Hlutverk öryggisstefnunar í mínum huga er tvíþætt, annars er það öryggi hópsins og hins vegar að koma hópnum á leiðarenda innan eðlilegra tímamarka.
Öryggi hópsins verður að vera í fyrsta sæti, en ef aðstæður eru góðar, ströndinni fylgt eftir, þá veit ég ekki betur en alltaf hafi verið gefinn tími í frímínútur eins og Sævar nefndi þetta. Við viljum öll sjá það sem er markverðast hverju sinni og upplifa náttúruna í okkar frábæra sporti.
Flestrar ferðirnar okkar eru 10-20 km langar, þátttaka í hverri ferð er 10-40 manns. Eftir því þátttakan er meiri því stífara þarf að framfylgja öryggisstefnunni, sama á við ef vindur, alda eða straumur er. Ef á að gefa hverjum þátttakenda frímínútur, þá hætt við að róðratíminn lengist. Kannski er rétt að stytta dagsferðirnar? Yfirleitt hefur ferðahraðinn verið um 4 km/klst sem er nokkuð hægur róður fyrir flesta, þ.a það er ekkert mál að taka smá króka og ná hópnum aftur, en aðeins ef aðstæður leyfa.
Í flestum dagsferðunum okkar í sumar var þátttakan innan við 15 manns. Einu skiptin sem einhver fékk háu ljósin á sig, var þegar síðustu í hópnum duttu í kjaftagang eða mikla myndatöku sem varð til þess að allur hópurinn þarf að bíða. Við erum að ferðast sem hópur og allir þáttakendur þurfa að taka tillit til þess.
Ef hópurinn er minni, þá er meiri tækifæri til útidúrs. Það þó helst að slíkt gerst í félagsróðrum, amk hef ég verið tekinn teppið í félagsróðrum
Að sjálfsögðu er enginn róðrastjórinn eins, en heilt yfir tel ég þetta hafi gengið með ágætum, en ég er líklegast litaður, þar sem ég bæði sinnt hlutverkum fararstjóra og róðrarstjóra s.l. ár.
Ferðirnar í Breiðafjörðinn tel ég af öðrum toga, þar verðum við að vera stíf á öruggisstefnunni, vegna fjölda ræðara, þar erum við að ferðast um straumasvæði og oft í ágætis öldu. Held að allir eða flestir séu sammála um að öryggisstefnan hafi virkilega sannað sig, þegar aðstæður hafa verið erfiðar, en það má vera að stundum hafi verið gengið of langt, þegar aðstæður eru fyrsta flokks,
Annar vinkill á þessari umræðu er meðal róðrarhraði í ferðunum. Það eru nokkrir félagsmenn sem mæta síður í ferðirnar vegna þess hve hægt er farið yfir. Þarna stangast á tvö sjónarmið sem þurfa að stilla saman.
Róðrarhraðinn er oft í ferðunum okkar innan við 4km/klst t.d. vegna frímínútna, en það geta allir haldið 5 km hraða í langan tíma.