Þurrgallar og latex sokkar- hvaða skór ?

08 des 2012 20:38 - 08 des 2012 20:39 #1 by Sævar H.
Þetta hefur verið mér drjúg umræða. Nýr þurrgalli kemur í hús eftir helgi -frá LOMO í Skotlandi.
Nýir afbragðsgóðir kayakskór eru komnir í hús.
Og hreinsi og smurefni til að rennilásinn renni nú ljúft að og frá -er á leiðinni. :)
Það kom nefnilega í ljós í okkar ágæta skammdegisróðri um daginn hjá okkur Herði K., að minn aldraði og vangerði kayakklæðnaður svaraði ekki ekki kröfum kuldans-hvað þá ef mér hefði nú hvolft eins og nú er algengt orðið. :P

Þessvegna er nú öll þessi umræða til að leiða mig til nútímans við vetraraðstæður.
Ef veður verður skaplegt á jóladag og ölduhæð innan 2 ja metra er ekki ósennilegt að þessar nýju græjur verði prufukeyrðar. ;)
Síðan er það auðvitað hinn hefðbundni Áramótaróður. Takk.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 des 2012 18:30 #2 by Jói Kojak
Smá viðbót; Sævar, Seal Saver er einmitt frá sama framleiðanda og þetta efni ;-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 des 2012 18:27 #3 by Jói Kojak
Gallinn minn (LOMO) er með svokölluðum TiZip rennilásum og þegar ég keypti hann þá fylgdi með lítil túba af smurefni.
www.ewetsuits.com/acatalog/Mcnett-care-products.html

Það er örugglega hægt að nota vaselín líka. Þá hef ég séð menn nota kertavax á suma rennilása ("járnlásana" með tönnunum). Eins og Gísli bendir á þá er best að skola rennilása eftir hverja notkun. Ætli maður sér að þrífa rennilása er best að nota þar til gert hreinsiefni og tannbursta. Líftími rennilása lengist með því að geyma gallann með rennilásana frárennda.

Kv,

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 des 2012 15:03 - 08 des 2012 15:03 #4 by Sævar H.
Takk, Gísli , fyrir upplýsingarnar.

Við skoðun á netinu varðandi rennilásamál virðist sem meðfylgjandi mynd sé af efni sem standi uppúr .
Þekkja kayakmenn og konur eitthvað til þessa efnis.
Það er bæði hreinsiefni og smurefni.
Laust við paraffinwax og silicone ,en þau efni virðast á útleið sem hollusta fyrir drysuit rennilása.
Gaman og gangnlegt væri ef einhver kannast við þetta og hefur notað segði frá reynslunni. :)

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 des 2012 12:51 #5 by Gíslihf
Mikilvægast er að skola rennilásana vel eftir hvern róður.

Ég er með feiti í dollu með skrúfanlegum botni eins og t.d. varasalvi. Þetta virðist vera svipað efni og vaselín.

Fyrst átti ég dollu frá Viking í Hafnarfirði, nú er ég með dollu sem ég fékk hjá GG sjósport.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 des 2012 09:15 #6 by Sævar H.
Smávegis annað viðkomandi þurrgöllum.
Rennilásar á þessum göllum er lykilbúnaður-að hann sé í góðu lagi-alltaf.
Þá er það umhirðan.
Hver er hún ?
Hreinsun eftir notkun -selta og óhreinindi.
En hvað með smurningu á rennilásnum ?
Hvaða smurefni er best við okkar aðstæður-sjómanna og kvenna? :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 des 2012 19:34 - 06 des 2012 19:48 #7 by Sævar H.
Takk fyrir þetta allt saman, Jói. Klárlega kemur þetta að góðu gagni-bæði fyrir mig og aðra sem málið viðkemur :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 des 2012 19:30 - 06 des 2012 19:32 #8 by Jói Kojak
Nei, þú berð Seal Saver utanvert á allan sokkinn en beggja vegna á háls- og úlnliðstúttur. Ég læt örfáa dropa í einu og nudda síðan þannig að efnið dreifist á allt gúmmíið. Þannig verður það ekki eins stamt þegar farið er í og úr, og geymist betur.

Þetta er ekki fyrir GoreTex.

Kv,

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 des 2012 18:06 - 06 des 2012 18:43 #9 by Sævar H.
Það er gaman að svona kvennlegum misskilningi :)

Þetta nælonádrag sen ég tíunda hér að framan er frá GUL og heitir á hinu erlenda máli "STRETCH DRYSUIT SOCKS" Það er sérstaklega hannað og framleitt sem ádrag yfir latex sokka á þurrgöllum til að upphefja mikið viðnám sem myndast milli neophrane í skónum og latex sokkana þegar farið er í þá og úr þeim. Við svona viðnám er alltaf hætta á að latexið rifni .Þetta eru í raun lausir sokkar . Þetta fæst hjá þeim í GG sjósport.


Þetta "Seal Saver" er það bara borið á samskeytin latex + goretexefni gallans ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 des 2012 17:36 - 06 des 2012 17:37 #10 by Jói Kojak
Ég fékk thetta hér:
www.nrsweb.com/shop/product.asp?pfid=2295

Tharf ekki nema örfáa dropa í hvert skipti. Nota thetta á allar túttur og sokkana. Thú myndir vilja thvo saltid af fyrst.

Mæli hiklaust med thessu.

Líst heldur verr á rígfullordna menn í sokkabuxum :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 des 2012 17:24 #11 by palli
Ég verð að verða mér út um svona þunna bómullarsokka úr H&M eins og Jói notar. Virðast vera lykillinn að því að vera ávallt hlýtt á tánum :)

Annars nota ég neophrene skó utan um latexið. Finnst skipta mestu máli að þeir séu sæmilega rúmir og best hefur mér reynst að vera í ullarleistum næst mér. Ef skórnir eru rúmir er heldur ekki eins mikill troðningur að koma sér í þá.

Mér finnst Sævar vera að koma með skemmtilega nýjung inn í róðurinn. Hef aldrei fyrr séð kayakræðara í nælonsokkum :) Vont að lenda í ljótu lykkjufalli í Engey ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 des 2012 17:21 - 06 des 2012 17:26 #12 by Gíslihf
Þú hlýtur að vera 'VIP' maður að fá sendingar nær samdægurs!
Ég er að bíða eftir kayakvarhlutum frá Kína og held þeir verði sendir með Núbó.

'Seal Saver', er það ekki kapteinn Watson? Hann lætur vélstjóra örugglega ekki komast upp með neitt múður og það er ekki bæði róðrarstjóri (=vélstjóri) og fararstjóri á hans skipi, aðeins einn kapteinn :)

Það hafa nokkrir keipakappar komið hingað til lands, sem hafa verið berfættir í sandölum við róðurinn enda vanir hlýrri sjó. Ég hef reynt það en þegar sandur og möl kemst undir ilina verður það sárt. Hins vegar var ég kominn með svipaða lausn og þú með þessu 'nælonádragi' í seinni hluta hringferðar minnar. Vegna verkja og líklega langvarandi blóðleysis í löppum gafst ég upp á öllum skóm úr gúmmíi eða neopreni og fór að vera á lausgirtum sandölum. Til þess að sandkorn skemmdu ekki sokk þurrgallans var ég í sokkum úr teykjanlegu efni utan yfir gallasokkana og það gafst vel.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 des 2012 14:59 #13 by Sævar H.
Þakka öllum fyrir hjálpina með skóvandann hjá mér , Fékk viðunandi lausn með e-pósti . Búinn að fá flotta skó og ásamt sérstöku nælonádragi (sokkur) yfir latexið. þá renni ég fótunum í skóna sem smuðrum án nokkurar áreynslu eða togs á latexið. Og með góðri umhirðu sem er fyrst og fremst ferskvatnsþvottur og síðan góð loftþurrkun að lokinni notkun þá hef ég þá trú að latexið verði hið besta mál. En Jói hvar fæ ég "Seal Saver" ? líst flott á það

kv. Sævar H

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 des 2012 11:52 #14 by Jói Kojak
Ég keypti skó frá JOBE í gegnum GG-Sjósport. Sjá hér: www.jobesports.com/products/pwc-gear/sho...ne-boots-black-head/
Koma nokkud vel út. Kannski ekki optimalt ad vera med flagsandi reimar, allavega ekki í straumnum. Thad góda er ad hann er med ísaumudum neoprensokk. Hef ekki verid í neinum vandrædum med ad komast í og úr theim thó thurrgallinn sé med latex sokkum. Innanundir er ég bara í thunnum bómullarsokkum úr H&M. Mér hefur enn ekki ordid kalt á tánum svona útbúinn B)

Brewer frá Astral hefur verid ad fá mjög fína dóma: www.astralbuoyancy.com/2012/products/brewer.php

FiveTen er líka ad gera góda skó. Water Teenie er sá nýjasti og fær góda dóma
fiveten.com/products/outdoor/amphibious

Annars er bara ad gúggla.

Vardandi GoreTex vs latex thá get ég ekki verid sammála Gudna thar. Med réttri umhirdu og reglulegri smurningu med t.d. Seal Saver thá endist latexid nánast eins lengi og madur vill. Ef thad kemur gat thá er lítid mál ad gera vid, t.d. med reidhjólabót. Ef skipta tharf um sokk thá er thad einfalt og ódýrt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 des 2012 01:26 #15 by Sævar H.
Neoprene skór eru afleitir að troða latex sokk inní. Er gott að setja mjúkan sokk yfir latexsokkinn þannig að fóturinn renni mjúkt í þröngt neoprenið.?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum