Ég er að manna mig upp í að mæta til Jónsmessu róðurs um þetta magnaða og sögulega svæði. En ég á ættir að rekja í þessa sveit - allt aftur á 11. öld og er af þeirri frægu ætt sem kennd er við Fremra-Háls í Kjós
Meðfylgjandi er smá fróðleiksmoli um Maríhöfn sem ég flutti fyrir þá fáu sem náðu landi í Þyrilsey í fyrra sumar og læt ég hana fylgja hér með til uppörfunar og einhvers fróðleiks
Maríuhöfn :
Hvalfjörður sunnanverður býr yfir merkri sögu í aldanna rás.
Eitt af því merkara er Maríuhöfn á Búðasandi sunnan til á Hálsnesi.
Maríuhöfn var stærsti kaupstaður landsins fram á 15. öld. og þar var fyrsta hafskipahöfn á Íslandi
Þarna voru mörg hús vegna verslunarinnar og dregur Búðasandur nafn sitt af því
Ástæður fyrir höfn þarna , voru að sjávardýpi þarna í Hvalfirði ásamt góðu skjóli og hentaði einkar vel fyrir skip miðaldanna sem höfðu djúpristu um 3 metra.
T.d ristu víkingaskipin 1,5 metra
Hansakuggarnir sem notaðir voru ristu um 3 m og mikil skip
Til samanburðar má geta þess að Santa Clara hans Kristófers Kólumbusar risti um 3 m
Það sem gerði þessa staðsetningu Maríuhafnar einnig mjög góða var að samgöngur austur um sveitir voru auðveldar bæði um Kjósarskarð og Leggjabrjót hér undir Botnssúlum.
Og Skálholtsstóll , mannflesta svæði landisins á þeim tíma átti mjög greiðan aðgang þar sem engin stórfljót hindruðu för .
Einnig kom það til að Þingvellir voru í nágrenninu þar sem miklar kaupstefnur voru haldnar árlega í tengslum við þinghaldið.
Í sögunni er oft getið um utanferðir biskupa frá Hvalfirði.
Tengsl Íslands við umheiminn voru um Maríuhöfn í Hvalfirði.
4-6 skip voru í fastri notkun frá vori fram á haust ,en dregin á land yfir vetrarmánuðina og þá innaf Hálslóninu á Búðasandi þar sem verslunarhúsin stóðu.
Miklar rústir er að finna þarna á Búðarsandi frá þessum tíma og hefur Magnús Þorkelsson ,fornleifafræðingur rannsakað svæðið vandlega.
En árið 1402 verður breyting á.
Með skipi sem kemur að utan ,vorið 1402, er farmaður að nafni Einar Herjólfsson ,meðal farþega.
Hann er veikur eða jafnvel dáinn þegar að landi kemur .
Þessi veikindi reyndust vera það sem síðar fékk heitið svarti dauði ,skæð og bráðdrepandi pest .
Strax við komu skipsins barst smit í fólkið á staðnum og sem dæmi um kraftinn í pestinni – þá þegar sr Óli Svarthöfðason reið frá Maríuhöfn ásamt 7 fylgdarsveinum, inn Hvalfjörðinn-komst hann aðeins inn í Botnsvog, þegar hann féll dauður af hestinum og í kjölfarið létust flestir fylgdarsveinarnir.
Fatnaður Einars Herjólfssonar ,var að honum látnum , þarna í Maríuhöfn , fluttar til hans heima.
Það hafði miklar afleiðingar -svarti dauði breiddist út með skelfingar hraða.
Svarti dauði og afleiðingar hans reyndust Maríuhöfn ofviða og hún lagðist af sem höfn.
Þerney og Hafnarfjörður tóku við sem verslunarhafnir.
Horft yfir lónið á Búðasandi og yfir á Búðasvæðið. Í baksýn er Reynivallaháls