Helgarferð á Arnarstapa 15. til 17.júlí

20 júl 2016 10:39 #1 by Andri
Þessar myndir eru náttúrulega bara til að svekkja þá sem ekki komust með :)
Reyndar er skárra að sjá þær en að missa alveg af þessu.

Þetta hefur greinilega verið frábær ferð hjá ykkur og mikið ævintýri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 júl 2016 23:44 - 20 júl 2016 07:28 #2 by Guðni Páll
Takk fyrir mig.

Hérna eru mínar myndir. Vonandi verður enginn svekktur eftir að hafa skoðað þær :)

goo.gl/photos/HHJ4FR8ygD3YsvuP8



kv Guðni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 júl 2016 23:33 #3 by Helga
Takk fyrir helgina - frábær félagsskapur, flott skipulag og umsjón með hópnum, æðislegt veður, stórbrotin náttúra, rólyndisróður og klikkaðar öldur - algjörlega ógleymanlegt :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 júl 2016 22:28 #4 by SAS
Takk fyrir skemmtilega ferð. Myndir sem ég tók í ferðinni finni þið hér

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 júl 2016 22:09 #5 by Páll R
Þetta var mjög skemmtileg ferð, og fjölbreytt, og þakka ég ykkur öllum samveruna. Er nú að leggja af stað í aðra og hefðbundnari tjaldútilegu.

P.S. Ég verð að viðurkenna að bæði Jónas og Martina eru betri ljósmyndarar en ég, en kannski set ég eitthvað inn seinna þegar ég gef mér tíma til þess að plokka út þær skástu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 júl 2016 20:01 #6 by Kolla
Takk fyrir frábæra helgi :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 júl 2016 19:43 #7 by Eyjó
Þakka kærlega fyrir frábæra ferð. Vill gefa þeim sérstakar þakkir sem gáfu mér góða punkta í leiðsögn en ég lærði meira í þessari ferð en öll síðustu 3 ár í róðri og ég hlakka mikið til næstu ferðar.

Facebookið hjá mér er insulian lupus ef þið viljið adda mér þar.

Sjáumst í næstu ferð.

Kv.
Eyjólfur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 júl 2016 17:29 #8 by Jónas G.
Takk fyrir fína ferð, þetta var geggjað, er búinn að skella nokkrum myndum á netið þær eru hérna , sjáumst á sjónum.
Kv. Jónas

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 júl 2016 15:22 #9 by Klara
Takk fyrir skemmtilega ferð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 júl 2016 13:05 - 19 júl 2016 13:15 #10 by Hildur
Ferðin á Arnarstapa gekk vel, yndislegt veður og fallegt umhverfi.

Dagur 1:
Lagt var á stað samkvæmt áætlun frá höfninni á Arnarstapa klukkan tíu á laugardagsmorgun. Vantaði þó tvo ferðafélaga sem ætluðu að sameinast hópnum í hádegishléi á Hellnum, því reiknað var með að það tæki hópinn langan tíma að fara fyrir björgin á Arnarstapa, þar sem margt er að skoða, eins og alkunna er. En hópurinn fór þetta greitt þar sem það var tveggja metra alda og því margir ekki tilbúnir í einhverja leikfimi við klettavegg í slíkri öldu. Tekið var langt kaffistopp á Hellnum, þar sem Helga sameinaðist hópnum. Flestir héldu áfram í átt að Dagverðará. Fljótlega var ljóst að ekki var landtaka möguleg þar sem frekar bætti í sjólagið og brimið barði ströndina. Því var tekið á það ráð að snúa við og stefnt aftur inn í Hellna höfnina, þar sem Klara bættist í hópinn. Eitthvað var nú sjólag orðið betra og það voru kátir ræðarar sem enduðu í höfninni á Arnarstapa eftir að getað stundað rock-hopping og hellaskoðun, hver eftir sínum smekk og getu.

Dagur 2.
Byrjuðum daginn á því að flytja báta og ræðara að Búðum, því ákveðið var að byrja róðurinn á þeim enda. Sjólag var alveg ágætt þegar farið var á stað klukkan ellefu, en aldan þó þyngdist þegar á leið róðurinn, þó ekki væru hún eins mikil á deginum áður. Eins og getið var í lýsingu ferðarinnar var ljóst að leggirnir gætu orðið langir og landtaka oft erfið, en eftir 15 km. róður var auðveld landtaka ekki enn í sjónmáli. Ákveðið var að surfa inn á Hraunlandarif með öldunni og það var nú ágætisreið. Flestir, nema þeir allra vönustu fóru þetta kútveltandi með sterki öldunni upp í fjöruna. Allir heilir og glaðir eftir þessa reynslu. Fengum okkur nesti krydduðu með sandi og síðan hófst aðgerð þar sem freistað var að reyna láta liðið róa í gegnum brimskaflana, sem virtust bara verða stærri og stærri í aðfallinu. Hér getur nú hver sagt sína sögu. Fyrst fóru tveir reyndir út til að taka á móti fólkinu og tveir stóðu upp í mitti í briminu við að reyna að hjálpa ræðurum að fara á réttum tíma á stað. Það virtist nú bölvanlega erfitt, ekki nein regla á þessum blessuðu brimsköflum. Margir fóru þetta nú samt ansi fagmannlega í fyrstu atrennu, aðrir þurftu tvær, en líklegast á undirrituð metið, fór í fjórðu tilraun. Hópurinn virtist nú bara ánægður með þessa reynslu. Sveini Axeli tókst að brjóta bátinn sinn, þar sem hann stóð tvisvar lóðréttur beint upp í loftið, nefið á bátnum líklegast stungist í botninn og síðan reið aldan á hann fyrir ofan mannopið og braut þannig bátinn.
Þessi ferð lifir líklegast lengi í minningu þeirra sem tóku þátt, bauð upp á öldur, rock-hopping og surf, er nokkuð hægt að biðja um það betra?
Í ferðinni voru: Hildur, Sveinn Axel, Eymundur, Erna, Egill, Marta, Lárus, Kolbrún, Helga, Martina, Páll, Guðni Páll, Jónas, Klara, Þóra(sem var bílstjóri þessa helgi, takk fyrir það) og Eyjó (Eyjólfur) frá Stykkishólmi. Einnig nutum við samvista við félaga Örlyg, sem var staddur á Arnarstapa í öðrum erindagjörðum en að róa.

Þakka ég öllum þátttakendum samfylgdina í þessari eftirminnilegu ferð.

Takk fyrir mig og bestu kveðjur
Hildur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 júl 2016 23:35 #11 by Martina
Takk fyrir frábæra helgi!! What a great end of my saltwater season :ohmy: and another proof of endless kayakklubburinn hospitality! Thank you so much for letting me and some friends paddle with you guys during the last months, it's been a really great time!

Last but not least the link for my photos:
www.dropbox.com/sh/w51u9ygpdfzwxoc/AABZi...oMKgsp9iB7pkboa?dl=0

Hope to see you soon again somewhere on the water!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 júl 2016 15:13 #12 by SAS
Erum komin á svæðið og búin að merkja okkur tjaldsvæði. Hér er logn, sólarglenna og 16 stiga hiti. Ekki gleyma sólarvörninni.

Kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 júl 2016 20:18 #13 by Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 júl 2016 18:06 - 14 júl 2016 18:08 #14 by Hildur
Jæja félagar góðir

Ekki er annað að sjá en að það eigi eftir að viðra vel til róðra á sunnanverðu Snæfellsnesinu um helgina B) . Nú í þessum töluðu orðum, eru fimmtán ræðarar skráðir til leiks. Hlakka til að sjá ykkur á Arnarstapa annaðkvöld. Síminn hjá mér er 8991536 og Sveini Axeli róðrarstjóra 6607002.

Sjáumst á morgun.
Hildur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 júl 2016 21:44 #15 by Kolla
Við Lárus verðum með.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum