29. júní til 1. Júlí – Hofstaðavogur-Kolgrafafjörð

07 júl 2013 18:31 - 07 júl 2013 18:33 #1 by Þorsteinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 júl 2013 13:29 - 06 júl 2013 13:30 #2 by Páll R
Hér koma nokkrar ljósmyndir frá mér.

picasaweb.google.com/1116967599833741558...apPQ&feat=directlink

P.S. Ég kemst ekki í seinni myndaskammtinn frá þér Þorsteinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 júl 2013 14:10 #4 by Páll R
Já þetta var vel heppnað ferðalag og þakka ég öllu samferðafólki samveruna þessa daga. Veður og ábúendur í Bjarnarhöfn og Akureyjum áttu einnig mikinn þátt í ánægjunni.
Þau sem þátt tóku í ferðinni voru auk mín, þau Reynir og Steinunn, Sveinn Axel og Hildur, Þorbergur og Frauka, Magnús M., Þorsteinn J. og Perla.

Til þess að fullgera ferðalýsinguna er rétt að tíunda róður hinna "fjögurra fræknu", Sveins, Hildar, Perlu og mín. Frá Baulutanga og fyrir Berserkseyrarodda rérum við í nokkurri öldu, sem skjótt lægði er við nálguðumst brúna. Þó virtist sterkur vindstrengur og röst liggja út frá brúnni, en við austari brúarsporðinn var lygna. Við vorum þarna nokkuð nálægt liggjandanum eftirsótta og áttum ekki í nokkrum vandræðum með að komast inn fyrir. Síðan var lens in miðjan fjörðinn að Hrafnkelsstaðabotni. Uppi á bakkanum við austurenda túns Eiðis-bæjarins eru ágæt tjaldstæði og víðsýni mikið um fjörðinn. Hægviðri var og sólarglennur um kvöldið en kólnaði nokkuð er leið á kvöldið. Snemma morguns 1. júlí var logn um allan fjörð, en NA-kaldi er líða tók á daginn. Ákváðum við að hentugast væri að hefja róður frá Baulutanga, komum öllu okkar hafurtaski þangað og hófum róður yfir Urthvalafjörðinn með stefnuna á Öndverðareyri. Kíktum við þar á gamlar bæjartóftir, en þar bjuggu Eyrbyggjar á landnámsöld. Matarhlé tókum við í Suðurbótinni á Eyrarodda. Róður fyrir Eyrarfjallið var tíðindalítill og höfðum nú vind og öldu frekar með okkur. Kíktum við þó aðeins á skarfabyggðina í Írlandi. Róðurinn léttist enn frekar er komið var fyrir Skarfatangann. Inn á Grundarfirði var hið ágætasta veður og huggulegt að róa með skerjum og töngum inn með austurströndinni. Gerðum við stutta áningu í fjörunni undir Setbergi og lukum síðasta leggnum inn að Grundarkampi um hálf sex leytið, og lauk þar með þessari þriggja daga útilegu.
Heildarvegalengd róin um 55 km.

P.S. Myndir koma seinna

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 júl 2013 00:34 #5 by msm
Bestu þakkir fyrir frábæran róður. Meðal annars var náttúrufegurðin um nóttina nánast engu lík. Tek undir hugmynd Reynis um næturróðra.
Allt upp á það besta og myndirnar ljómandi góðar.

Magnús S.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 júl 2013 22:29 #6 by SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 júl 2013 22:04 #7 by Sævar H.
Fínar myndir af greinilega mjög góðri Breiðafjarðar kayakferð :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 júl 2013 21:49 - 03 júl 2013 21:50 #8 by SPerla
Jæja, þetta var erfið fæðing en loksins koma myndir frá mér :)

picasaweb.google.com/perlath/KayakingInK...v1sRgCMPD25PK3fz_3AE

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 júl 2013 21:47 #9 by SPerla
Myndir. Sjáum hvort þetta gengur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 júl 2013 19:17 - 03 júl 2013 19:22 #10 by SPerla
Smá vandræði, myndir koma bráðum :(

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 júl 2013 21:02 - 03 júl 2013 09:19 #11 by Reynir Tómas Geirsson
:) Alveg sammála Þorsteini, þetta var með eftirminnilegri ferðum á vegum klúbbssins og bestu þakkir til Páls Reynissonar fyrir að skipuleggja þessa góðu daga. Róðurinn hófst í frábæru veðri í Hofsstaðavogi (laxveiðiumsjónarmenn aðeins varir um sig en vinsamlegir og hjálplegir þegar til kom), þaðan var farið í Purkey, svo fram hjá arnarsetri og selaheimkynnum í Hafnareyjar þar sem lundinn réð ríkjum, inn í Kumbaravog og inn fyrir Landey í Bjarnarhöfn. Þar var hið besta tjaldstæði og vel tekið á móti okkur af Hildibrandi bónda þar. Hann hafði okkur í einkafræðslu um svæðið og safnið á virkilega góðu kvöldi. Nóttin var kyrrlát og sérlega falleg með logni og minnti á að á næsta ári þyrfti að hafa ferð þar sem róið yrði að nóttu til en sofið á daginn! Næsta dag var kominn nokkur strekkingur þegar lagt var upp suður fyrir Guðnýjarstaðahólma og í nokkrum hliðarvindi út í Akureyjar. Þar tók Jóhann sumarbóndi á móti okkur af mikilli gestrisni, með kaffi og meðlæti á fallegum og skjólgóðum palli og við fengum ekki bara að hvílast og hressast heldur líka að skoða eyjuna og húsin sem að stofni til eru 100 ára gömul. Útsýnið á Bjarnarhafnarfjall, inn Kolgrafarfjörðinn og austanverða Eyrarsveitina var frábært. Svo var róið á góðu lensi og undan allnokkrum vindi inn Kolgrafarfjörð að Ámýrum, tekin pása og svo farið í talsvert miklum vindi (ég giska á 10 m/sek) inn fjörðinn. Róðurinn var strembinn og lent inn við Baulutanga í Kolgrafarfirði til að ná landi. Við vorum 6 af 10 sem hættum þar, en fjórir knáir ræðarar hentu sér af stað í ölduna aftur og reru eins og fyrirhugað var inn í botn Kolgrafarfjarðar. Við hin sóttum bíla (8 km ganga fyrir tvo okkar) og snerum heim á leið en hinir héldu áfram túrnum. Bestu þakkir til allra samferðamannanna og ekki síst Páls og Sveins Axels sem er alltaf hægt að treysta á. Reynir Tómas og Steinunn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 júl 2013 15:28 - 07 júl 2013 18:36 #12 by Þorsteinn
Frábær róður með skemmtilegu fólki í töfrandi umhverfi. Kurteisisheimsókn hjá frú Erni og fróðleikur um hákarla, skoðun hólma og skerja og Akureyjar toppurinn. Takk fyrir mig. Nokkrar myndir á
picasaweb.google.com/1134423785559865712...5mwE&feat=directlink

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jún 2013 21:29 #13 by Þorbergur
Við Frauke stefun á að mæta og róa tvo daga.
Kv Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jún 2013 10:48 #14 by Sævar H.
Þetta verða kjöraðstæður til skemmtilegra róða þarna þessa helgina. Ég var að vona að ég væri orðin allveg kayak fær með báðar hendur - en sú vinstri sem hafði læsts á ýmsum stöðum fær ekki ennþá ferðaleyfi- það munar smá. En nóg til þess að ég verð að sleppa þessari hágæða ferð. Endilega fjölmennið í þessa flottu ferð. Svo er boðið upp á róðrarhluta. ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jún 2013 13:12 #15 by Páll R
Sæl öll

Auk þeirra sem þegar hafa skráð sig hér á korkinum ætla Perla og Magnús M. að fljóta með. Útlit er fyrir hægviðri um helgina, en búast má við lítils háttar úrkomu. Þetta verður bara draumur í dós.
Það er alveg kjörið að þjálfa lyktarskynið fyrst með hákarlinum í Bjarnarhöfn áður en haldið verður í Kolgrafafjörðinn, þar sem síldin rotnar víst enn. Ég á þó ekki von á að lyktin trufli okkur að neinu gagni.
Það er smástreymt þessa helgi og því ættu fallastraumar undir Kolgrafafjarðarbrúna ekki að valda okkur vandræðum þótt við hittum ekki á liggjanda þar.

Munið svo að reikna með í tímaáætlun ykkar að við þurfum að koma fyrir einum bíl eða fleirum á Grundarfirði áður en við ýtum úr vör í Hofsstaðavogi.
Minni einnig á að aðgangseyrir á hákarlasafnið í Bjarnarhöfn er 900 krónur. Það er skemmtilegt að skoða og sjálfsagt að launa Hildibrandi greiðann þannig.

Ég reikna með því að verða við "Tengivirkið" um kl 10-10:30 á laugardagsmorgun. Sjáumst ekki seinna en þá.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum