Félagsróðrar - ábyrgð

06 nóv 2012 10:54 - 06 nóv 2012 12:02 #16 by Sævar H.
Nafnið Veltuvík er til komið vegna veltuæfinga í árdaga sjóróðra frá Geldinganesi. Gleraugnasker held ég að sé komið frá Halldóri Björnssyni sem glopraði af sér gleraugum við veltuæfingu úti við Viðey. Annars er ég alveg reynslaus varðandi veltur. Hef aðeins einu sinni orðið vitni að veltu í hópróðri. Það var í Breiðafjarðarferð fyrir einu ári í straumkasti Brattastraums. Sjálfur hef ég enga reynslu af að velta. Allar mínar æfingar hafa miðað að því að velta aldrei- hingað til hefur það tekist. En eftir að þetta stífa utanumhaldskerfi var tekið upp finnst mér að meiri áhætta sé tekin við róðra en áður var -menn sækja í spennuna og með vissu fyrir björgun beri eitthvað útaf. Þetta sést ágætlega á Korkinum gegnum árin- óvæntum veltum hefur snarfjölgað og félagabjörgunum... hreinn viðburður hér áður. Enda staðir skírðir nöfnum ef þannig óhöpp bar að . Þetta var svo einstakt-þá. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 nóv 2012 21:26 - 05 nóv 2012 21:26 #17 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Félagsróðrar - ábyrgð
Hlutverk öryggisstefnunar í mínum huga er tvíþætt, annars er það öryggi hópsins og hins vegar að koma hópnum á leiðarenda innan eðlilegra tímamarka.
Öryggi hópsins verður að vera í fyrsta sæti, en ef aðstæður eru góðar, ströndinni fylgt eftir, þá veit ég ekki betur en alltaf hafi verið gefinn tími í frímínútur eins og Sævar nefndi þetta. Við viljum öll sjá það sem er markverðast hverju sinni og upplifa náttúruna í okkar frábæra sporti.

Flestrar ferðirnar okkar eru 10-20 km langar, þátttaka í hverri ferð er 10-40 manns. Eftir því þátttakan er meiri því stífara þarf að framfylgja öryggisstefnunni, sama á við ef vindur, alda eða straumur er. Ef á að gefa hverjum þátttakenda frímínútur, þá hætt við að róðratíminn lengist. Kannski er rétt að stytta dagsferðirnar? Yfirleitt hefur ferðahraðinn verið um 4 km/klst sem er nokkuð hægur róður fyrir flesta, þ.a það er ekkert mál að taka smá króka og ná hópnum aftur, en aðeins ef aðstæður leyfa.

Í flestum dagsferðunum okkar í sumar var þátttakan innan við 15 manns. Einu skiptin sem einhver fékk háu ljósin á sig, var þegar síðustu í hópnum duttu í kjaftagang eða mikla myndatöku sem varð til þess að allur hópurinn þarf að bíða. Við erum að ferðast sem hópur og allir þáttakendur þurfa að taka tillit til þess.
Ef hópurinn er minni, þá er meiri tækifæri til útidúrs. Það þó helst að slíkt gerst í félagsróðrum, amk hef ég verið tekinn teppið í félagsróðrum :)

Að sjálfsögðu er enginn róðrastjórinn eins, en heilt yfir tel ég þetta hafi gengið með ágætum, en ég er líklegast litaður, þar sem ég bæði sinnt hlutverkum fararstjóra og róðrarstjóra s.l. ár.

Ferðirnar í Breiðafjörðinn tel ég af öðrum toga, þar verðum við að vera stíf á öruggisstefnunni, vegna fjölda ræðara, þar erum við að ferðast um straumasvæði og oft í ágætis öldu. Held að allir eða flestir séu sammála um að öryggisstefnan hafi virkilega sannað sig, þegar aðstæður hafa verið erfiðar, en það má vera að stundum hafi verið gengið of langt, þegar aðstæður eru fyrsta flokks,

Annar vinkill á þessari umræðu er meðal róðrarhraði í ferðunum. Það eru nokkrir félagsmenn sem mæta síður í ferðirnar vegna þess hve hægt er farið yfir. Þarna stangast á tvö sjónarmið sem þurfa að stilla saman.
Róðrarhraðinn er oft í ferðunum okkar innan við 4km/klst t.d. vegna frímínútna, en það geta allir haldið 5 km hraða í langan tíma.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 nóv 2012 19:33 #18 by Sævar H.
Var að spekúlera í því, hvort í svona rammregluverksróðrum gæti ekki verið ágætt að komið verði á einskonar frímínútukerfi.
Þ.e að róðrarmeðlimir gætu tekið sér hvíldarpásur svona við og við í róðrunum til einkanota.
Þá væru róðrarfélagar samt innan regluverksins í heild en þyrftu ekki að segja sig úr reglulögum róðursins það sem eftir lifði róðurs. ;)
Núverandi rammregluverk er gríðarlega íþyngjandi og fælir í raun frá- einkum á áhugaverðum róðrarstöðum. :(

Ég lagðist undir feld og þessi hugljómun birtist þar :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 nóv 2012 21:12 #19 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Félagsróðrar - ábyrgð
Sævar hittir þarna naglann á höfuðið. Það er hver og einn ábyrgur fyrir sjálfum sér ef eitthvað fer úrskeiðis.

Það er rétt sem kom fram hérna fyrr að það er heilmikill munur á róðrum og ræðurum sem er að mestu leyti til bóta. En það er nú samt fyndið stundum að róa með hópi í félagsróðrinum og allar aðstæður eru hinar ákjósanlegustu að þá virðast róðrarstjórarnir vera ráðríkastir.

Mér finnst fínt að hafa reglur en þær verða að vera einfaldar og skýrar og helst vera þannig að félagar fái það ekki á tilfinninguna að hópurinn sé mannaður af nýliðum sem aldrei hafa séð fjöruna eða sjóinn.

Margt fleira gæti maður týnt til en ég held að umræðan sé góð og tímabær.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 nóv 2012 20:44 - 04 nóv 2012 20:47 #20 by Sævar H.
Í öllu þessu samansúrraða regluverki sem Kayakklúbburinn tileinkar sér og gerir kröfu til að gildi- þá ber Klúbburinn eða meðlimir hans ekki nokkra ábyrgð á því fólki sem tekur þátt í samróðrum undir hans merki.
Það er hver og einn ábyrgur fyrir sjálfum sér.
Þá kemur spurningin:
Komist maður að því í Klúbbferð að verið er að að róa úti stórvarhugaverða ófæru ? Á maður þá að fylgja leiðsögninni skilyrðislaust eða taka eigið frumkvæði fyrir a.m.k sjálfan sig ?

Sjálfur hef ég lent í því á fjöllum í erfiðu veðri í svona félagskap,
þegar hluti af liðinu var að krókna úr kulda og ofþreytu var kallað á björgunarlið og við sótt.
Fararstjórinn var vandanum engan veginn vaxinn.
Ef ég hefði ráðið för hefði ég farið mörgum klst,fyrr, aðra leið og auðveldari- sem ekki hefði verið svona áhættusöm.
Auk þess sem ég var einn sem kunni til verka á GPS og með allar púnkta sem skiptu máli.
En ég fylgdi hópnum þó ljóst væri að í hreina ófæru verið verið að leiða fólkið....
En hefði þetta endað illa þá var hver og einn ábygur fyrir sjálfum sér. :unsure:

Bara svona spá í þetta. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 nóv 2012 14:52 - 04 nóv 2012 18:22 #21 by Gíslihf
Góð umræða laðar fram ólík sjónarmið til að sjá málið í víðu samhengi.
Það var mjög mikilvægt að fá fram viðhorfið sem Sævar setur fram, einkum nú þegar við erum að móta fastari reglur. Ættum við að velja auðkennisorð fyrir þessi tvö ólíku viðhorf þá detta mér í hug annar vegar Reglur og öryggi og hins vegar Frelsi og upplifun. Vel getur verið að fleiri hugsi eins og Sævar og núverandi skipulag fæli þá frá, um leið og sumir finni til öryggiskenndar og komist þá frekar af stað til að kynnast róðrinum.

Sjálfur á ég rætur í ævintýrinu sem tengja má frelsi og upplifun í náttúru landsins. Þessar tvær andstæður mættust á eftirminnilegan hátt þegar ég keypti mér róður með búnaði og leiðsögn í tvo daga á Gozo, norðureyju Möltu. Þeir vissu að ég hafði róið umhverfist Ísland, en gædinn var alinn upp og skilyrtur í BCU kerfinu. Hann settist á dekkið framan við mig, gætti þess að ég setti svuntuna rétt á og ýtti mér svo varlega aftur á bak á flot og sagði: Bíddu þarna þar til ég er kominn út til þín. Það átti að fara yfir 1 km sund út í eyjuna Comino, en vegna þoku var því frestað, reglur! Mér varð hugsað til þess þegar ég reri yfir Skagafjörð í svartaþoku alla nóttina. Ég skildi að hann var að leika hlutverk og hann fékk meira að segja greitt fyrir það.

Nú þykir mér áhugaverðast að vita hvort til eru lausnir, sem mæta þessum ólíku þörfum og viðhorfum. Það ætti að vera markmið góðrar umræðu eins og það er besta og stundum eina lausnin í erfiðum samningaviðræðum.

Kveðja,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 nóv 2012 13:10 #22 by GUMMIB
Sælir drengir.

Bara til að fyrirbyggja misskilning langar mig í framhaldi af pistlinum sem ég skrifaði um félagsróðurinn 03.11.2012 að benda á að.

1. Það var alls ekki meiningin að gera lítið ú öryggisstefnunni
né þeim frábæru framförum sem orðið hafa á skipulagi félagsróðra
síðustu ár, það er allt til fyrirmyndar.

2. Það kom ekki til greina í gær að taka óvana með í þennan túr þannig
að það var kannski ekki rétt hjá mér að kalla þetta félagsróður.

3. Alveg rétt sem þú segir Gísli að þetta var huglægt mat hjá mér sem
aldrei getur orðið eitthvað viðmið. það er fagmannlegast að halda
sig við margreint kerfi einsog BCU.

En umræðan er góð og um að gera að halda því áfram.

Kveðja
GummiB.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 nóv 2012 08:07 - 05 nóv 2012 09:31 #23 by Sævar H.
Já síðustu hágæðaróðrarferðinni þessara góðu róðrarferða lauk á Langasjó síðsumars 2007. Einstakri og alveg magnaðri kayakferð á öræfavatni í 700 m hæð yfir sjó.
Ég hefði ekki viljað fara þá ferð niðurnjörvaða í regluverki þar sem útúrdúrar til myndatöku hefðu verið illa séðir af öryggisástæðum og róið í þéttum flokki með vakandi auga á róðrarstjóra og eða annan að baki sem gætti að öllum frávikum og hottaði á minsta áratog til fráviks.
Mögnuð landslagsskoðun hefði farið fyrir lítið og fár myndir sem nú eru að sumra mati hrein listaverk hefðu ekki litið dagsins ljós- það gat nefnilega verið hættulegt að stunda slíkt.
Fór nokkrar svona ferðir ,einn,í sumar með sterkri upplifun og góðu myndefni.
Enn nú eiga almennir kayakræðaðar ekki svona kostavöl.
Það er alveg synd.

Róið á Langasjó í eigin heimi.

Attachment Hrur.jpg not found

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 nóv 2012 23:18 - 03 nóv 2012 23:19 #24 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Félagsróðrar - ábyrgð
Á morgun sunnudag 4. nóv er sundlaugaræfing.

Skora á alla sem hafa áhuga og skoðun á þessu efni að mæta á sundlaugaræfingu á morgun og taka þátt í skemmtilegri pottaumræðu um þetta efni.

Það má taka eina eða tvær félagabjarganir eða veltur á milli heitra umræðana í pottinum.

Hlakka til sjá ykkur, eftir sófaróður síðustu sólarhringa :-) Hef sjálfur ekki farið á sjó í 2 vikur.

Verður slegið met í mætingu á Laugardalslaugina á morgun?

kv
SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 nóv 2012 23:05 #25 by Sævar H.
Þegar ég lýt til baka,svona 10 ár, þá ríkti hér algjört frelsi til róðra.
Menn og konur fór í langferðir marga daga td. Jökulfirðina án þess að hafa hist fyrr en á Ísafirði á leið yfir Djúpið.
Hverjir voru vanir sjó og hverjir ekki - olli ekki áhyggjum.
Ferðin var bara kláruð með stæl.
Ekki einn einasti varð eftirbátur annara og enginn lenti í vandræðum.
En það voru ekki teknar neinar áhættur-það var farið með gát.
Mjög vel heppnað.
Og tugir annara ferða fylgdu í kjölfarið í nokkur ár.
Í dag finnst mér þessi tími alveg magnaður í minningunni.
Og ég er einstaklega þakklátur fyrir hann.
Ég minnist þess ekki að nokkrum hafi hvolft á þessu flandri.
En aðalatriðið var að forðast allt sem fyrirsjáanlega gat valdið vandræðum.
Það var öryggisstefnan þá.
Svona breytast tímarnir :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 nóv 2012 21:16 - 03 nóv 2012 21:21 #26 by Gíslihf
Takk fyrir ágæt skrif um þetta efni, Sveinn Axel og Örlygur. Í framhaldi af innleggi ykkar langar mig að rýna svolítið dýpra í efnið.

Róður á sjókayak hefur tekið framförum hér undanfarin ár. Áður reru fáir frumkvöðlar, oftast í þokkalegu veðri, nú sækja reynslumiklir ræðarar sjóinn í nær öllum veðrum. Stafsemin er orðin viðurkennd og þekkt, nýliðar koma til okkar á námskeið og treysta því að vera í öruggum höndum og viðráðanlegum aðstæðum þegar þeir eru boðnir velkomnir í félagsróðra. Það sjá þess vegna allir að textinn „ - í öllum róðrum á vegum Kayakklúbbins, hver og einn er á eigin ábyrgð“ er bara eins konar „disclaimer“ til að firra okkur lagalegri ábyrgð og trúlega mundi það hald fyrir dómi meðan þátttakendur eru 18 ára og eldri. Það leysir okkur samt ekki undan því að vera ábyrg. Að bera formlega ábyrgð er eitt og á við um fáa, en að vera ábyrgur og sýna ábyrgð er annað og á við um okkur öll.

Stjórnin setur reglur og róðrarstjóri gætir þess að fara að þeim. Reglur klúbbsins hefðu þó ekki gefið ótvíræða leiðsögn í dag (3.11.) um hvort meðalvanur ræðari væri tækur með í róður, aðeins almenna ábendingu.
Skoðun textann úr öryggisstefnunni: „Í upphafi félagsróðurs, áður en sjósett er, skulu róðrarstjórar, viðurkenndir af stjórn klúbbsins, hafa frumkvæði að því að tala við nýja félaga og meta hvort þeim sé óhætt að fara á sjó í samræmi við hæfni þeirra, veður og sjólag.“
Þrír mjög vanir ræðarar fór á sjó í Eiðisvíkinni og GummiB skrifar um róður dagsins:
Þetta voru bara fínar aðstæður til róðurs, gaman að láta aðeins vagga sér. Enginn ofsa vindur eða neitt slíkt.“ „Fínar aðstæður“ er huglægt mat og háð færni – en hvað merkja „fínar aðstæður“ hlutlægt og sett fram í mælistærðum? Vindmælir Veðurstofu á Geldinganesi laugardag 3.11. sýndi meðalvind og ( vindhviður ):
kl. 10 14 m/s ( 13/20 )
kl. 11 10 m/s ( 16/23 )
kl. 12 12 m/s ( 13 / 20 )
Flestir þeir sem stjórn klúbbsins samþykkir sem róðrarstjóra í félagsróðrum eru 4ra stjörnu leiðsögumenn á sjó eða með sambærilega færni og reynslu. Það er því eðlilegt að miða við ramma BCU (remit) fyrir 4* gæda um vind og sjólag, þar segir:
4 Star Leader Award Sea Kayak – Syllabus. Successful performance at this level indicates that a candidate has the personal skill level and leadership ability required to:
• Lead a group of 4 competent (paddlers who do not require coaching to be in/on that environment) paddlers, ...with winds not exceeding force 4/Sea State 4
• Judge the conditions and the standard of the group and make appropriate decisions about the planned route along with the need to modify plans as required.

Force 4 eru mest 8 m/s og sea state 4 eru mest 2,5 m ölduhæð. Vel mætti rökstyðja það að hér á landi erum við vön vindi og skipta mætti á vindi og öldu og setja mörkin í force 5/Sea State 3.
Þá væru efri mörk vinds 10,6 m/s. Eins og veður var í dag, hefði 4* leiðsögumaður ekki mátt fara með fólk á sjó eftir reglum BCU. Þeir sem fóru á sjó voru því félagar, jafningjar án róðrarstjóra.

Niðurstaða:
Almennur félagsróður eftir öryggisstefnu verði ekki farinn í meiri vindi en 10,6 m/s.

Kveðja,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 nóv 2012 00:29 - 03 nóv 2012 00:35 #27 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re: Félagsróðrar - ábyrgð
Ja þetta er kannski eitthvað sem mætti tala um undir liðnum önnur mál á næsta aðalfundi, þ.e. hvort og hvernig mætti setja þetta í einhvern farveg, Sjóferðanefnd sem gæfi út grænt, gult eða rautt ljós daginn fyrir róður. Öryggisnetið að þessu leytinu hingað til hefur nú bara verið á vettvanginum sjálfum. Alltaf einhver skynsamur sem getur flaggað rauðu upp í Gnesi. Og í þau 1-2 skipti árlega sem vitað er að enginn hæfur flaggari er í bænum vegna Reykjaness eða annarra ferða, þá eru gerðar einhverjar ráðstafanir svo nýliðar fari sér ekki að voða.


En fimmtán til þess bærir ræðarar sem hafa áhuga gætu hæglega skipt niður með sér félagsróðrardögum fram í tímann og gefið út lýsingu á föstudegi kl. 12 eða álíka. Bara farið í gögnin. Þetta væri frekar lítil fyrirhöfn fyrir hvern og einn. Sjóferðanefnd, hvernig hljómar það ha? Það er nú svo lítið að gera í nýliðaprógramminu að tengiliðirnir gætu e.t.v. gert þetta í staðinn. :silly:

T.d. á morgun er:
Allhvasst 14 - 18 msek sem þýðir: Mjög erfitt. Aðeins fyrir vana ræðara. Mikil ölduhæð og hvítar rákir frá öldutoppum. Stjórnun, róður og félagabjörgun orðin erfið. (Veðurstofa Íslands og D. Hutchinsson)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 nóv 2012 22:40 - 02 nóv 2012 23:06 #28 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Félagsróðrar - ábyrgð
Við settum okkur sérstakar reglur um félagsróðra fyrir ca 3-4 árum síðan, sem allir geta nálgast á
www.kayakklubburinn.is/index.php?option=...cle&id=162&Itemid=91

Sjálfur tel ég einnig hlutverk róðrastjóra sem og reyndari ræðara að taka að sér hið föðurlega hlutverk ef nauðsyn krefur og leiðbeina óvönum. Það getur þýtt að fólki sé bent á að halda sér í landi ef aðstæður er of krefjandi. "A" í CLAP kemur þarna sterkt inn.
CLAP er skammstöfun frá bretunum í BCU leader kerfinu sem stendur fyrir
Communication, Line of sight, Avoidance, Position

En það er alltaf þannig í öllum róðrum á vegum Kayakklúbbins, hver og einn er á eigin ábyrgð.
Ég tel ekki hlutverk stjórnar að blása af róðra, eða segja félagsmönnum hvenær, hvar eða hvort þeir eigi að róa. Hvetjum frekar til skynsemi og að félagsmenn velji sér aðstæður sem þeir ráða við hverju sinni. Umræða af þessum toga er hins vegar þörf.

Veðurofsinn s.l. sólarhring og rokið síðustu daga hefur verið með þeim hætti, að það hefur verið ófært á sjó fyrir
alla, á þó sérstaklega við síðasta sólarhring.
Þó fóru nokkrir mjög vanir á sjó s.l þriðjudag og höfðu gaman að, í 20+ m/s vindi og æfðu m.a. félagabjörgun.

Á morgun er spáð 12-18 m/s vindi milli 10:00-13:00 við Geldinganesið og 20 m/s við Kjalarnes og Gróttu,
sem eru aðeins aðstæður fyrir hóp mjög vana sjókayakræðra með skotheld stuðningsáratök og veltu, sér í lagi eftir 5 sólarhringa norðan 20+ m/s vind.

kv
Sveinn Axel
Í stjórn Kayakklúbbsins

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 nóv 2012 21:03 - 02 nóv 2012 21:05 #29 by Guðni Páll
Ég ætla að reyna að róa. Ef veður verður illviðráðanlegt þá er það bara kaffi og heim aftur. En ég mæli með því að óvanir haldi sig heima í þetta skiptið þótt vindur verði farinn að lægja þá verður töluverður sjógangur ennþá og ekki fyrir óvana eða óörugga.

Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 nóv 2012 19:54 #30 by Gíslihf
Í dag föstud. 2. nóv. er fárviðri á landinu. Ég er upptekinn á morgun og reyndar einnig næstkomandi þriðjudag, en það leitar eigi að síður á hugann hvernig aðstæður verða í fyrramálið kl. 10 þegar venja er að lagt sé í félagsróður. Þá mega óvanir koma með í trausti þess að þeirra verði gætt og þeim hjálpað eftir þörfum.

Ég hef ekki umboð til að aflýsa félagsróðri og vel getur verið að fært muni teljast við Geldinganes, þó stutt verði í 20 m/s skv. spá og þá geta slíkar vindhviður flakkað um svæðið.

Það virðist engin nefnda klúbbsins vera með félagsróðra á starfssviði sínu,
það er því stjórnin sem ber þessa ábyrgð.

Kveðja,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum