Það er ekki slæmt að vera í félagi með þessum ungu mönnum. Ég á ekki erfitt með að detta út af á eftir, enda var ég búinn að vera steinsofandi í hálftíma þegar Andri hefur skrifað um ferðina.
Við Guðni Páll tókum vel eftir því að æfingar Andra í holunni í Elliðaánum hafa skilað sér. Ég hafði vit á að sneiða hjá aðstæðum sem hann sótti í - alveg eins og krakkarnir sem þurfa endinlega að þræða pollana
Svo þegar við vorum að tala um iður við bakkann (eddy), straumskjól bak við kletta úti í ánni og fleira var líka ljóst að sjómaðurinn Guðni Páll hefur lært mikið af því að leika sér undir brúnni við Reykjanes.
Ein einföld regla dugir mér vel við þessar aðstæður:
Að halla sér alltaf undan fyrirsjáanlegri hröðun .
Dæmi 1: Straumur kemur óvænt úr kafi og stefnir þvert á bátinn frá hægri, hallaðu þér til vinstri.
Dæmi 2: Þú ferð úr skjóli þvert út í straum, hallaðu þér undan straumstefnunni, niður ána.
Við eigum vonandi eftir að fara þessa leið oftar í sumar og þá með fleiri með. Það er fremur slæm nýting á miklum akstri að vera einn í bíl, 2-300 km til þess eins að fá sér 7 km salíbunu niður ána.
Kv. GHF