9.-11. ágúst 2013 - Breiðafjörður

24 nóv 2014 21:07 #1 by SAS
Til fróðleiks, þá verður sýndur þáttur á Stöð 2 á morgun um þau heiðurshjón Hjalta og Kristjönu sem tóku svo einstaklega vel á móti okkur í Breiðafjarðarferðinni 2012. Sjá nánar á www.visir.is/eydijord-a-vestfjordum-ordi...rticle/2014141129451

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 ágú 2013 16:49 - 20 ágú 2013 21:43 #2 by Reynir Tómas Geirsson
Sæl öll, tvær litlar villur voru því miður í frásögn minni af ferðinni, þ.e.a.s. fyrst og fremst sú að ég fór ekki rétt með föðurnafn Kristjönu gestgjafa okkar og húsmóður á Bæ, hún er Jóhannesdóttir og það er leiðrétt í textanum nú. Við lentum og tjölduðum í Ytri Vognum við Bæ. Það er líka rétt nú.

Svo þarf að vera rétt að Múlasveitin endar við við Skiftá í Kjálkafirði og þar byrjar því Barðaströndin, svo allir séu með það á hreinu fyri næstu ferð.

Svo bið ég alla ferðafélaga sem ekki hafa sent mér e.mail að gera það svo ég geti sent þeim nauðsynlegar upplýsingar...... reynir.steinunn@simnet.is

Sumir hafa fengið upplýsingar eða gengið frá því sem þarf nú þegar.......

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 ágú 2013 22:51 - 20 ágú 2013 21:46 #3 by Reynir Tómas Geirsson
:) Takk fyrir góða ferð öll, ferðafélagarnir voru auk mín Steinunn, Gunnar Ingi, Lárus og Kolla, Grímur Kjartans, Guðmundur Breiðdal, Gísli Karls, Perla, Magnús S. Magnússon, Guðni Páll, Magnús Einarsson, Sveinn Axel og Hildur, Páll Reynis, Sigurjón, Egill, Bjarni Kristinsson, Guðrún Jónsdóttir, Magnús Norðdahl, Jónas Guðmundsson, Magnús Sigurjónsson, Þóra og Klara, og Hilmar Páls. Munið að senda mér e.mail ykkar á reynir.steinunn@simnet.is til að við getum þakkað móttökurnar á Bæ.

Nokkrir komu á fimmtudag og tjölduðu á Miðjanesi og reru á föstdeginum en heldur mun þá hafa verið hvasst. Síðdegis hafði lægt og sól var í heiði.

Lagt var af stað frá höfninni Klauf við Stað í dálitlum vindi í bak og stjórnborða yfir Þorskafjarðarmynnið að Skálanesi, Róðrarstjóri var Maggi Sigurjóns og samstarf okkar fararstjóra og róðrarstjóra gat ekki verið betra. Gísli og Gunnar Ingi leiddu fremst alla ferðina. Fyrsta pása var við Skálanesið niður undan bænum og svo var haldið áfram milli smáeyja og skerja og tanga inn Kollafjörðinn um það bil þrðjung hans, svo þverað yfir á Bæ. Þar var góð lending og ágætt tjaldstæði í Ytri Vognum niður undan gamla bænum. Þarna tóku á móti okkur heiðurshjónin Hjalti Einarsson og Kristjana Jóhannesdóttir. Kristjana er dóttir síðustu ábúenda sem fluttu burt 1962. Hún var yngst barnanna, heimasætan í orðsins fyllstu merkingu og sagði okkur margt frá lífinu á bænum og í sveitinni meðan þar var bú með 3 kúm og 200 fjár. Móðir hennar, Guðrún Kristjánsdóttir, var ljósmóðir sveitarinnar og eyjanna úti á norðanverðum Breiðafirði frá 1933-62. Hjónin sýndu okkur alveg einstaka gestrisni. Ekki einasta fengum við að tjalda og fá að þurrka föt í mikilli upphitaðri skemmu á staðnum, þar sem Hjalti strengdi snúrur fyrir okkur (og þar sem var fínasta klósett og heitt og kalt vatn), heldur var okkur boðið til bæjar í kaffi og vöfflur að morgni laugardagsins, aftur þegar við komum úr laugardagsróðri og enn var kaffi og fínasta meðlæti að morgni sunnudagsins. Dvaldist sumum þar við spjall við hjónin og við að skoða húsið með ýmsum gömlum munum. Þetta var sérstakt og annarri eins gestrisni og góðvild man ég ekki eftir í Breiðafjarðaferðunum.

Tjaldað var í þurru, en smá rigningu gerði um nóttina (Gummi Breiðdal bættist í hópinn um kl. hálf tvö !). Næsta dag var aðeins dumbungur, en þegar róið var af stað létti til, þó ekki sæist í fjallatoppa. Farð var út með nesinu, enn á millii skerja og fyrir smá nes inn í Kvígindisfjörðinn að Kirkjubóli, þar sem var lent í sandfjöru og tekin önnur góð hvíld. Þaðan var farið aðeins lengra inn fjörðinn og svo út með vesturströnd hans (örn sást) út á Svínanes. Þar var stoppað og gengið heim að bænum. Hann var yfirgefinn 1959. Gaman var að skoða hann þó hann sé að verða rústarlegur. Í ofni á einum veggnum var nýleg ritgerð á ensku um rannsóknir á staðnum. Við Kumbaravog á nestánni eða aðeins vestar versluðu Englendingar (Kumbarar = Cumbria á vesturströnd Englands) og síðar Þjóðverjar frá Hamborg og Brimum fram undir einokunartímann. Þarna hittum við 3 Frakka á skemmtiferð og hægri siglingu á fellikayökum og ræddi Magnús SM við þá að sjálfsögðu. Svo var róið aðeins inní mynni Skálmarfjarðar, en hætt var við að fara á Skálmarnes vegna tímans sem í það hefði farið og haldið aftur tilbaka fyrir mynni Kvígindisfjarðar í Bæjarnesið. Þar var stoppað á og við sker eitt, enda sumir sísvangir með í för. Svo var róið tilbaka á Bæ. Sumir fóru útúrdúra, svo sem lengra inn Skálmarfjörðinn og í hellaskoðun við Bæjarnesið. Allan daginn var nánast logn og nokkrir dropar úr lofti gerðu hreint ekkert til að minnka stemmninguna. Afslappaður og flottur dagur.

Kvöldið leið við grill og varðeld í fjörunni þar sem Hjalti og Kristjana heimsóttu okkur. Þóra og Klara notuðu nýju finnsku pönnuna. Einhver rokhrissingur og rigning um nóttina vakti ekki alla. Sunnudagur rann upp með sól í heiði. Eftir morgunmat var farið í þurra gallana í skemmunni góðu og svo í kaffi og spjall hjá hjónunum. Svo var haldið tilbaka í Klauf í rjómablíðu, fyrst í Skálanes og strauma þar, svo beint á Klaufarhöfn. Þar dengdi helmingur hópsins sér í sjósund í gallanum, eins og sjá má af fínum myndum. Svotil allir enduðu í sundi á Reykhólum, en þá í heldur efnisminni göllum. Alls voru rónir 12 + 26 + 9 km = 47 km.

Þetta var víst tíunda Breiðafjarðarferðin sem var skipulögð (níu farnar, ein opinberlega blásin af vegna veðurs, en sumir fóru hana samt). Það hafa verið forréttindi að mega leggja drög að þessum ferðum en þátttakendur hafa alltaf verið aðalatriðið. Frábærir ferðafélagar, óviðjafnanlegt landslag og náttúruundur eyja og fjarða og fjalla, gott veður og stundum aðeins áreynsla, hafa gert hverja ferð að einstakri upplifun. Nú taka aðrir á næsta ári upp skipulagsmerkið en ég þakka fyrir að hafa fengið að gera þetta, fyrst með Sævari eins og hann lýsti, og svo með mörgum öðrum. Allir voru samtaka í að láta þetta lukkast frábærlega vel og án óhappa.

Reynir Tómas :cheer: :cheer: ;)
The following user(s) said Thank You: SAS, msm, Jónas G.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 ágú 2013 22:01 #4 by bjarni1804
Ég þakka kærlega fyrir mig, Reynir og Guðrún. Fyrir mig grænjaxlinn, var þetta stórskemmtileg ferð og hvatning til að gera af slíku. Takk.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 ágú 2013 21:45 #5 by SPerla
Takk fyrir mig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 ágú 2013 20:24 #6 by gsk
Tek undir með Hr. Magnúsi

Takk fyrir mig og bestu þakkir til Reynis og Steinunnar og annara sem þátt tóku.

Kveðja,
GÍsli K.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 ágú 2013 17:51 #7 by msm
Takk fyrir frábæra ferð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2013 22:26 - 20 ágú 2013 16:43 #8 by Reynir Tómas Geirsson
Bestu þakkir fyrir gott boð, en það er búið að fá far fyrir alla báta og fólk. Leitt að þú kemst ekki með. Útlitið fyri helgina á svæðinu er áfram ágætt fyrir ferðina og nokkrir félagar eru mættir á Reykhóla og ætla að róa þaðan og í Klauf á morgun. Þá má minna á að eiginlega er þetta svæði sem farið verður á, ekki Barðaströndin, heldur Múlasveitin, þó hún sé reyndar hluti af Barðastrandarsýslu. Hin eiginlega Barðaströnd byrjar vestan við Brjánslæk, en hreppamörkin milli Barðastrandar og Múlasveitar voru áður við Skiftá í Kjálkafirði.

Kveðja,

Reynir TG

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2013 13:24 #9 by palli
Það stefnir í enn eina snilldarferðina í Breiðafjörðinn með Reyni Tómasi

Kem ekki sjálfur, en ef ykkur vantar far fyrir fleiri báta þá er auðsótt mál að fá kayakkerruna mína lánaða. Það má koma hellingi af bátum á hana.

Síminn hjá mér er 6641807

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2013 22:40 - 07 ágú 2013 22:44 #10 by Reynir Tómas Geirsson
Sæl öll, eins og sjá má vantar Bjarna enn far fyrir bát, búk og poka. Það er möguleiki á að bjarga búknum hans og pokanum, en ekki er fundin lausn fyrir bátinn ennþá, svo vantar líka pláss fyrir annan bát á vegum Magga Sigurjóns, svo ef einhver á möguleika á að ferja bát(a), þá er það vel þegið.

Veðurspáin á Belgingi og landshlutaspá Veðurstofunnar er ágæt og óbreytt hvað varðar vind, og smá væta og hitastigsmálin eru ekki vandamál fyrir vel útbúna ræðara og útivistarfólk. :)

Ég minni svo á upphafsplanið (allt er það í ferðadagskránni í flipunum efst á síðunni), sem er:

Menn fara úr Reykjavík nægilega snemma á föstudegi 9. ágúst (ekki fara seinna en kl. 12-13 frá höfuðborgarsvæðinu) og aka vestur í Búðardal og áfram í Reykhólasveit, framhjá Reykhólum út að Stað á Reykjanesi. Þangað er um 3 og hálfrar klst. akstur úr Reykjavík. Ekið er neðan við Stað og veg framhjá fjárhúsum þar niður að höfn sem heitir Klauf. Þar verður lagt af stað um og uppúr kl. 17.00. Þar er gott að geyma bílana líka og ábúendur vita af okkur. Fjara er um kl. 15-16, en gott að leggja af stað þarna. Við róum svo út framhjá Mávey yfir að Skálanesi og inn með því inn í Kollafjörð, þverum svo fjörðinn í norðvestur yfir að eyðibýlinu Bæ. Við lendum vestan við eyjuna Snoppu þar sem mun vera góð lending og við megum tjalda í gamla túninu vestan til og erum þá um 100 m neðan við gamla bæjarstæðið og sumarhús sem er þar. Þarna munu vera útihús þar sem við megum þurrka af okkur ef þarf, rennandi vatn í krana (heitt ef eigendur eru á staðnum) og salerni sem við megum nota. Þetta er alls um 9 km kvöldróður og við ættum að koma þarna nálægt flóði um kl. 20-21. :cheer:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2013 11:26 #11 by bjarni1804
Heill og sæll Reynir og aðrir.

Bjarni (s.: 894-6986) vill mæta, en vantar far fyrir bát, búk og poka . . . :unsure: . . . vill einhver . . . :( . . . hver sem er ???
Bíllinn minn er ekki til stórræðanna nú, en ég hef bátauglur til að setja á boga.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2013 07:49 - 07 ágú 2013 08:09 #12 by Sævar H.
Að höfðu samráði við Reyni Tómas,fararstjóra, er sett hér inn áætluð róðrarleið okkar í ferðinni til frekari upplýsingar
Áætluð ferðaleið


Stækkanlegt kort
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2013 23:29 - 12 ágú 2013 21:50 #13 by Reynir Tómas Geirsson
Sæl öll. róðrarfélagar !

Veðurútlitið fyir Breiðafjarðarferðina er gott, hægur vindur af suðri á föstudag þegar við róum í norður, milt á laugardag, og sól og norðangola á sunnudag, kannski smá skúrir inn á milli. :)
Alls hef ég eftirfarandi á skrá en ekki allir alveg staðfestir og hjá allnokkrum vantar mig símanúmer til að geta haft samband ef þarf, til að mynda nálægt brottför, ef einhver er ókominn, eins og hefur gerst, og jafnvel til að miðla fari í bíl eða fyrir bát, og staðfestingu þarf m.a. svo ég geti sagt landeigendum um það bil hve stór hópurinn verður. Ég set spurningamerki við þá sem hafa ekki staðfest. Og sendið mér símanúmer eða staðfestingu á s. 8245444 eða reynir.steinunn@simnet.is og heimasíminn er 5531238. Látið líka vita ef einhvern vantar á listann.

Reynir og Steinunn
Gunnar Ingi
Lárus og Kolla
Grímur Kjartansson
Guðmundur Breiðdal
Gísli Karls
Perla
Magnús S. Magnússon
Guðni Páll og Magnús Einarsson
Sveinn Axel og Hildur
Páll Reynis
Egill
Bjarni Kristinsson
Guðrún Jónsdóttir
Magnús Norðdahl
Jónas Guðmundsson
Sigurjón
Hilmar
Magnús Sigurjónsson
Þóra og Klara
Hilmar

Alls 26-27 sem er góður hópur.

Við þurfum allt með til að gera kvöldin og dagana góða í nesti og góðu ferðaskapi að vanda fyrri ferða, nokkra "brennikubba" þarf fyrir varðeld í lok "grills" og samveru á laugardag, o.s.frv..

Kveðja, Reynir TG

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2013 21:48 #14 by Jónas G.
Ég ætla að koma með.
Jónas G.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2013 09:24 #15 by Siggisig
Ég mæti

kv. Sigurjón S.

8921397
sigurjons@icelandair.is

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum