velja á milli að enda uppí grjóti með báða bátana og sig eða að sleppa hreinlega bátnum hans Stefáns og bjarga sjálfum sér. Var bara eitt í boði dráttarlínan var rifinn af sér og báturinn hans Stefáns uppí grjót þegar ég koma rétt eftir að Lg hafði sleppt bátnum sá ég hann berjast þarna í grjótinu og aldan helti honum upp og niður á meðan var Stefán hlaupandi í átt að honum til að bjarga því sem bjarðað varð.Þegar þarna er komið erum við búnir að reka alveg inní víkina þar sem bílastæði fyrir hundafólkið er og er það drjúgur kafli. Við 3 sem vorum enn á sjó rérum inn með fjörunni og tókum land þar í sandfjöru og höfðum við orð á því að við yrðum að fá hann strax á sjó ekki láta þetta sigra okkur, því gengum við af stað til að athuga með Stefán og bátinn og þegar við komum til hans var hann bara sá hressasti og ekkert sá á bátnum (Enda Valley Nordkapp) gripum við bátinn hans og gengum af stað þangað sem okkar bátar voru í fjörunni þar sjósettum við aftur þaðan var róið beint yfir í víkinna sem er á móti og þar náðu menn úr sér þreytu og spenning með veltum og ýmis æfingum. Niðurstaða úr þessum róðri er FRÁBÆR RÓÐUR þar sem menn takast á við náttúruöflin og hafa betur;)

En ég veit að það verður mikið rætt um þennan róður og vill ég koma því að að Stefán stóð sig mjög vel var yfirvegaður í sjónum og gerði eins og honum var sagt, og var meira en tilbúin að fara aftur á sjó. Lárus og Ingi stóðu sig frábærlega og myndi ég treysta þeim við hvaða aðstæður sem er.

P.s þið verðir að fyrirgefa stafsettnigarvillur vona að þetta sé lesanlegt.

Guðni páll Viktorsson
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum