Elliðaár- Búið í bili

25 apr 2014 11:18 #1 by Jói Kojak
Thid Steini skellid ykkur bara í ölduna í Hvítánni - Veidistad.

Gaman ad sjá eitthvert aktivitet í straumnum.

Seasonid er ad byrja hérna í Noregi og tími til kominn ad dusta rykid af GoPro vélinni.

Keypti mér gamlan Pyranha Master á 50 norskar krónur í vikunni. Heidgulur og fínn, 340cm langur og passar fyrir fólk frá 65 til 143 kg. Ansi breitt svid.

Nú er thad pop-out sem gildir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 apr 2014 17:17 #2 by Andri
Replied by Andri on topic Elliðaár- Mánudagur
Ég heyrði í starfsmönnum virkjunarinnar áðan og fréttirnar þaðan voru ekki góðar.
Það kom upp bilun í virkjuninni sem gerir það að verkum að hún verður ekki keyrð meira þetta vorið. Mér heyrist að bilunin sé það alvarleg að það sé óljóst hvenær virkjunin verður starfhæf aftur. Vonum að þeir geri við hana fyrir næsta vor.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 apr 2014 13:19 #3 by Steini
Replied by Steini on topic Elliðaár- Mánudagur
Spurning hvort eitt hvað hafi bilað í stöðinni því vatnmagnið fór upp kl 8 í morgun en datt svo aftur niður uppúr níu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 apr 2014 11:21 #4 by Andri
Replied by Andri on topic Elliðaár- Mánudagur
Vatnslaust :(

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 apr 2014 08:28 - 14 apr 2014 08:29 #5 by Andri
Replied by Andri on topic Elliðaár- Mánudagur
Nú er hlýrra.
Er einhver til í Elliðaár í hádeginu?

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2014 07:43 #6 by Andri
Sleppi æfingu í dag útaf kulda

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 apr 2014 18:11 - 10 apr 2014 18:29 #7 by Steini
Það sem ég var helst að einbeita mér að fyrir droppið var að bremsa mig af, til þess nota ég Sculling Draw vinstrameginn, því ef hraðinn er og mikill niður skolar manni bara í gegn.

Ángista svipurinn sem virðist vera á Andra, er þaul hugsað andartak áður en botninn snýr upp; þ.e. draga djúpt andann og loka augunum svo ekki fari vatn í þaug.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 apr 2014 17:05 - 10 apr 2014 17:13 #8 by Andri
Hahaha,
Þegar ég er búinn að "mastera" allt annað, þá fer ég að æfa svipinn :)

Flottar myndir!

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 apr 2014 16:18 - 10 apr 2014 16:20 #9 by Gíslihf
Frábærar myndir.
Ég var aftur í áhorfendastúku í dag. Mig langaði reyndar að prófa þetta í dag og fór í gær að hita upp við Geldinganes og náði mér í tennisolnboga!
En myndavélin og myndatakan eru frábær. Sjáið t.d. röðina:
  • 34 Steini stillir upp á brún fossins
  • 35 - hallar sér til hægri um leið og straumhraðinn vex
  • 36 - lentur á bakflæðinu tilbúinn í hastuðning eða annað
Steini leiðréttir mig ef þetta er ekki rétt lýsing.
Svo er það mynd 38 af Andra, kostuleg aksjón í svipnum.
Væri ekki hægt að fá andlitið stækkað :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 apr 2014 15:13 #10 by Steini
Frábær dagur, vatnshiti 6°(kjör aðstæður) lofthiti 5°(helst til kalt fyrir mína parta). Sind að hafa látið allt þetta vatn renna hjá ónotað í öll þessi ár, látum það ekki gerast aftur.

Guðni Páll tók slatta af flottum myndum sem finna má;
plus.google.com/photos/11503477917243676.../6000678504405018753

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 apr 2014 13:39 #11 by Andri
Replied by Andri on topic Elliðaár- Fimmtudagur 10.4.
Frábært eins og alltaf.
Fullt af áhorfendum og þrír kayakar í þetta skiptið.

Ég var að reyna að laga hástuðninginn m.v ráðleggingar Steina, en það skilaði sér aðallega í fleiri veltum :)
Þarf að æfa þetta betur, en öxlin er allvega heil.

Stefni á að skreppa aftur í hádeginu á morgun.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 apr 2014 11:09 #12 by Andri
Replied by Andri on topic Elliðaár- Fimmtudagur 10.4.
Sjáumst kl 12:05

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 apr 2014 15:25 #13 by Steini
Elliðaárnar aftur í hádeginu á morgun fimmtudag.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 apr 2014 13:50 #14 by Andri
Góðar ábendingar, takk fyrir það.
Þetta er snilldin við að hafa upptöku, maður getur horft á og bætt sig.

Annað sem ég tek eftir er að of há staða á árinni virðist geta valdið því að maður færist hratt til í holunni og kastast þá frekar útúr henni sbr 1:14, þá reyndar náði ég í frh að komast til baka í holuna með því að halla mér aftur og róa afturábak. Ég er ekki viss um að ég hefði komist til baka nema með því að halla mér aftur.

Hlakka til að mæta á morgun, ég kíkti við áðan og vatnsstaðan er mjög góð eins og hefur verið.
Það er ekki oft sem gefst tækifæri til að æfa við svona flottar aðstæður í miðri Reykjavík. Að hafa svo aðgang að þekkingarbrunni manna eins og Steina að auki er náttúrulega frábært. Hvet alla sem hafa tök á því til að nýta sér þetta og koma að prófa, verðið ekki svikin af því.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 apr 2014 12:46 - 09 apr 2014 14:15 #15 by Steini
Þetta er alveg rétt hjá þér Gísli, þetta er algjört lykilatrið ef maður vill ekki lenda í axlarmeiðslum. Þegar ég var að kenna mönnum hástuðning hér í denn benti ég mönnum á að hafa handarbakið ávallt í sjónmáli, fara aldrei með hnúan uppfyrir og aftur fyrir augnhæð, þá er olboginn ekki heldur langt frá mjöðm, ef óvæntur hnikkur kemur í þessari stöðu er hellings fjöðrun eftir áður en togna tekur á öxlinni.

Svo er það líka að hafa líkamsstöðu sem mest framan við miðju, um leið og maður hallar sér aftur minkar jafnvægi, sama á í raun við um velltuna; þegar menn koma upp eftir velltu á líkamsstaða helst að vera framm á við, þá er jafnvægi betra og eins eru menn tilbúnari í að takast á við það sem að höndum ber.

Skoðum þetta betur á morgun Andri, mjög þörf ábending frá Gísla.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum