Félagsróður 01.03.2014

04 mar 2014 23:19 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 01.03.2014
Mér er það minnisstætt að Sævar blés ekki úr nös á leiðinni upp og að Ólafía gerði sér ljóst þegar niður kom að bíllyklarnir höfðu orðið eftir á steini uppi á toppi og skokkaði hún umsvifalaust upp aftur og sótti lyklana.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 mar 2014 22:05 - 04 mar 2014 22:05 #2 by SPerla
Replied by SPerla on topic Félagsróður 01.03.2014
Ég verð með í slíka ferð.........hljómar sem algjör snilld!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 mar 2014 22:01 - 04 mar 2014 22:02 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Félagsróður 01.03.2014
Þetta er eftirminnanlegt. þá var maður ungur og hress- vantaði heilt ár í sjötugt- nú er maður bara hress.
En ég væri samt til í að endurtaka leikinn í sumar. Þetta var mjög skemmtilegt - einkum fataskiptin þarna við Vesturlandsveginn við bílaumferðina.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 mar 2014 21:03 #4 by Össur I
Replied by Össur I on topic Félagsróður 01.03.2014
Sammála félaga Guðna.
Já það herrans ár 2007 var ég ekki byrjaður að róa.
En nú á ég kayak, hjól og gönguskó svo mér er ekkert að vanbúnaði nema þá kannski formið og þrek

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 mar 2014 12:49 #5 by Guðni Páll
Þetta er eitthvað sem þarf að gera aftur fljótlega.

Kv Gp

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 mar 2014 10:14 - 04 mar 2014 10:16 #6 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 01.03.2014
Össur velti fyrir sér hvort þessi leið hafi verið róin áður.
Ég minnist ferðar á Esjuna sumarið 2007 sem lesa má um á Korkinum:
kayakklubburinn.is/index.php/component/k...raut-a-sunnudag#1010
Þar ritar Sævar m.a.:
"Þar var tekist á við hjólhestinn og hjólað frá Elliðaárbrú og inn í Geldinganes og í framhaldi af því var róið frá Geldinganesinu og lent neðan við bilastæðið þar sem Esjugöngufarar leggja reiðskjótum sínum meðan gengið er á fjall. Við vorum ein sjö sem lögðum í þrekvirkið. Þegar lent var við Mógilsána var skipt um nær allan fatnað...sjógallinn fór í lestina og fjallgöngugallinn á kroppinn og síðan var haldið á Esjuna."

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 mar 2014 00:03 #7 by Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 mar 2014 21:40 #8 by SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 mar 2014 15:54 - 01 mar 2014 15:54 #9 by Össur I
Replied by Össur I on topic Félagsróður 01.03.2014
Snilldar róður og mjög skemmtilegt að róa þessa leið. Ég hef ekki róið þessa leið áður og rek ekki minni til þess að hafa séð bloggað um að þessi leið hafið verið róin í félgsróðri eftir ða ég byrjaði að stunda þessa iðju. Hinsvegar segja mér eldri og reyndari menn að þessi leið hafið verið farin hér á árum áður eða áður en nýgræðlingurinn ég byrjaði að róa.

En allaveg flott róðrarleið og ekki síður skemmtileg.

MYNDIR

Takk fyrir mig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 mar 2014 15:17 #10 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Félagsróður 01.03.2014
Sæl hérna kemur skýrslan 01.03.2014

Allt gekk upp einsog áætlað var. Vor í lofti, hægur norðaustan andvari þegar 17 bátar lögðu upp austanmegin af eyðinu og stefndu á Þerneyjarsund. Ætlunin var að róa inn Kollafjörðinn eins langt og mögulegt væri, rúmlega 7 km.

þegar komið var inn í Kollafjörðin var smá gola á móti ásamt útfalli en ekkert sem skipti máli.

Smá umræða um lengd róðra kom upp í byrjun. Róður 16km langur sem myndi taka góða þrjá tíma er eðlilega ekki eitthvað sem allir eru til í eða geta. Lausnin var því sú að hluti hópsins myndi snúa við þegar komið væri í Kollafjörðinn. Átta manns ákváðu að taka styttri útgáfuna og snúa við þar.

Þeir 9 sem héldu áfram enduðu í sandfjöru syðst og innst í Kollafirðinum og tóku land þar skammt frá í þessu fína skjóli milli kletta með Esjuna í öllu sínu veldi gnæfandi yfir.

Síðan var róið til baka sömu leið og endaði þessi róður í 16 km.

Takk fyrir daginn
GUMMIB

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 feb 2014 10:29 #11 by Klara
Replied by Klara on topic Félagsróður 01.03.2014
Flott plan Gummi og mjög spennandi. Ef þetta eru 16 km, þá erum við varla að koma í landi fyrr en á milli 13 og 14? Gæti verið að ég þyrfti að taka 1/2 ferð...hvernig sem ég finn út úr því. Sjáumst í fyrramálið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 feb 2014 12:57 #12 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Félagsróður 01.03.2014
Þetta er spennandi. Mjög góð róðrarleið- ef norðanstrengur er til friðs.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 feb 2014 12:28 #13 by GUMMIB
Sæl

Samkvæmt plani verður undiritaður róðrarstjóri næstkomandi laugardag þann 01.03.2014.

Veðurspáin þann dag þegar þetta er skrifað er hæg norðaustanátt, hiti 1 til 3 gráður. Fjara 12:34 þannig að róðið verður í útfalli.

Er með þá hugmynd að róa inn í botn Kollafjarðar "Naustanes" og halda opnum möguleika á pásu í landi. Þetta er um 8km róður önnur leið þ.e 16 km í allt. Norðaustanáttin getur verið óútreiknanleg nálægt Esjunni, þannig að ekki er víst að þetta gangi eftir.

Ætla að áskilja mér rétt til að breyta þessu öllu á staðnum með tilliti til veðurs, hóps og stemmningar.

Hittumst allavega kl. 9:30 á laugardagsmorgun.

Kv.
GummiB

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum