9.-11. ágúst 2013 - Breiðafjörður

15 júl 2013 18:25 #31 by Sævar H.
Þetta verður ábyggilega hin huggulegasta róðrarferð þarna með útnesjum og inn í firðina.
Við sem fórum baráttuferðina í Teigsskóg forðum og unnum nokkurn sigur fyrir náttúru þessa svæðis- kunnum vel að meta þessa einstöku náttúru sem þarna er- það gerir friðsæld eyðijarðanna sem þarna eru.
Nú langar mig að vita hvort það sé rétt skilið að það þurfi bara einu sinni að reisa tjaldbúðir og geymslustað fyrir búnað og vistir, sem ekki er þörf á við laugardagsróðurinn ?
Þetta vekur forvitni mína þar sem löngun mín til róðra þarna er sterklega upp vakinn :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 júl 2013 18:03 #32 by SAS
Við Hildur ætlum okkur að mæta

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 júl 2013 17:42 #33 by Guðni Páll
Takk kærlega fyrir það.

Kv Gp

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 júl 2013 17:36 #34 by Reynir Tómas Geirsson
Frábært að fá einhvern með góða róðrarreynslu frá sumrinu með í ferðina, Guðni Páll ! Gangi þér sem best á Austfjörðunum !

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 júl 2013 14:49 #35 by Guðni Páll
Ég ætla mér að mæta ef ég verð ferðaklár og verð með einn með mér.

KV Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 júl 2013 12:17 - 15 júl 2013 10:52 #36 by Reynir Tómas Geirsson
Sæl öll, það er gott að sjá áhuga á Breiðafjarðarferðinni svona snemma. Við verðum að sjálfsögðu enn að bíða veðurútlitsins, sem kemur viku fyrir ferðina, og svo er gott að menn tilkynni/staðfesti þátttöku helst um viku fyrir ferðina og hafi samband við mig sem fararstjóra á reynir.steinunn@simnet.is eða í s. 8245444 (sms má líka senda) eða heimasíma 5531238. Ég þarf að fá nafn og símanúmer þátttakenda. Ég vil vekja athygli á að þetta er 3ja daga ferð um svæði þar sem ekki eru allsstaðar vegir nálægt. Þetta verða 2 nætur í útilegu og á þessu svæði getur veður tiltölulega skyndilega breytst, eins og reynsla okkar í klúbbnum hefur sýnt. Því er mjög mikilvægt að allir þátttakendur hafi kynnt sér öryggisstefnu klúbbferða og erfiðleikastig þeirra, sem má finna hér á heimasíðunni undir "Klúbburinn" og Öryggismál". Menn bera sjálfir ábyrgð á að uppfylla það sem þar stendur, eftir því sem við á. Þá eru mikilvæg atriði undir liðnum "Fræðsluefni". Þetta er þrigga ára ferð sem þýðir lágmarkskröfur um hæfni: Að þátttakendur hafi æft félagabjörgun, séu byrjaðir að tileinka sér rétta róðrartækni, stuðningsáratök og geti róið 20 - 30 km á dag. Þá verða menn að hafa fullnægjandi útbúnað sem þeir kunna á og hafa notað áður. Gert er ráð fyrir róðrarreynslu nú í sumar fyrir ferðina.
Ferðaplanið er a.ö.l. óbreytt og við væntum þess að þetta verði fín ferð. Kveðja,
Reynir Tómas

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 júl 2013 09:51 #37 by ellen
Hljómar spennandi!!
Ég reikna með að mæta.. það er að segja ef ég verð komin með bát ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2013 14:34 #38 by msm
Kem með en vantar far fyrir bátinn, verð þó akandi og get tekið þrjá farþega, gsm: 695-20-98.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 júl 2013 22:10 #39 by SPerla
ég kem líka :) - sem fyrr vantar mig far fyrir einn rass og bát :)
síminn hjá mér er 864-8687

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 júl 2013 21:46 - 31 júl 2013 21:17 #40 by Larus
Ég mæti...........lg.........og Kolla mætir

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 júl 2013 13:30 #41 by gsk
Skrái mig hér með í ferðina.

Skemmtilegt svæði að fara um.

kv.,
GSK

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 júl 2013 12:50 #42 by Gummi
Ég mæti og kanski mín frú en það fer alveg eftir því hvort það sé möguleiki að heimsækja lýðin akandi í náttstað og einnig hvort einhvað ættarmót sem engin man eftir sé enn á döfini :)

Ég mæti í það minsta sama hvernig viðrar.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 júl 2013 11:19 #43 by Gunni
Breiðarfjarðarferðinn nálgast. Frétt kemur á síðuna mánundaginn 15. júlí. En auðvita má kynda upp í fólki fyrr.
Hverjir ætla með? Hvað vitum við um svæðið (sjá lýsingu á dagskrársíðu)? Fáum við gott veður eða þarf að pakka því líka í skjóðu (þurrpoka)?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum