Rauðseyjar og Rúfeyjar - Skráning

08 ágú 2012 22:53 #16 by Reynir Tómas Geirsson
Sæll Sævar og takk fyrir þetta, þú ert með meiri þekkingu og nákvæmni í þessu en ég og ég var líka núna að skoða nýjustu spána sem er verri en áður hvað vind varðar. Ábendingin um skarðið er auðvitað rétt. Ég ræddi við Gunnar Inga í kvöld og best er að endurskoða málið á morgun þegar líða fer á eftirmiðdegið. Það er ekki hægt að fara með svona hóp ef vindstyrkur er að fara yfir 7-8 m/s held ég og að hafa einn dag til stefnu með betra veðri (sunnudaginn) er of stutt til að fara svona langa leið. Næsta helgi er þannig helgi að margir vilja vera í höfuðborginni (menningarnótt). Veðurútlit annarsstaðar í áþekkri fjarlægð á Vesturlandi er ekki teljandi betra, talsverð rigning nær Reykjavík, þannig að ef ekki rætist úr gæti orðið að geyma ferðina til síðari tíma. Hugsanlega vildu einhverjir fara norður í Eyjafjörð (Dalvík og umhverfis Hrísey) eða Skjálfanda, eða jafnvel fyrir Rauðanúp, þar sem veðrið verður með öðrum hætti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2012 21:14 #17 by Ingimundur
Sama segi ég, mig vantar enn far fyrir mig og bát. Reyndar býðst pláss fyrir mig en þá vantar bátapláss 1 stk.

Ef í neyðirnar rekur þá geri ég við bílinn á morgun og Perla getur þá flotið með en best að sleppa við viðgerðir.

Ingimundur 6921101

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2012 21:08 - 08 ágú 2012 21:10 #18 by SPerla
Enn er ég að leita að fari en farið mitt forfallaðist í dag :( einhver með laust fyrir mann og bát??

Síminn hjá mér er 864 8687

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2012 20:00 - 08 ágú 2012 20:03 #19 by Sævar H.
Takk fyrir þetta Reynir Tómas.
Ég er kominn með fullan hug á róðrinum-að taka þátt.
Þess vegna er ég að "spá" í veðrið. Og svona lítur þetta út fyrir mér:

Föstudagur 10.8 kl. 18 14-18 m/sek Sunnan og sennilega hvassara við Skarð vegna vindhröðunar yfir fjallendi (hviður) Úrkoma mjög lítil.
Sjór sennilega með >1,5 m ölduhæð (á róðrarhlið)

Laugardagur 11.08 kl 12-21 12-16 m/sek SSV Úrkomulaust
Sennilegra hvassara við Skarð vegna fjallendis. úrkomulaust
Sjór svipað og á föstudag.

Hvasst um nóttina af suðri. Úrkomulaust

Sunnudagur 12.08. kl. 12 Sunnan hægviðri. Úrkomulaust
Sjólaust
Sunnudagur kl 18 NV 8-10 m/sek mikil rigning.

Smástreymt verður alla dagana en þó vaxandi straumur á sunnudag. Hæðarmunur flóðs og fjöru er um 1,2-1,5 m. sem er mjög lítið í Breiðafirði. Það hefur góð áhrif á sjólagið varðandi öldufar
Vegna sunnanvindsins verður uppbygging öldunnar með langan aðdraganda á opnu hafsvæði-meiri alda.

Þetta finnnst mér vera staðan núna að kvöldi miðvikudags-þessvegna spurði ég um plan B
Bestu kveðjur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2012 19:29 - 08 ágú 2012 19:39 #20 by Reynir Tómas Geirsson
Sæll/sæl öll, það er aðeins munur á Veðurstofunni og Belgingi. Veðurstofan spáir rigningu á föstudag, en laugardagur hefst á smávegis rigningu og fer yfir í þurrt sem endist okkur út á sunnudaginn. Yfirlitið (9 km)á Belgingi segir nokkurn veginn það sama. Það er vindurinn. 7-8 m/s á laugardag nálægt hádegi, sem er vandamálið, en við erum með þetta á hlið frá suðri eða suðaustri og gætum haft nokkurt skjól af fjöllum skagans, skerjum og smáeyjum. Eitthvað þyrfti áætlun kannski að hnikast til hvað varðar tíma og það er rými fyrir sveigjanleika í þessu m.t.t. flóðs og fjöru. Erfitt er þessa dagana að koma við hagstæðara varaplani með tilliti til róðrar og kannski bara betra að menn hefðu með sér berjatínsluílát. Hef kannað málið aðeins þar. Við ættum að þola nokkra bleytu ræðarar og höfum lent í því í þessum ferðum áður, t.d. í Fagurey eða Purkey, en ferðin var samt góð. Bíðum aðeins átekta líka og skoðum spána á morgun um sama leyti. :( :) :) :lol:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2012 12:37 #21 by Sævar H.
Nú langar mig að forvitnast um hvort plan B sé til í væntanlegri Breiðarfjarðarferð ? T.d verði veður og sjóútlit fyrir helgina ,óhagstætt til róðra og útivistar á því svæði sem fyrirhugað er að ferðast um. :whistle:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2012 20:35 - 07 ágú 2012 21:22 #22 by Reynir Tómas Geirsson
Sæll, þú ert skráður, og við erum 29 alls: Guðni Páll, Gunnar Ingi, Kristinn, Valdimar, Þóra, Klara, Sveinn Axel, Hildur, Gísli Karls, Lárus, Kolla, Reynir Tómas, Steinunn, Bergþór, Ólafur Egils, Tryggvi, Einar, Hafþór, Gerða, Egill, Perla, Einar, Margrét, Valli, Magnús Norðdahl, Magnús S, Arndís, Ingimundur, Jónas Guðmundss. Pláss fyrir einhverja fleiri! Góður hópur, og spáin allsæmileg enn sem komið er, 3-7 m/sek (við erum hlémegin fjalla), einhver væta gæti orðið en frekar hlýindi, en samkvæmt venju á veðrið bara eftir að batna. Ferðaáætlun og róðrarskipulag var yfirfarið í kvöld og allt á að standast. Látið vita ef einhver er með laust pláss fyrir mann og bát.

Kveðja, Reynir TG (s. 824 5444).

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2012 01:58 #23 by msm
Breiðafjarðarróður - Rauðseyjar og Rúfeyjar.

Bið um að vera skráður í þessa ferð.

Magnús S. Magnússon

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 ágú 2012 11:44 #24 by Ingimundur
Sæll Reynir, sími hjá mér er 6921101

Kveðja, Ingimundur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 ágú 2012 21:39 #25 by Reynir Tómas Geirsson
Sæll, viltu gefa mér upp síma hjá þér? Kveðja, Reynir TG

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 júl 2012 10:25 #26 by Ingimundur
Endilega skráið mig með, er einn og hef bíl ef með þarf, sit annars gjarnan í með öðrum...

Kv. Ingimundur Stefánss

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 júl 2012 23:53 #27 by Jónas G.
Hæ, ég ætla að koma með ykkur (er einn í bíl ef enhverjum vantar far).

Jónas G.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 júl 2012 19:34 - 24 júl 2012 22:36 #28 by Reynir Tómas Geirsson
Sæl öll, við erum nú eftirfarandi: Guðni Páll, Þóra, Klara, Sveinn Axel, Hildur, Gísli Karls, Lárus, Kolla, Gunnar Ingi, Reynir Tómas, Steinunn, Bergþór, Kristinn, Valdimar, Ólafur Egils, Tryggvi, Einar Tryggva, Hafþór, Gerða, Egill Þ, Perla, Einar, Margrét, Valli = 24. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 júl 2012 15:38 #29 by Vallinemi
Vinsamlega skráið mig með í ferðina.

Valli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 júl 2012 22:32 #30 by SPerla
Thad má bæta mer vid. :) bara spurning um far, einhver med
laust fyrir bat og einn rass?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum