Rauðseyjar og Rúfeyjar - Skráning

13 ágú 2012 17:24 #1 by Sævar H.
Takk fyrir myndir og ferðasöguna :)
Það er matarmikið nú um stundir í eyjunum -svo lagt sé mat á landkosti að fornu- sannalega matarkista eyjarnar á Breiðafirði ;)
En á nútíma skiptir þetta litlu-stórmarkaðarnir sinna okkar matarþörfum. :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2012 10:30 #2 by Guðni Páll
Flott ferð og ég þakka fyrir mig.

Hérna er myndir frá mér

picasaweb.google.com/111078593680055081829/BreiAfjorUr2012

Kveðja Grjóni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 ágú 2012 22:31 - 12 ágú 2012 22:40 #3 by SAS
Það er ekki annað hægt að segja en að veðurspárnar hafi haft mikil áhrif á Breiðafjarðarferðina í ár.

Veðurspárnar voru mjög óstöðugar og breyttust mikið, jafnvel á klukkutíma fresti. Ferðin var blásin af vegna veðurs, sem ég tel hafa verið
rétta ákvörðun, enda vonlaust að fara með allt að 30 kayaka nema í sæmilega góðu veðri.

Á fimmtudagskvöldið fóru þeir Gísli, Lárus og Guðni Páll í Skarðsstöðina, hentu upp tjöldum
og ætluðu að róa á föstudeginum þrátt fyrir óhagstæða veðurspá - naglar.
Þeir reyndu að komast til Akureyja, en urðu frá að hverfa vegna vinds.
Um nóttina reyndi verulega á tjöldin þeirra í allt að 30 m/s vindi,
tjöldin stóðust álagið, þótt stöku súla hafi aðeins bognað. Á Skarði fauk kerra á hliðina og höfðu þeir bændur miklar áhyggjur af tjaldbúum.

Skv. veðurspá á föstudagskvöld, átti vind að lægja snemma á laugardagsmorgun, spáð þurru á laugardeginum en vætu á sunnudeginum.
Það varð úr að við Hildur ásamt Valda og Kristni mættum til þeirra Lárusar, Gísla og Guðna
og rérum frá Skarðsstöðinni á hádegi á laugardag og þveruðum beint í
Bæjarey í Rauðseyjum. Róðurinn hófst í logni en fengum á okkur smá vind á leiðinni ásamt rigningu. Í Rauðseyjum var snæddur hádegismatur.
Ekki var sérstakur áhugi fyrir að gista í Rauðseyjum vegna mikils gæsaskíts um allt og vel blautur.
Rérum yfir í Bæjarey í Rúfeyjum og enduðum á að gista þar.
Það stytti upp síðdegis og við fengum meiri segja smá sólarglennu með grillinu. Um kvöldið athugaði ég aftur veðurspánna á www.vedur.is og enn var 4-6 m/spáð á sunnudeginum.
Um nóttina byrjaði svo aftur að rigna, en vindur enginn.
Um morguninn setum við stefnuna á Djúpeyjar og þaðan til Teisteyjar og Purkeyjar þar sem við boðuðum hádegismat og enduðum ferðina um fjögurleitið í Skarðsstöðinni.

Við vorum oftast í 3-6 m/s vindi og fengum stöku hviður ca 8-10 m/s, ekki var vindurinn meiri en svo.


Myndir sem ég tók er að finna á
picasaweb.google.com/sjokayak/20120812BreiAfjorUr#

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 ágú 2012 19:53 - 12 ágú 2012 19:33 #4 by Sævar H.
Gaman að heyra og alveg sérstaklega að ekkert er að marka þessi veðurkort frá Veðurstofu Íslands.
Meðfylgjandi kort er frá kl 13. í dag laugardag og er þá sýnt 10-14 m/ sek verulega út á Breiðafjörðinn. Alla mína daglegu sjómennsku til fiskveiða er ég að fara eftir þessu- og virðst alltaf ganga upp. En þið eruð að róa í logni og blíðu...Nú þarf ég að fá upplýsingar frá VÍ :(
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 ágú 2012 18:38 #5 by SAS
Vid erum 7 sem rerum fra Skardsstodinni um hadegid og þverudum beint i Raudseyjar og þadan i Rufseyjar þar sem vid munum gista i nott. Þad var nanast logn i morgun og nuna er 3-4 metrar. Þad er ekkert sem tjoldunum hja strakunum sem fengu sem kynntust hvernig er sem sofa i tjaldi i 30 metrum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 ágú 2012 09:34 - 11 ágú 2012 10:57 #6 by Sævar H.
Núna í morgun eru 9-14 m/sek í Stykkishólmi og sennilega mun hvassara yfir eyjunum okkar góðu sem heimsækja átti. Og Flateyjaröldudufl sýnir 1,7 m ölduhæð af sunnan.
Í nótt og á morgun verður mikil rigning með dimmviðri ásamt vindi og öldu. Þetta er skársta veðrið sem komið hefur það sem er af helginni.
Vindur fer síðan heldur vaxandi á svæðinu.
Ég tel að það hafi verið rétt ákvörðun að taka ferðina af dagskrá Kaykakklúbbsins- en jafnframt að hafa opið fyrir harðjaxla að mynda frjálsan hóp til róðra um svæðið.
Eins og komið hefur fram hjá þeim félögum sem á svæðinu eru -er ekkert ferðaveður fyrir stóran blandaðan hóp ræðara.
Og eins og Reynir Tómas bendir á er þetta í fyrsta skipti þessara Breiðafjarðarróðra sem fella hefur þurft niður ferð-á 9 árum. Það er ekki mikið í okkar vindasama landi.
Oft hefur veður verið á mörkum þess að vera innan marka.
Kayakklúbburinn getur vel við unaða hvernig staðið er að málum varðandi öryggismál-allt vel ígrundað.
Nú bíð ég eftir róðrinum um Akranes- með Reyni Tómasi,fararstjóra :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2012 23:45 #7 by Reynir Tómas Geirsson
Þetta er góð aðvörun, en þeir sem eru fyrir vestan og fara etv. þangað er allt vant fólk og mun halda vel saman og ég treysti þeim fyllilega til að halda góðri róðrarstjórn og hópnum saman af öryggi. Við vorum 29 skráð og með úrföllum ennþá 20-25 þegar ákveðið var að hætta við ferð á formlegum vegum klúbbsins. Það var of stór hópur til að tryggja gott öryggi, m.a. af því að í hópnum voru missterkir ræðarar. Ég hef nokkra yfirsýn yfir hverjir mundu fara vestur og það er vant fólk og í reynd ekki margir sem gætu bæst í hóp þremenningana í löskuðu tjöldunum. Þar að auki er vindaspáin betri, þótt vætustigið sé nokkurt þegar líður á aðfaranótt sunnudags og sunnudagsmorgun. Það þarf að fara varlega.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2012 23:43 - 10 ágú 2012 23:46 #8 by Reynir Tómas Geirsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2012 23:28 - 10 ágú 2012 23:29 #9 by Gíslihf
Ég vorkenni ekki þessum köppum, Lárusi, Gísla S K og Guðna Páli að fást við rok og rigningu, öfunda þá frekar. Þeir geta lagst undir bátana ef tjöldin fara í tætlur og verður varla meint af, en þó reynslunni ríkari.

Hins vegar vil ég vara við því sem nú gæti tekið við á morgun. Formleg ferð er slegin af og allir sem eru nógu ákafir til að fara vestur og nógu góðir að eigin mati mega slást í hópinn án skipulags, án aga eða öryggisreglna og menn gætu farist á mis á sjónum. Það eru aðeins 2-3 ár síðan nákvæmlega svona dæmi kom upp á Angelsey og kona sem varð viðskila við hinn óformlega hóp barst með vindi frá landi þar til hún réð ekki við ölduna og fórst.

Kv.
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2012 22:24 #10 by Gunni
Ég heyrði í Lárusi um 4 leitið. Þeir réru í átt að Akureyjum, hættu við þverun þangað því það bætti stöðugt í vind. Leiðinn til baka var erfið. Þurftu að draga báta yfir eyju í stað þess að róða fyrir hana, sem dæmi. Eitthvað voru tjöldinn barinn eftir daginn þegar þeir komu til baka í tjaldstað, Gísla tjald lagðist með bogna súlu, Guðna sprakk upp á rennilás og tjaldhælar hjá Lárusi að gefast upp.
En þetta sagði Lárus og oftast er ekkert að marka hann. Sel þetta ekki dýrara en ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2012 19:16 - 11 ágú 2012 00:27 #11 by Sævar H.
Það væri gaman að fá fréttir frá þeim sem eru nú á svæðinu. Það fer í hviðum uppí 12-16 m/sek í Hólminum-meira á Reykhólum, sem eru norðar.Á morgunkortunum er mikil rigning og dimmviðri- á morgun-fram á sunnudag.
Sennilega fer vindur ,kringum eyjarnar og útaf Skarði ,ekki undir 7 m/ sek og 8-12 í hviðum, almennt. Og veruleg alda er mjög sennilega á svæðinu SSV eða á róðrarhlið. En hvað segja þeir sem eru á staðnum ? En svona veður hefur samt sinn sjarma. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2012 18:42 #12 by Reynir Tómas Geirsson
Spárnar hafa batnað hvað vind varðar og orðið nokkuð lygnulegt á svæðinu, en spár um regn eru misvísandi, sólarlegt á laugardagseftirmiðdeginu, a.m.k. einhverja klst. og jafnvel fram á kvöld, en svo rignir upp úr því a.m.k. fram á sunnudagsmorgun. Einir þrír ræðarar eru í Skarðsstöð og á svæðinu og einhverjir ætla að leggja af stað í fyrramálið og ná vestur þá um kl. 11 eða svo, og menn stefna þá á að fara út í eyjar. Allir geta slegist í hópinn sem hafa áhuga.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2012 20:06 - 09 ágú 2012 21:17 #13 by Reynir Tómas Geirsson
Sæl öll, ferðanefndin hefur ráðgast síðan í gær. Staðan er nú sú að nokkrir ætla að hætta við, þar með taldir einhverjir úr hópi vönustu ræðara sem þarf í róðrarstjórnina, enda veðurspáin óhagstæð eins og kemur fram hér að ofan. Það bendir til verulegrar úrkomu á svæðinu frá hádegi á laugardag fram yfir hádegi á sunnudag, því miður, þó draga eigi úr vindi á sama tíma (etv. ekki að öllu leyti). Forsendur fyrir að fara með 20-25 manna hóp eru því ekki nógu góðar og ákveðið hefur verið að tryggast sé að hætta við opinbera ferð á vegum klúbbsins. Þetta er leitt, en öryggissjónarmið verða að vera í fyrirrúmi. Einhverjir eru farnir vestur af reyndum ræðurum og ætla að róa úr Skarðsstöð næstu 1-2 daga og jafnvel fram á sunnudag, en menn tengjast þeim þá sem einstaklingar ef menn vilja. Bændur á Skarði vita af þessu.

Við verðum því af níundu skipulögðu Breiðafjarðarferðinni að sinni, og kannski við því að búast að kæmi að því að veðurskilyrði hömluðu þessari vinsælu ferð. En þá gerum við bara annað í staðinn og komum í stóru Breiðafjarðarferðina að ári.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2012 17:26 #14 by Bergþór
Tek undir með Sævari. Veðurútlit er ekki hagstætt því miður. Fylgjast verður með áður en lagt verður af stað úr bænum. Ég reikna með að fara úr Rvík um kl 7 laugardagsmorgun og gæti tekið farþega og bát. Þó verður að gæta að festingum á toppgrind en þar á ég bara eitt sett. er í síma 774-4414

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2012 23:17 - 08 ágú 2012 23:27 #15 by Sævar H.
Veðurkortin fyrir svæðið sýna mikinn óstöðugleika . Nú t.d er mikil rigning komin inn í kortin - sem ekki var fyrir 3 klst síðan. Vindur svipaður . Það er ekki fyrr en seinnipartinn á morgun sem hægt er að draga einhverjar ályktanir af veðurkortunum-marktækara en nú.

Við munum ferðina okkar góðu í fyrra . Þá var spáin slæm fyrrihluta vikunnar fyrir helgarveðrið, en að kvöldi fimmtudags var komin viðunandi spá ,þó var óvissa á sunnudeginum -hversu sunnalega vindstrengurinn myndi ná.
Við fengum að finna fyrir því að hann hafði fært sig mun sunnar og við þá í streng miklum á móti straumfallinu á Ólafseyjarsundi. En þar sem við vorum á fallaskiptum þegar mest gekk á og yfir í útfall-með vindinum-varð allt fljótt skaplegra. Við sluppum vel-þó erfitt væri einhverjum. Þannig að við höfum reynsluna. Vonandi gengur veðrið til betri vegar og hægari vinds. En það er mikilvægara nú en í fyrra þar sem við verðum á hafi úti talsverða vegalengd...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum