Hér meðfylgjandi er kort af því svæði sem við róum um. Leiðir sem Reynir Tómas ,fararstjóri í ferðinni áætlar að farnar verði eru merktar með rauðu. Bláa strikalínur er síðan hugsanlegar leiðir.
Ferðakortið
picasaweb.google.com/1092184226548600605...#5499822511064986066
Smellið á bláa strimilinn
Sjókort af Röstinni
picasaweb.google.com/1092184226548600605...#5499831363090184066
Flóð og fjara
Við strendur hafsins hækkar og lækkar í sjónum með ákveðnu millibili. Þetta eru nefnd sjávarföll eða flóð og fjara. Ástæða þessa eru flóðkraftar sem orsakast af aðdráttarkrafti tungls og sólar. 12 klukkustundir og 25 mínútur að meðaltali eru milli tveggja flóða, þar er þannig tvisvar flóð og tvisvar fjara á 24 klukkutímum og 50 mínútum. Þegar tungl, jörð og sól liggja á sömu línu verður flóð hæst og nefnist það stórstreymi. Hér verður einnig stórstraumsfjara en þá fjarar mest út, en þegar tungl, jörð og sól mynda rétt horn verða minnstu flóðin og er það nefnt smástreymi. Hér verður einnig smástraumsfjara en þá fjarar minnst út.
Flóð færist því um 50 mín að meðaltali/sólarhring. Og sama á við fjöru.
Flóðatafla frá Easy Tide fyrir Stykkishólm
Leiðrétt þann 2.ágúst 2010
picasaweb.google.com/1092184226548600605...#5500743941973868338
Fyrir miðja næstu viku verður komin tafla allt til 9.ágúst 2010
En miðað við tilfærslu +50 mín/24 klst. þá er auðvelt að áætla flóð og fjöru þarna á okkar tíma.
Eins og sést á töflunni er að þróast yfir í stórstreymt. Hæðarmunur milli háflóðs og háfjöru 6.ágúst 2010 eru 2,1 meter. en 8.ágúst verður hæðarmunur 3,4 metrar. Það verða því auknir straumar.
Sjávarföll 6.-8. ágúst 2010 undan Fellsströnd vestan Rastarinnar:
Kvennhólsvogur 6.ágút 2010 :
Flóð um kl 16.10 og útfall byrjar. Fjara kl. 22.35 Þá hefur verið bætt við um +15 mín miðað við Stykkishólmstímann.
Purkey 7.ágúst 2010 :
Fjara kl. 10.50 og byrjar að falla að. Flóð kl 17.05 og byrjar að falla út.
Purkey 8.ágúst 2010 :
Flóð kl ca 05.35 og byrjar að falla út. Fjara kl. 11.45 og byrjar að falla að
Flóð kl 17.55
Það er því ljóst að við getum róið að bryggju við Kvennhólsvoginn undan Hnúk þegar okkur hentar alveg frá svona 15.00 og fram til kl.20.00
Við höfum því meðbyr frá Purkey inn Kvennhólsvoginn .
Lagt upp frá Hnúki við Kvennhólsvog