Hvíta 02.júní 2007

29 maí 2007 18:43 #16 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Hvíta 02.júní 2007
Eigum við ekki að stefna að því að fara frá sundlauginni klukkan 10:30, eins og stendur í fréttinni. Það er lang best að fólki hittist þar vegna þess að þar eru allir lánsbátar og búnaður geymt.

Það er ágætt að fólk mæti snemma, c.a. kl 10, þannig að hægt sé að leggja af stað klukkan 10:30.

Annars ætla ég ekkert að vera að skipta mér af þessu :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2007 18:30 #17 by Heida
Hvíta 02.júní 2007 was created by Heida
Hæhæ

Eins og sjá má á frétt jsa á forsíðu er loksins komið að nýliðaferðinni niður Hvítá!! jahúúú...

Þeir sem hafa áhuga á að koma með á laugardaginn skráið ykkur hér á korkinn og látið líka vita hvaða græjur ykkur vantar. Ferðanefndin gengur svo í að redda því sem reddað verður.

Lágmarksgræjur sem þarf til Hvítárferðar er:
Bátur
Ár
Hjálmur
Svunta
Blautgalli/buxur og þurrtoppur

Ef einhverjar gamlar kempur luma á klúbbsdóti megið þið endilega koma því til mín eða láta mig vita hvar ég get nálgast það. Eins ef einhver á dót sem hann vill endilega láta bleyta í fyrir sig.

Sjáumst á laugardaginn í bátageymslunni í Laugardalslauginni kl 10:00
Kv
Heiða s 867-3755

Post edited by: Heida, at: 2007/05/29 14:34

Post edited by: Heida, at: 2007/05/29 15:06<br><br>Post edited by: Heida, at: 2007/05/29 15:14

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum