Félagsróðrar - ábyrgð

08 nóv 2012 17:48 - 08 nóv 2012 20:47 #1 by Gíslihf
Það spurði mig maður, sem þekkir mig vel, hvort stjórnin hefði beðið mig að varpa fram þessu heita umræðuefni. Þetta er eðlileg spurning á svo dauðum árstíma þegr ekker er að gerast á korkinum - og Maggi er enn ekki búinn að tak við bandinu frá Jeff á forsíðunni. Ég varð eðlilega að segja að þessu gæti ég ekki svarað, ég væri bundinn trúnaði ! :cheer:
Ég er þegar farinn að velta fyrir mér næsta umræðuefni. :ohmy:

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 nóv 2012 09:47 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Félagsróðrar - ábyrgð
Það er ómetanlegt að hafa svona fínan annálaritara eins og Sævar þegar farið er að rýna í gamlar frásagnir.

Orsi er verðugur fjölmiðlafulltrúi klúbbsins, en það gæti verið embætti sem klúbburinn þyrfti verulega á að halda ef í harðbakkann slær.

Fín umræða sem á vonandi eftir að skila öruggari ferðum á vegum klúbbsins.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 nóv 2012 19:33 #3 by Sævar H.
Þetta setti ég á korkinn eftir þennan Straumfjarðarróður sem minnst var á hér að framan, en þar stóð hann Sveinn sig afar vel :

"Gísli H.F. er ekki alveg sáttur við það lítillæti sem ég viðhef í stuttu spjalli um þennan ágæta róður út frá Straumfirði, þar sem ég tíunda ekki meira með gang mála:
Þegar við lögðum í róðurinn frá Straumfirði var alveg ágætis róðrarverður innan eyja . Við fórum fyrst að Skáley og með henni og nokkrum öðrum eyjum í alveg ágætis aðstæðum - spök rita með unga á bjargsillum- lundar stilltu sér upp í grastónni ofan bjargbrúnar. Mikil spekt var á fuglalífinu og hægt að róa alveg upp að þeim. Síðan var ákveðið að róa sundið þvert til lendingarinnar undan bænum á Knarrarnesi- 1.5 km róður og á lensi í smá öldu. Eftir gott kaffistopp á Knarrarnesi var ákveðið að róa styrstuleið til lands þar sem vind hafði hert og kröpp aldan aukist- þetta var um 1 km róður. Nýliðinn okkar ,hún Karen ,þáði toglínu frá reyndum ræðara - bara flott mál. Síðan var róið með landinu í fínu vari um 3 ja km leið - bara gaman.
Þegar við förum að nálgast Digranesoddann erum við skyndilega komin í verulegan sjó og hvassann vind. Þeir þrír fyrstu sem fara fyrir Digarnesoddann og þvert yfir þetta 750 metra sund í fjöruna í Straumfirði , lenda í kröppum dansi - síðan fer ég stuttu síðar - þá hafði vindur og sjór rokið mjög upp í regnskúri sem gekk yfir - hin fjögur sem á eftir voru biðu átekta. Það voru gríðarleg átök að róa þessa stuttu leið- en hafðist. Fljótlega varð ljóst með hin fjögur að þau höfðu tekið land á Digranesi og biðu færis. Um hálftima síðar renndu þau í fjöru í Straumfirði með glæsibrag. Nýliðinn , hún Karen, sem fór með okkur var orðin mjög reyndur kayakræðari í lok ferðar- glæsilega gert hjá henni."

Svona var nú þetta í den tid :(

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 nóv 2012 18:15 #4 by Guðni Páll
Annars held ég að það hafi flestir gaman af því að mæta í félagsróðra:)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 nóv 2012 18:13 #5 by Sævar H.
"Ef menn vilja þetta frjálsræði og þessa útúrdúra í róðrum þá fara þeim bara sjálfir með félaga og njóta þess"

Jú, ætli það ekki

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 nóv 2012 18:03 #6 by Guðni Páll
Ég hafði mjög gaman að lesa það sem hefur verið skrifað hérna fyrir ofan og eflaust eiga allir einhvað til síns máls, En ég verð bara að segja að ég er svo algjörlega gjörsamlega sammála Lárusi í þessu skrifum hans. En ég veit að vísu ekki hvernig þetta var hérna áður en þessi svokallaða öryggisstefna kom til leiks, ég ég held að ég geti gert mér nokkra grein fyrir því samt sem áður og tel ég mjög mikilvægt að viðhalda henni og janfvel bæta örlítið við hana. Ef menn vilja þetta frjálsræði og þessa útúrdúra í róðrum þá fara þeim bara sjálfir með félaga og njóta þess. En ég hef ekki meira að segja í bili Sjáumst hress í Félagsróðrum


Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 nóv 2012 17:55 #7 by Larus
Það er fróðlegt að lesa þessa pistla um ágæti og leiðindi öryggisstefnunnar, sitt sýnist hverjum en ég með mína róðrarreynslu sé ekki betur en að það sé alveg nauðsynlegt að halda henni til streitu.

Það má vel vera að i gamla daga hafi veltur verið lítt þekktar og sjaldgæfar þó að það sé ólíklegt þar sem bátarnir voru jafn valtir og þeir eru nú en kannski var ekki farið á sjó nema i góðu veðri, ég skal ekki segja

Ég var taka mín fyrstu áratök á þessum áhyggju lausu árum fyrir öryggisstefnu.

Ég var frekar óvanur þegar hinn svo kallaði „13 Júní“ 2008 róður var, ( eða hvort hann heitir eitthvað annað) en þá var farið i hefðbundinn áhyggjulausan félagsróður þar sem hver sá um sig. Við vesturenda Viðeyjar var hópurinn orðinn vel langur og allt i einu vorum við stödd i heljar öldum sem margir réðu alls ekki við, margir ræðarar fóru i sjóinn og enginn hafði neina yfirsýn en reynsluboltarnir gerðu hvað þeir gátu til að koma hópnum i land.

Sama sumar var ég i klúbbferð i Straumfirði, fáir reynslu miklir ræðarar voru með , róðrarstjórinn með gest sem var lítt vanur, þegar hópurinn snéri heim á leið var komin talsverður vindur og alda, hópurinn losnaði upp og enginn hafði yfirsýn, tveir næsta óvanir ræðarar voru teknir i fóstur hjá Svenna sem var með nokkra reynslu og vitund um að hér þyrfti að hjálpa til. Fararstjórinn og hans gestur voru með þeim fyrstu i land, sá með mestu reynsluna kom sér i land, án þess að velta enda þjálfaður til þess , ég átti fullt i fangi með að koma mér i land og það leið óþægilega löng stund þar til við sáum Svenna með þá óvönu i togi.

Það sama sumar 2008 var ég i minni fyrstu Breiðafjarðarferð, hópurinn hittist á föstudagskvöldi , í hópnum voru nýliðar sem ekki höfðu róið fyrr, þegar hópurinn var komin stutt frá landi fór að hvessa töluvert og farastjóri sem var fastur hjá nýliðanum missti hópinn frá sér undan vindi og öldu, hver reyndi að bjarga sér eftir bestu getu, litlir hópar héldu þó saman en enginn hafði neina yfirsýn yfir aðstæður og glópalán að allir skiluðu sér i land á réttan stað í myrkrinu.

Í framhaldi af þessari ferð settust menn niður og fóru að ræða öryggismál fyrir alvöru enda sáu menn að þetta gæti ekki gengið svona lengur, höfundar stefnunnar eiga heiður skilið fyrir sín störf, þeir sömu eru meðvitaðir um að stefnan þarf að vera i stöðugri endurskoðun.

Það er stöðug og aukin ásókn i klúbbferðirnar og menn eru farnir að tala um að hugsanlega þurfi að setja þak á fjöldann sem segir mér að þessi stefna sé varla að fæla marga frá. Þeir sem eru nokkuð vanir og telja sig sjálbjarga skipuleggja sínar ferðir óháð klúbbnum i bland við klúbbferðirnar.

Það er tvennt ólíkt að ferðast litlum og samstilltum hóp eða i stórum og ósamstæðum hóp, annar kosturinn bíður upp á frjálsræði til útúrdúra og stoppa en hinn ekki, svo verða menn bara að velja það sem hentar hverjum og einum.
lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 nóv 2012 12:59 - 07 nóv 2012 17:06 #8 by Sævar H.
"Niðurstaða umræðunnar er að mínu mati sú, að við viljum öryggi og reglur í félagsróðrum, það skipulag á þó að vera lítt sýnilegt og afslappað þegar allt er í lagi.
Komi upp erfiðar aðstæður og hætta breytir róðrarstjóri um stíl, afslappaður róðrarfélagi verður foringi, kerfið fer í gang og allir að vinna eftir fyrirmælum og reglum sem einn maður."

Tekið er undir þetta með Gísla H.F. Það var nefnilega höfuðeinkenni þegar þessi endurbætta "öryggisstefna" var tekin upp- að líta svo á að róðarafélagar væru í stöðugri lífshættu í hverju áratogi-og hið vökula auga "stóra bróður" missti aldrei eitt augnablik sjónar af hverjum og einum . Síðan fylgdu athugasemdir væri farið fetið útaf einhverri myndaðri róðrarlínu- eins og um stöðuga lífshættu væri að ræða.. Mjög erfitt fyrir reynda ræðara að róa undir þannig aðstæðum. Allt-allt annað er uppi á teningnum þegar aðstæður verða vályndar og gæta þarf aukinnar varúðar . Þá verður að þjappa liðinu saman og halda vel utanum . Skipa vönum ræðurum fremst sem aftast og á hliðarlínu. Þetta hefur bara alltaf verið kjarni málsins í öllum róðrum sem ég hef tekið þátt í frá upphafi- ekkert nýtt við það með hinni nýju öryggisstefnu. Það sem kannski skorti á hér á árum áður var að of fáir voru í hópi með mikla reynslu-nú er því ekki til að dreifa. Síðan er það þessi margræði skilningur: Fararstjóri og róðrarstjóri ferðar. Það er alveg ótækt að einn og sami aðili sé ekki í forystu. Á hverju skipi er bara einn skipstjóri. Þetta fyrirkomulag hefir valdið leiðinda rugli. Róðrarstjóri er ágætt sem forysta róðurs. Hann getur síðan haft sér til ráðuneytis ,eftir aðstæðum, þekkingaraðila á farinni leið-en róðrarstjóri sé einn fararstjóri ferðar. Þetta vildi ég sagt hafa.

Kaykaróður í friðsælu umhverfi

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 nóv 2012 11:08 #9 by Gíslihf
Ég get ekki annað en þakkað ykkur fyrir góða umræðu, sem var fjörleg en þó hófstillt, náði fram ólíkum viðhorfum og var krydduð hæfilegu skopskyni. Gott væri ef á Alþingi væri umræðumenning á slíku plani.

Örlyg vil ég svo tilnefna til bókmenntaverðlauna klúbbsins fyrir fimlegar tilvísanir til Gunnarshólma og sögu þjóðarinnar. Auðvitað mætti einnig bjóða honum í róður á kanó niður Markarfljót frá Þórsmörk til sjávar af því tilefni, hver veit nema grænum hólmanum brygði fyrir á þeirri leið.

Niðurstaða umræðunnar er að mínu mati sú, að við viljum öryggi og reglur í félagsróðrum, það skipulag á þó að vera lítt sýnilegt og afslappað þegar allt er í lagi.
Komi upp erfiðar aðstæður og hætta breytir róðrarstjóri um stíl, afslappaður róðrarfélagi verður foringi, kerfið fer í gang og allir að vinna eftir fyrirmælum og reglum sem einn maður.

Kv. Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2012 21:13 #10 by Sævar H.
Já,Örlygur einfaldleikinn er alltaf bestur. Þar sem ég er nú kominn hringinn þá er ég kominn á kunnar slóðir. En það hefur verið nokkuð gaman að umræðunni og frískað upp á annars tíðindalitla umræðu á korki. Nei, ég fell ekki inní núverandi kerfi það er ljóst. Það er bara mitt mál. En annað áhugaverðara : þessi unga og glæsilega kona sem nú er að ganga á Suðurpólinn, Vilborg - er hún fyrrum róðrarfélagi á Breiðafirði ? Ég er alveg heillaður af þessum ferðamáta. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2012 21:00 #11 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Félagsróðrar - ábyrgð
Það mætti alveg skoða þessar tillögur Sævars. Öryggisstefnan er allra góðra gjalda verð en hún er eins og önnur mannanna verk fyrirbæri sem ætti að vera í endurskoðun með reglulegu millibili. Ef reynslubolti eins og Sævar og jafnvel aðrir eru með einhverjar tillögur þá finnst mér að það ætti að skoða það. Þessi stefna var samin þegar að tiltölulega fáir vanir ræðarar voru til staðar en nú er sá fjöldi sem betur fer alltaf að stækka. Miðlungsræðari í dag er jafngóður ef ekki betri en þeir bestu voru fyrir nokkrum árum að mínu mati.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2012 15:09 - 06 nóv 2012 15:12 #12 by siggi98
Ég get talið mig í hóp nýliða þar sem mín kayak ástríða byrjaði af krafti í sumar eftir að ég festi kaup á kayak.
Þetta er frábært sport og virkilega gaman að fara í félagsróðrana. Þeir eru lykil atriði þegar það kemur að því að auka færni og bæta við reynslu.
Ég get bara talað fyrir sjálfan mig í þessum efnum en það hefur verið virkilega gott að finna fyrir því að það sé haldið þétt á spöðunum í félagsróðrunum.
Maður sá ekki alltaf ástæðurnar í upphafi en eftir því sem reynslan eykst þá sér maður kerfið sem liggur undir þessu.
Það er skynsemi í því að halda hópnum þéttum og saman það gerir úrvinnsluna mun viðráðalegri ef eitthvað gerist. En það er ekki bara það heldur líður manni ekki eins og það sé verið að skilja mann eftir sem nýliði af því róðrartæknin er ekki komin. Það er heldur ekki til með auka áhugann á sportinu og skilur frekar eftir sig neikvæða upplifun.

Róðrarstjóri hefur það hlutverki að stýra verkinu og því verða hinir að gefa stjórnina frá sér. Annars gengur þetta ekki upp það ekki hægt að gera bæði.
Fyrir mitt leyti á þætti mér mikið miður ef það ætti að fara slaka eitthvað þessari stefnu. Það getur vel verið að sumir sjái það heftandi að þurfa láta að stjórn róðrarstjóra en í því felst líka frelsi. Það liggur fyrir hvert skal haldið og hvernig og hægt að njóta þess að spjalla við fólkið í hópnum á leiðinni.

Ef menn vilja meira frjálsræði þá eru 6 dagar eftir af vikunni sem hægt er að nýta sér. :)

Kv
Sigurjon M

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2012 14:55 #13 by Sævar H.
Sennilega er til lausn þar sem þrepaskipting róðra væri möguleg. Svona eins og með erfiðleikastig róðra.

1. þrep. Mjög stíft utanum hald...eins og nú er.

Þrep 2 miðlungs utanum hald-Róðrarfélagar meira sjálfstætt ábyrgir innan hóps.Róðrarstjóri heldur utanum róður

3.þrep. Samróður með skýra róðraráætlun en ekkert sérstakt utanumhald þó ákveðinn fararstjóri-eins og var áður.

Fyrirfram er vitað hvaða reglur gilda innan hvers þreps.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2012 13:40 - 06 nóv 2012 13:41 #14 by Bergþór
Ágætu félagar
Ég hef "verið með" í nokkur ár og róið þegar færi gefst. Ég hef upplifað marga nýliða sem hafa fagnað þeim öryggisreglum sem klúbburinn fylgir. Reglurnar draga að frekar en hitt. Það er mikilvægt að við höldum aga og reglu í róðrum. Allir, með einhverja reynslu, hafa lagt sig fram um að gera róðra klúbbsins ánægjulega og örugga. Enginn hefur verið skilinn eftir eða látinn finna að hann dragi hópinn niður.
Nokkur fjöldi félaga með utalsverða getu hefur stundað róðra utan fastra klúbbróðra. Er það hið besta mál og þá eru öryggisreglur líka hafðar í heiðri og enginn glannaskapur.
En hvert á þessi umræða að fara?
Ekki trúi ég því að félagar vilji slaka á öryggisstefnu klúbbsins.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2012 11:05 #15 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Félagsróðrar - ábyrgð
Það ætti náttúrulega ekki að vera nein spurning hvort að öryggis sé gætt eða ekki. Það hljómar svolítið eins og að menn hafi ekki haft neina heila hugsun í öryggismálum áður en öryggsstefnan var sett á vef, en það var nú ekki þannig ef ég man rétt.

Hæfni einstakra ræðara hefur batnað almennt og það er ekki öryggisstefnuni að þakka. Þar koma mörg atriði saman og til að nefna nokkur:
1 Betri búnaður og fatnaður
2 Æfingar í innilauginni í Laugardal
3 Heimsóknir þrautreyndra ræðara meðal annars að frumkvæði Steina í Hólminum og fleiri góðra manna sem og ferðir klúbbfélaga til námskeiða erlendis.
4 Hringferð Gísla H. Friðgeirssonar krafðis mikilla æfinga hans með nokkrum klúbbfélögum og leiddu þær af sér marga þrautreynda ræðara.
5 Reykjaneshittingur þar sem menn og konur læra hvert af öðru og hægt er að velja sér aðstæður sem eru frá þvi að vera léttar og uppí krefjandi og kannski mjög krefjandi við svo að segja stýrðar aðstæður þar sem reyndir ræðar geta gripið inní þegar við á.

og svo mætti áfram telja.
Öryggið verður alltaf að vera aðalmálið í svona félagskap og mér finnst að klúbburinn ætti að þjálfa sem flesta til róðrarstjórnunar vegna þess að þeir sem fá þá ábyrgð gera sér þá frekar grein fyrir því hvernig samstilltur hópur er betur fallinn til að kljást við tilfallandi hættuleg atvik.

Bkv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum