Keppni í sjókayakfærni 01.sept

03 sep 2012 10:44 #1 by SPerla
Mynd af þeim köppum sem þátt tóku í miðopnu Moggans í dag.
Stór og flott mynd. Alltaf gaman að sja að kayakinn vekji athygli. :silly:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2012 23:51 #2 by palli
Já, þetta var snilld.

Egill, Össur og Klara - takk fyrir fantafínan viðburð ... Þessi keppni er örugglega komin til að vera. Nú veit maður í hverju maður þarf að æfa sig í vetur.

Tímarnir eru hér:

Úrvalsflokkur
1. Guðni Páll Viktorsson 10:31 (11:09 í fyrri umferð)
2. Lárus Guðmundsson 11:07 (11:58 í fyrri umferð)
3. Egill Þorsteinsson 11:23
4. Sveinn Axel Sveinsson 12:45 (12:56 í seinni umferð)
5. Össur Imsland 13:15
6. Sigurjón Sigurjónsson 13:35
7. Gunnar Ingi Gunnarsson 13:52
8. Örlygur Steinn Sigurjónsson 14:34
9. Gísli Karlsson 17:17

Almennur flokkur
1. Eyþór Gunnarsson 11:58
2. Sigurjón Manússon 12:04

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2012 21:40 #3 by Össur I
Hvernig er það á ekkert að birta tímana :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2012 19:12 #5 by Gunni
Drulluskemmtilegt og skítugt :)

Hér eru facebook myndir

Og hér koma picasa myndir. (Þær eru að mjattlast inn (104 stk - mest af mér að sjálfsögðu ;) )

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2012 17:50 #6 by SPerla
Finnst það djöfullegt að hafa misst af þessu :angry:

Engar myndir??

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2012 17:27 #7 by gsk
Tek undir með þeim systrum hér að ofan.

Frábær dagur.

Takk fyrir mig.

Gísli K.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2012 17:13 #8 by siggi98
Flott framtak, þatta var mjög gaman

Kv
Sigurjon M

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2012 16:52 #9 by Larus
jamm drulluskemmtilegt - takk fyrir mig
lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2012 16:24 #10 by Guðni Páll
Þakka fyrir mig þetta var bara mjög skemmtilegt og gaman að breyta aðeins til í þessum keppnum. Þakka Össa , Klöru , Agli og öllum hinum fyrir undirbúning.

Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2012 15:54 #11 by SAS
Það var mjög gaman að taka þátt í þessum degi, þetta er keppni sem er vonandi komin til að vera. Takk fyrir undirbúninginn Örsi,Egill og Klara

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2012 15:36 #12 by Orsi
Það er ástæða til að óska Agli, og þeim sem hönnuðu þennan viðburð, innilega til hamingju með framtakið. Þetta var frábærlega heppnað og virkilega gaman að þessu. Nokkuð ljóst að þetta á eftir að verða vísir að árlegum gæðaviðburði klúbbsins. Húrra öll sömul. Góð mæting á áhorfendabakkann líka, gleymum ekki því.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2012 15:30 - 01 sep 2012 15:31 #13 by Össur I
Smá frétt á mbl.
hér

Takk fyrir daginn
Kv Össi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2012 12:29 #14 by palli
Þetta hlakka ég til að sjá !

Melda mig hér með í tímatöku eða aðra aðstoð

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2012 12:21 #15 by Egill Þ
Áætluð dagskrá fyrir keppnina er meðfylgjandi.

Mæting og skráning þátttakenda 10:30
Keppni í úrvalsflokki, fyrri umferð 11:00 – 12:15
Keppni í almennum flokki, fyrri umferð 12:15 – 12:45
Keppni í úrvalsflokki, seinni umferð 12:45 – 13:45
Keppni í almennum flokki, fyrri umferð 13:45 – 14:15
Úrslitakeppni efstu manna 14:15 – 14:45
Mótslok 15

Boðið er upp á léttar veitingar um hádegisbil.

Reglur:Tveir keppendur verða ræstir samtímis í brautinni og hver þáttakandi fær að fara tvær umferðir. Ef þátttaka verður góð munu fjórir efstu menn í hvorum flokki sem hafa besta tímann (betri tíminn af tveimur umferðum) keppa til úrslita. Það þarf að framkvæma allar þrautir en boðið er upp á valþraut í nokkrum reitum. Brautarverðir/dómarar verða á kayak í brautinni til að leiðbeina þátttakendum. Enginn refsitími verður gefinn, keppendur falla út úr umferðinni ef þraut er ekki uppfyllt.

Þrautir í úrvalsflokki, valkostur gefinn innan sviga
1 Út og inn úr hólfi flotbryggju
2 Vinstri velta (Snúa bát í einn hring eða tvær hægri veltur)
3 Reitur er róinn þrívegis. (i) Svig áfram, (ii) Svig afturábak, (iii) Róið áfram með árataki á hægri hlið. (í (iii) er val að róa venjulega + snúa bát í tvo hringi)
4 Reitur er róinn tvívegis: (i) Hliðarróður á vinstri hlið, (ii) Hliðarróður á hægri hlið
5 Synda með bát + sjálfbjörgun, mælt með kúrekainnstungu
6 Hægri velta (Snúa bát í einn hring eða tvær vinstri veltur)
7 Róa sitjandi á skut (Snúa bát í tvo hringi)
8 Róið með höndum
9 Fara úr mannopi og upp á skut, snúa búk í heilan hring (Sama færsla en með rass í mannopi + snúa bát í tvo hringi)
10 Snúa bát tvisvar í einn hring: (i) Einungis framáratak, (ii) Einungis bakáratak
11 Bátur undir band en búkur yfir band
12 Fara á hvolf og úr bát + innstunga frá bátshlið, Re-entry (Tvær sjálfbjarganir að eigin vali)
13 Róið að endamarki

Þrautir í almennum flokki, valkostur gefinn innan sviga
1 Út og inn úr hólfi flotbryggju
2 Velta, valfrjáls (Snúa bát í einn hring)
3 Svig áfram
4 Hliðarróður á vinstri hlið
5 Hliðarróður á hægri hlið
6 Snúa bát í einn hring
7 Róa sitjandi á skut (Snúa bát í einn hring)
8 Róið með höndum
9 Snúa búk í heilan hring, sitja í mannopi (Snúa bát í þrjá hringi)
10 Engin þraut
11 Bátur undir band en búkur yfir band
12 Sjálfbjörgun, valfrjáls
13 Róið að endamarki

Óskað er eftir aðstoð félagsmanna við tímatöku.

kv. Egill

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum