Jónsmessuróður við sumarsólstöður - ld. 21. júní

17 jún 2014 14:44 #16 by Gíslihf
Þetta er auðvitað rétt hjá Sævari, við getum sagt að það sé innan við Hvalfjarðareyri, með þá í huga sem ekki þekkja svæðið.
Háflóð verður kl. 02 eftir miðnætti þannig að við erum þarna á fallinu inn Hvalfjörðinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2014 12:30 - 17 jún 2014 12:32 #17 by Sævar H.
Þetta er fínn róðarastaður sem valin hefur verið til Jónsmessuróðurs og mjög sögulegur að fornu.
Ekki kannast ég við að bryggja sé á Hvalfjarðareyri . En væntanlega er átt við bryggjustúf neðan við bæinn Eyrar-kot sem se nokkuð innan við Hvalfjarðareyri og er vegur þangað niður af þjóðveginum undan Eyrar-koti. Væntanlega skýrist það.
Við Hörður Kristinsson fórum þarna á dagsróður fyrir nokkrum árum og lentum í fínum aðstæðum

Tvær myndir frá því:
Í Búðahólma undan Eyrarfjalli
Í Mariuhöfn hinni fornu hafskipahöfn allt til 1402
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2014 11:47 - 17 jún 2014 11:50 #18 by Gíslihf
Það er að koma að Jónsmessuróðri og sumarið að verða hálfnað miðað við sólargang!
Í þetta sinn verður ekki farið í Hvammsvík, heldur styttra og róið um Laxárvoginn neðan við Laxá í Kjós og er mæting kl 21:00 við bryggjuna á Hvalfjarðareyri. Ég tek að mér róðrarstjórn í þessari ferð en nánari lýsing með korti mun verða sett á forsíðuna fljótlega. Það er Perla sem hefur unnið þessa ferðalýsingu og hef ég samráð við hana um allt skipulag.
Ferðin telst vera af léttustu sortinni, ein ár, enda allt lárétt og ekkert upp í móti og veðurspá góð þanng að við ættum ekki að lenda í neinu vindstrengjum.

Vona ég að margir komi til að róa í miðnæturbirtunni.
Gott væri að vita af ykkur hér á þessum þræði .

Gísli H. Friðgeirsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum