Þingsályktunartillaga um ferðamennsku

25 feb 2014 22:43 - 26 feb 2014 18:12 #1 by Gíslihf
Hér er linkur á þingmálið: www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=143&mnr=216
Þar á að smella á þingskjal 278 og best að skoða það sem pdf.
Í greinagerð er vísað til leiðb. reglna Ferðamalastofu frá maí 2013, sem sum okkar hafa kynnt sér.
Samkvæmt reglunum eru ferðaþjónustuaðilar hvattir til að gera öryggisáætlun, útbúa skriflegt áhættumat fyrir hverja ferð, setja skriflegar verklagsreglur um framkvæmd þjónustunnar, útbúa viðbragðsáætlun í samræmi við áhættumat og halda atvikaskýrslu um öll óhöpp, slys og atvik sem hefðu getað leitt til óhapps eða slyss. Þá er lýst þeim kröfum sem gera skal til menntunar og þjálfunar leiðsögumanna í mismunandi ferðum og við mismunandi staðhætti. Í fylgiskjölum reglnanna eru lýsingar á þeim námskeiðum sem leiðsögumenn og fararstjórar skulu hafa lokið til að geta tekið að sér leiðsögn í hinum ýmsu tegundum ferða.
Þetta mundi ekki ná til ferða okkar í klúbbnum, aðeins til þeirra sem selja þjónustu til ferðamanna, ef ég skil málið rétt. Hins vegar ættu öryggisreglur okkar að geta verið góð fyrirmynd, ef við getum sýnt fram á að þær hafi reynst vel.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2014 18:08 - 25 feb 2014 23:07 #2 by Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum