Það allra nýjasta "Sit on Top"

12 maí 2014 17:27 #1 by Hroki
Ég er búinn að finna flottan bensínmótor sem er 2,5 hp og viktar 17kg, sá mótor ætti að þrælvirka á þessa fleytur. Allavega fleytir þeim vel áfram, ég trúi nú ekki öðru.
Það verður spennandi að fara í tilraunastarfsemi með þennan mótor á rassgatinu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 maí 2014 15:53 #2 by Sævar H.
Bensínmótorar sem henta hvað afl snertir eru ekki á markaði < 1 hp.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 maí 2014 10:09 #3 by Hroki
Já ég verð að vera sammála Vigfúsi, þ.a.s. að menn verða að auka flotið í þessum bátum.
Svo er nú önnur pæling hjá mér, og það er hvernig þessir bátar væru með bensínmótor aftan á sér, í staðinn fyrir rafmagns- mótor? Hafa menn enhverja skvoðun á því?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 maí 2014 01:04 #4 by Vigfús
Svo ég segi ykkur frá tilraun dagsins þá hepnaðist hún betur en ég þorði að vona fórum með tvo savage báta annan beint úr búð og hinn með floti að framan og aftan og er skemmst frá því að segja að munurinn var sláandi þegar búið var að fylla þá af sjó annar sökk eins og vitað var og hafði engann burð, á meðan sá með flotinu flaut, var réttur og bar mig auðveldlega en það var þó erfitt að róa honum. Niðurstaðan er sem sé sú (bara mín skoðun) að það á skilyrðislaust að tryggja lúgur og setja flot í bátinn þá held ég að hann sé fær í margt ég er allavega mjög sáttur. Ágætt að komi fram að báturinn með flotinu er með 17 kg rafgeimi að aftan þannig að hann er þungur að aftan en bar þetta þó alveg. Set kannski myndir inn á morgunn af tilrauninni. P.s. flotið er einfalt bara tómar gosflöskur skorðaðar af.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 maí 2014 12:34 #5 by Vigfús
Eins og ég sagði áður þá er alls ekki ætlunin að lasta ákveðinn bát og eins og framm kemur er ég mjög ánægður með hann, enn það er betra að menn átti sig strax á þessum göllum og geri viðeigandi ráðstafanir sem eru mjög einfaldar að mínu mati. Þetta er sem sé savage mynd af honum hér neðar frá Sævari og hefur hann teiknað inn strappa á aftari lúguna ég vil bara ganga skrefi lengra og setja strappa að framan líka og setja flot í stefni og skut (það er allavega betra að byrgja bruninn áður enn barnið dettur). Er að fara á sjó núna og mun prófa að sekkja honum og sjá hvernig hann lætur núna með flotinu

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 maí 2014 08:59 #6 by Gíslihf
Mikið til að hugsa um eftir þessa frásögn frá Vigfúsi. Litlu munaði greinilega að báðir færu í sjóinn með tvo báta marandi í hálfu kafi. Nú væri gott að þú (Vigfús) gefir upp hvaða SOT er um að ræða með link á myndir því að ég man ekki eftir að það sé lúga að framan á Savage bátnum.
Það hefur einnig komið í ljós við prófun Guðna Páls að erfitt er að komast upp í þann bát, nema hugsanlega fyrir mun léttari mann eða með góðri tækni, sem þarf að æfa eins og veltuna!
Eins er ljóst að bátar sem hafa engin flotrými eins og þessir mundu sökkva ef þeir lenda á hvössu skeri og fá lítið gat á botninn, t.d. í öldudal eins og getur verið utan við Gróttu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 maí 2014 01:11 #7 by Vigfús
Góða kvôldið ég er nýr á þessu spjalli og ný byrjaður í þessu sporti. Mig langar að segja frá atviki sem ég og félagi minn lentum í fyrir stuttu sem varðar einmitt þessi mál sem virðast koma upp með þessa báta. Við félagarnir fórum í sjóferð veðrið var frekar leiðinlegt eða bara bræla fyrir þessa báta það var þó landátt og að fall, við erum ca 1,5 mílu frá landi þegar ég skyndilega sé stefnið á bátnum standa eitt upp úr sjónum og félaginu hékk þar utann á, hann þurfti sem sé að laga stírið aftan á bátnum og flækir sig í teigjuni þá var lúgan laus, báturinn lár á sjónum þá kom skafl yfir bátinn og hann fór niður á um 1-2 secondum. Vandamálið við að koma honum í land (félaganum) var að koma honum um borð hjá mér því þegar hann klifraði um borð hjá mér upp á stefnið setti hann bátinn minn á kaf með þeim afleiðingum að lúgan á framan sprakk upp hjá mér og þar tók hann sjó inn hjá mér svo hann komst ekki um borð hjá mér og varð að hanga aftan í bátnum hjá mér á leið í land. Ég er alls ekki að reina að rægja þessa báta er mjôg ánægður með minn bát mér finnst mjög auðvelt að komast upp í hann aftur stöðugur og skemmtilegur en ég myndi segja eins og framm hefur komið og ég er búinn að gera er að skálka lúgurnar að framan og aftan og setja flot í skut og stefni þá verði þetta nokkuð örugg fleita. Enn að lokum þá er þetta sport alveg frábært og aldrei verður of varlega farið. Ps ég komst að því að það er ekkert grín að draga mann á eftir kayak og kvað þá að sækja kæjakinn sem stóð upp á endann í land. Þetta var erviður dagur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2014 22:51 - 11 maí 2014 04:55 #8 by Sævar H.
Guðni Páll Viktorsson prófaði þennan marg umrædda SOT kayak nú í dag skammt utan við fjöruborðið í Geldinganesi.
'Útkoman var ekki góð hvað öryggisþátt bátsins snertir. Komist sjór
inní lest bátsins - þá marar hann í kafi og ber ekki mann. Einnig er vonlaust að lensa (ausa) bátinn við' þannig aðstæður. Hann hefur ekkert flot við þær aðstæður. Einnig var prófuð sjálfbjörgun með því að fara uppí hann á hlið. Það gekk mjög illa - báturinn kantraði ítrekað á hvolf- en Guðna tókst í þriðju atrennu að komast um borð.
Þetta er slæm niðurstaða.

Myndir frá þessum prófunum, þær eru teknar frá landi og því nokkur fjarlægð
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6011930062382385249

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2014 13:20 - 09 maí 2014 16:09 #9 by Sævar H.
Svo ég haldi mig við sama hásetukayakinn og lestarlúguna að aftan sem mér finnst ekki nægjanlega traustvekjandi festing á
Þá myndi ég - ef ég keypti mér svona góða græju sem þessi bátur er klárlega- breyta um festingar lúgunnar þannig
- Fjarlægja teygjurnar sem halda lúgunni með aðstoð tveggja smá króka
- Setja í þeirra stað 2 stk 2 sm breiða strappara og herða þá vel fyrir sjóferð.
Þá færi þessi lúga ekki úr sæti sínu þó bátnum kvölfdi og eða sjóbrot gengi yfir skutinn.

Þannig frágangur er mjög algengur á stórum lúgum svóna hásetubáta :
Hér hafa svona strapparar verið skissaðir inná mynd af bátnum
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2014 11:44 - 09 maí 2014 11:45 #10 by Gíslihf
Þetta er orðin mjög gagnleg umræða um SOT bátana og hefur komið skýrt fram hjá Sævar og Óskari Andra að skoða þarf nánar tvö atriði:
  1. Rek í vindi
  2. Floteiginleika þega lekur
Ég tek undir það hjá Sævari að gott væri að prófa og meta mörkin í vindstyrk. Til samanburðar mundum við setja efri mörk fyrir venjulega ræðara á sjókeip við 8-10 m/s þó að öflugir ræðarar í góðu formi ráði við 16-20 m/s stuttan spotta.
Kanó þekki ég nokkuð og ég mundi deila með 2 í tölurnar fyrir kayak, þ.e. 4-5 m/s er í góðu lagi.
Ég tel líklet að SOT sé svipaður í vindi, en ráði þó við aðeins meiri vind en kanó.

Svo er bara spurningin hver vill prófa t.d. næst þegar vindur blæs við Eiðið okkar?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2014 09:40 #11 by oskarandri

Þetta var fjölmennt námskeið sem sýnt var frá í sjónvarpi,fyrir hásætiskayak. Athygli vakti hversu auðvelt er að komast um borð aftur falli menn óvart í hafið. En það var stafalogn á sjó. Ég tel mikilvægt að menn og konur á svona hásætiskayak æfi róðra við vindskilyrði . Þá fæst þekking á getu fólks við að róa undir álagi . Hvað þola menn að róa á móti miklum vindi og í hvað langan tíma og ekki síst hversu langt þar til afl þrýtur. Einnig er gott vita hver rekhraðinn er undan vindi. Í okkar vindasama landi geta snarpir vindar komið skyndilega - þó farið sé á sjó í logni. Á þessum 80 sm breiðu og háu bátum er verulegt vindálag umfram hina venjulegu og lágu kayaka . Einstaklega gott er að prófa svona og æfa í Geldinganesi að austanverðu.


Ég var nú svo heppin að í minni fyrstu ferð (reyndar á Elliðavatni) breyttist veðrið skyndilega og fékk að kynnast mikklu roki og öldugangi. Um tíma var svo hvast að ég komst ekki lengur áfram og þurfti að leyta í land. Þessi fyrsta ferð var lærdómsríkt og ég er sammála því að fólk þarf að prófa "sjálfan sig" og bátinn við svona aðstæður líka!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2014 09:34 #12 by oskarandri
En ég get alveg deilt með ykkur þeim áhyggjum að lestarrýmið er opið frá skut og framm í stefni. Svona virðist hönnunin almennt vera. Með smá lestri á veraldarvefnum eru til sögur af því að fólk hafi lent í hremmingum og annaðhvort komist naumlega í land eða hreinlega sokkið bátnum. Þetta er ekki algengt en hættan er til staðar. Sumir hafa farið ýmsar leiðir til að koma í vegfyrir að bátarnir geti sokkið með því til dæmis að koma fyrir svamppulsum svona eins og sjást oft í sumdlaugum (á ensku "pool noodles"). Aðrir hafa notað sérstakana upplásna poka sem eru sérsniðnir til að passa í skut eða stefni kayaka. Enn aðrir hafa farið þá leið að koma fyrir litlum 12V lensidælum með 7-10 Ah lokuðum geymi. Út frá þessu velti ég því fyrir mér hvort það sé hægt fara ennþá einfaldari leið og koma fyrir slöngu sem myndi ná niður í botn bátsins með hraðtengi á dekkinu sem væri hægt að tengja við vatnspumpu (handknúinni lensidælu) líkt og ætti að vera staðalbúnaður í sem flestum kayökum.
Ég persónulega vill allavega gera ráð fyrir því að allt geti farið á versta veg og enn fremur vita hvað gerist ef báturinn fyllist af vatni, hvort og þá hvernig ég get bjargað mér. Ég bý hérna við Elliðavatn og það er ágætlega aðdjúpt þar sem ég fer út. Ég er hreinlega að velta því fyrir mér að prófa að binda bátinn við land og sjá hvað gerist ef ég opna lestarlokin og reyni að sökkva bátnum.

Kv.
Óskar Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2014 09:26 - 09 maí 2014 09:42 #13 by Sævar H.
Þetta var fjölmennt námskeið sem sýnt var frá í sjónvarpi,fyrir hásætiskayak. Athygli vakti hversu auðvelt er að komast um borð aftur falli menn óvart í hafið. En það var stafalogn á sjó. Ég tel mikilvægt að menn og konur á svona hásætiskayak æfi róðra við vindskilyrði . Þá fæst þekking á getu fólks við að róa undir álagi . Hvað þola menn að róa á móti miklum vindi og í hvað langan tíma og ekki síst hversu langt þar til afl þrýtur. Einnig er gott vita hver rekhraðinn er undan vindi. Í okkar vindasama landi geta snarpir vindar komið skyndilega - þó farið sé á sjó í logni. Á þessum 80 sm breiðu og háu bátum er verulegt vindálag umfram hina venjulegu og lágu kayaka . Einstaklega gott er að prófa svona og æfa í Geldinganesi að austanverðu.
Svona getur blásið skemmtilega til æfinga inni á Geldinganesinu austanverðu
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2014 08:19 #14 by oskarandri
Sæl verið þið

Óskar Andri heiti ég og er nýr hérna. Ég fékk nýlega SOT kayak frá GG sjósport. Seinasta þriðjudag var ég síðan á SOT námskeiði hjá Kayakklúbbinum sem GG Sjósport lét fylgja með bátnum. Ég lærði heilmikið af þessu stutta námskeiði. Mér finnst mjög flott hjá GG sjósport og þeir vera að sýna mikkla ábyrgð með því að láta svona grunnnámskeið í róðratækni og öryggismálum fylgja með bátunum. Vonandi taka fleiri þetta til fyrirmyndar. Það verður auðvitað enginn útlærður meistari á þriggja tíma námskeiði en engu að síður þá er svona verklegt námskeið mikilvægt til að fólk fái að kynnast sínum eigin takmörkum og takmörkum bátana.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2014 18:53 #15 by iceboy
Nu veit eg um 3 adila sem selja thessa kayaka, GG , Ellingsen og Veidihornid.
Eg a einn fra ellingsen og fæ einn fra GG eftir helgi.
GG bydur upp a SOT namskeid med sinum kayokum, og er thad innifalid i verdinu.
Thad finnst mer algjor snilld,
Kayakinn sem eg a fra ellingsen keypti eg notadann og thvi fylgdi ekkert med honum, eg for thvi a namskeid hja kayakklubbnum, semsagt namskeid fyrir venjulegan kayak.
Eg held ad thad se naudsynlegt ad fara a namskeid en eg veit ad thad eru ekki allir sem gera thad.
Eg sa a einni gruppu a FB ad menn foru ad nota thessa kayaka um leid og their fengu tha ur budinni, nidur ar og allavega. Og eru jafnvel bunir ad skemma bædi kayak og galla.

Thad er eitt sem er alveg pottthett og thad er ad folk er fifl. Sumir munu fara langt fram ur eigin getu, en thad a vid um allt ekki bara um SOT kayakana. Vonandi fer enginn ser ad voda.

Og vonandi fara fleiri seljendur ad fordæmi GG og bjoda upp a namskeid med hverjum seldum kayak, thad er besta forvornin. Og thad a vid um alla kayaka ekki bara SOT

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum