Helgarferð á Arnarstapa 15. til 17.júlí

28 jún 2016 23:51 #46 by haukur
Þetta hljómar áhugavert Hildur, ég vill gjarnan koma með. Ef einhver hefur pláss til að ferja kayakinn minn og jafnvel mig sjálfan þá væri ég þakklátur :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jún 2016 22:33 - 11 júl 2016 10:07 #47 by Hildur
Þá líður að næsta viðburði ferðanefndar. Flautað er til útilegu helgina 8. til 10.júlí. Haldið verður til á tjaldstæði Snæfells á Arnarstapa, þar sem kostar kr.2.000 nóttin á tjald. Mælt er með því að mæta á föstudegi, þó skipulögð róðrardagskrá byrji ekki fyrr en á laugardegi. Stefnt er að sjósetningu á laugardagsmorgninum kl.10:00 frá höfninni á Arnarstapa og róið fyrir björgin við Arnarstapa, framhjá Hellnum og í átt að Dagverðará og síðan sömu leið til baka. Þetta er falleg róðrarleið, sem upplagt er að róa fram og til baka og nálgast kletta og dranga frá fleiri en einni hlið. Á sunnudeginum er stefnt að því að róa frá höfninni yfir Breiðuvíkina fyrir Búðahraunið og inn í Búðarvík, þar sem við verðum búin að koma bílum fyrir. Gert er ráð fyrir að dagsróðurinn bæði laugardag og sunnudag sé u.þ.b. 20 km.
Í þessari ferð er upplagt að skella saman fjölskyldu og róðrarferð. Hér geta fjölskyldumeðlimir sem eru minna fyrir kayaksportið, notið staðarins og jafnvel á laugardeginum gengið léttu og fallegu gönguleiðina í gegnum hraunið frá Arnarstapa og að Hellnum þar sem hægt verður að hitta á ræðarana, sem taka þar land.
Þessi ferð eru tvær til þrjár árar og ber að athuga að það getur verið langt á milli staða þar sem landtaka er auðveld. Vinsamlegast skráið þátttöku hér á þessum þræði og ef þið viljið bjóða far eða auglýsa eftir fari, er þetta upplagður vettvangur til þess. Gott væri ef búið væri að skrá fyrir fimmtudaginn 7.júlí.
Bestu kveðjur Hildur fararstjóri ferðarinnar, sími 8991536.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum