Ég gerði mér ferð í "Veiðihornið "- mikil og góð búð fyrir sportfiskifólkið.
En erindið var að skoða þennan Sit on top fiskikayak "Savage Gear"
Þetta er mjög flott græja. Það verður að segast eins og er.
Hann er 375 sm. á lengd og 80 sm. breiður . Gott sæti ,
Möguleiki á rafmótor og seglbúnaður væntanlegur en bátnum er fyrst og fremst róið með hefðbundinni kayakár.
Festingar eru fyrir þrjár stangir. Hægt er að fá stuðningsflot. Og stálbogi , lóðréttur ,uppaf miðju dekki til stuðnings ef fólk stendur upprétt í bátnum við veiðar. Einnig er hægt að fá lítið en passlegt akkeri með nægjanlega langri festi fyrir okkar grunnsævi.
Þetta er svokalla felliakkeri þ.e fjórir fellanlegir armar á einum legg. Ég hef hætt notkun á svona akkerum vegna festuvandamála í grjótbotni. Ég nota svokallað sveppaakkeri sem ekki er viðkvæmt fyrir grjótbotni. En það er önnur saga - þetta er viðurkennt akkeri.
Lítil fiskilúga er framan við sætið og önnur mjög stór aftan við sætið -sem ætluð er til losunar á afla þegar í land er komið. Hönnun er flott og virkar mjög sterkur bátur sem þolir grófa meðferð.
Þyngd án aukabúnaðar er 28 kg. Góð burðarhandföng eru framan og að aftan.
Semsagt listaskip fyrir fiskimann sem ekki vill leggja í mikinn kostnað við veiðibát nálægt strönd eða á vötnum.
En það er einn galli að mér finnst:
Fiskilestin er stór geymir sem nær frá skut og fram að stefni sem er lokað og þétt.
Á fiskilestinni eru tvö lestarop. Framan við fiskimanninn er lítil lúga með þéttu loki fest með teygjuböndum. Sú lúga er ætluð fyrir lestun á afla. Síðan er önnur mjög stór lúga aftan við sætið ,ætluð til losunar afla og síðan góðra aðstæðna við hreinsun á lestinni við lok ferðar..
Lokið yfir lestinni virkar stabílt og þétt en því er fest með krosslögðum teygjuböndum á tvo króka.
Komist sjór (vatn) í lestina og hún fyllist þá sekkur aftarihluti bátsins og vegna flotkraftsins í stefnisrýminu þá reisist báturinn upp á endann í sjónum og svona um hálfur stefnishlutinn rís lóðrétt úppúr sjó. Fiskimaðurinn getur haldið sér þar í og fest sig við bátinn en engin leið er að tæma bátinn og gera hann sjófæran á ný. Til þess þarf utanað komandi hjálp.
Þetta er mikill veikleiki á annars flottum bát. Ef stuðningsflot eru á þá upphefst þessi veikleiki að mestu .
Svona bátur er samt miklu auðveldari til sjálfsbjörgunar ef bát hvolfir og klifra þarf um borð á ný- en hefðbundinn ferðakayak með mannopi .
Ef ég keypti svona bát til fiskveiða - þá myndi ég gera endurbót á lúgufestingu að aftan og hugsanlega minnka lestarrými með uppblásnum poka undir lúgunni að aftan til að flot bátsins væri öruggt í láréttri stöðu ef sjór fyllti lest.
En róðrarhraði á sléttum sjó hjá meðalræðara - svona um 5 km/klst - það er nægjanlegt við fiskveiðar
Þetta er mín skoðun.
Veiðikayakinn