Já ég áttaði mig á þvi, vildi bara koma hinu fram, en ég var með svona latex og notaði við það alla skó það skipti ekki máli allir jafn fínir. En ég var reyndar frekar kuldsækin í latexinu.
Takk Guðni- en spurningin var ekki um mismun milli Goretex og Latex.
Spurningin var um góða skó sem henta latex og þá með einhverjum vörnum.
Einhver þekking og reynsla innan kayaksamfélagsins ?
Ég myndi ekki fá mér þurrgalla með Latexi, einfaldlega vegna þess að það skemmist fyrr heldur en Gore-tex til dmæis. Einnig er Latexið frekar viðkvæmt. En jú þetta er bara mín skoðun
Nú er það vandinn. Þurrgallar með latex sokkum áföstum er góður búnaður . En hvaða skór ganga við þessa sokka ? Hvað segja þurrgallamenn með latexsokka ?