Hringróður 2019

29 ágú 2019 11:55 #1 by bjarni1804
Replied by bjarni1804 on topic Hringróður 2019
Heilt og sælt veri fólkið.
Sem ég var að dúlla mér á Ströndum, langaði mig að sjá,þegar Veiga lyki stóra rúntunum á laugardaginn var.   Hér fylgja nokkrara myndir af síðasta spottanum,inn Skutulsfjörðinn og svo móttökurnar fyrir framan aðstöðu kayakklúbbsins á Ísafirði.

Attachment not found

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 ágú 2019 12:57 #2 by Unnur Eir
Replied by Unnur Eir on topic Hringróður 2019
Á sama tíma og ég óska Veigu innilega til hamingju með þetta mikla afrek þá þakka ég þér Sævar fyrir einstaklega skemmtilega ferðalýsingu hér á síðunni. Ég og fleiri nutum heldur betur góðs af!
 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2019 11:05 - 23 sep 2019 16:12 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Ísafjörður


Lokaáfanginn á hringróðri Veigu Grétarsdóttur



Hringnum verður lokað á Ísafirði kl um 16.00 í dag 24. ágúst 2019
Nú er Veiga að róa yfir Djúpið frá Sléttu á Hornströndum í heimahöfn áÍsafirði
og þar með að ljúka þessu mikla afreki sínu að róa á kayak umhverfis Ísland- og
á móti ríkjandi straumum.  Sú leið hefur ekki verið róin áður í þessum tilgangi- „að róa hringinn“

Veiga brýtur því blað í sögu hringróðra um Ísland

Ekki er ég með nákvæmar tölur en Veiga hefur lagt að baki rúmlega 2100 km leið _sem
einnig er nýtt.  Veiga hefur því einnig
brotið blað með að fara þetta á skemmri vegalengd en almennt er.
Það helgast fyrst og fremst af því að hún hefur þverað yfir flóa og firði milli
ystu nesja og stytt þannig leið sína verulega: Hæst bar svona þverum yfir Húnaflóann-51
km. leið lengst af á regin hafi úti.
Veiga hefur sýnt fádæma kjark, æðruleysi og mikinn dugnað á þessu magnaða
ferðalagi.
Ég fór fljótlega að fylgjast náðið með þessu ferðalagi og verið í sambandi við
Veigu svona af og til og fært hér inn ferðapúnkta um þetta einstæða verk að róa
hringinn umhverfis Ísland, á móti straumum.
Veiga er sú þriðja í röð Íslendinga að ljúka svona afreki-og fyrsta konan.

Þrír hringfarar á kayak umhverfis Ísland



Veiga t.v  Gísli H. í miðið og Guðni Páll t.h

Fyrstur var Gísli H. Friðgeirsson árið 2009 og annar var Guðni Páll Viktorsson
árið 2019 og nú Veiga árið  2019

Nú er þetta síðasta færsla hér á síðu Kayakklúbbsins -tengt þessu afreki Veigu
Grétarsdóttur
Þetta hefur verið skemmtilegt verkefni fyrir mig sjálfan

Og að lokum : Hjartanlegar hamingjuóskir með þitt mikla afrek : Veiga Grétarsdóttir
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 ágú 2019 17:31 - 23 ágú 2019 18:21 #4 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Ritur-Grænahlíð -Slétta



Nú hefur Veiga tekið ákvörðun um að róa framhjá Aðalvík og er nú kominn fyrir Ritinn og rær austur með Grænuhlíðinni

Veður er afbragðsgott- logn og sjólítið 

Markmiðið er sennilega Slétta í mynni Jökulfjarða.  Þar kemst hún væntanlega í gott hús til að gista í nótt
 
Slétta í Jökulfjörðum



En við fylgjumst með á GPS tækinu hennar
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 ágú 2019 13:28 - 23 ágú 2019 16:02 #5 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Aðalvík- Ritur




Um kl 7:30 í morgun lagði Veiga upp frá Hornvík þar sem hún gisti í nótt.
Og leiðin leggur nú vestur og suður með Hornströndum
Hælavíkurbjarg-Víkur Kögur, Straumnes, Ritur allt kunnung kennileiti þeirra sem 
með Hornströndum sigla eða róa. Meiriháttar landsýn hjá Veigu á róðrinum.
Nú er stefnan á Aðalvík og gista þar síðustu nóttina á þessum 2200 km langa róðri sem spannað hefur 
rúma 3 mánuði -en veður hefur einkum tafið för -oft langtímum saman:
En núna rær Veiga NNA lens og hægviðri til loftsins og um 1 meters ölduhæð sem rekur lestina.
Veiga er fyrir miðri Fljótavík þegar þetta er sett inn og stefnir fyrir Straumnesröstina.
Straumnesröstin er síðasta röstin sem Veiga glímir við á hringróðrinum- allar hinar hefur hún sigrað
Að fara sem næst landinu er þekkt aðferð um rastir-Veiga kann það orðið.
Nú er það spurningin: gistir hún að Látrum,Sæbóli eða Skáladal yst umdir Rit norðanverðum  ??

Það er núna spennandi að fylgjast með á GPS hennar:

Og svo er það að þvera Djúpið á morgun til Ísafjarðar- veður verður mjög gott 

Nú fer að styttast í þessu spjalli á ferðalagi Veigu -hringinn um Ísland á móti straumnum )
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 ágú 2019 16:50 - 22 ágú 2019 21:07 #6 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Hornvík á Hornströndum



Kl rúmlega 16 lenti Veiga í Hornvík skammt innan við Tröllakamb framan við Hafnarsand
Hún hafði greinilega hugað að lendingu undan bænum á Horni en hvarf frá-sennilega vegna hvassviðris þar.
Og því róið yfir og innar í Hornvíkina þar sem tjaldstæðið er:
Þar er ábyggilega lygnara . 
Í Hornvík er gott að vera.
Möguleiki á þau komist í neyðarskýlið til gistingar- á Höfn

Miðnætursólarlag í Hornvík     


       Og ef heppnin er með og sést til sólar þá er óviðjafnanlegt í Hornvík.

Þá er það morgundagurinn sem verður hægari til lofts og sjávar og leiði suður með Hornströndum bærilegt.

Annaðhvort Fljótavík eða utarlega í Aðalvík sunnanverðri- þá er greið leiðin yfir Djúpið og heim á Ísafjörð

Spennan fer vaxandi :-)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 ágú 2019 10:24 - 22 ágú 2019 13:27 #7 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Hornvík á Hornströndum



Veiga lagði upp frá Reykjafirði á Hornströndum um kl 8 í morgun og stefnir á að lenda í Hornvík í dag
Veður er erfitt 6-10 m/sek af austri  um 1,3 metra ölduhæð af NA  en verður hvassara fyrir Horn
Þegar þetta er sett inn er Veiga að róa fyrir Barðsvík og miðar vel- á bilinu 5-8 km /klst

Væntanlega lendir hún neðan við bæinn Horn - kannski komast þau þar inn,  hún og Örlygiur róðrarfélagi Veigu ,
þessa leið fyrir Hornstrandir-en það gæti verið mjög hvasst þarna undir Kálfstindum.

Síðan verður skaplegt til lofts og sjávar á morgun og þá fara þau allavega í Fljótavík eða Aðalvík.

Þetta eru spennandi tímar í hringróðri Veigu- sigur er innan seilingar :-)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2019 10:36 - 21 ágú 2019 22:09 #8 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Bolungavík á Hornströndum

 

Kl. rétt fyrir 8:00 lagði Veiga upp frá Krossnesi á Norðurfirði og stefnirá að ná til 
Bolungavíkur á Hornströndum í dag.
Róðrarleiðin er um 46 km og öll skammt undan landi -að mestu
Þetta er einkar falleg leið og ber sennilega hæst róður fyrir Drangaskörð
þá stórkostlegu nárrúrusmíð

Drangaskörð



Veður er hægviðri og hæg undiralda en gæti verið 1,2 m. en langdregin.
Það er lens-vegna öldunnar -sennilega- það sem náttúruöflin veita til róðursins.

Og nú fylgjumst við með á GPS vefnum hennar Veigu

Reykjafjörður á Hornströndum


Kl 22  Veiga lét staðar numið í kvöld í Reykjafirði á Hornströndum  Hvað sem hefur valdið því að hún hætti við Bolungavík sem er aðeins
norðvestar. Sennilega hefur það verið sú góða aðstaða sem er í Reykjafirði- gott hús og góð sundlaug
Það er orðið kalt að liggja í tjaldi- um frostmark yfir nóttina.
En nú er veður fyrir Horn og suðurmeð Víkum að ganga í hvassa austan átt en allt í lagi að Horni á morgun-en...
Kl 22:10
Var að fá þær fréttir frá Guðna Páli um sms að Veiga stefni á að komast í Hornvík á morgun
Þau eru tvo saman Veiga og Örlygur svo það er traustara- ef sjór er mikill fyrir Horn 
Róðurinn í dag var erfiður vegna öldu og óhagstæðs vinds .

Fylgjumst með á morgun :-)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 ágú 2019 19:33 - 21 ágú 2019 22:26 #9 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Veiga Grétarsdóttir lendir í Reykjavík á leið sinni um landið



Hún Veiga Grétarsdóttir kajakróðrar hringfari umhverfis Ísland er nú að nálgast loka áfangann -Ísafjarðarhöfn -aðeins um 150 km eftir af 2200 km leið.
Veiga lagði upp frá Ísafirði um miðjan maí og rær rangsælis umhverfis landið á móti ríkjandi straumum. Það hefur ekki verið afrekað fyrr.
Veiga hefur lent í misjöfnu sem tafið hefur för mest vegna óveðurs alls um 1 mánuð af tímanum
Nú síðast fyrir Norðurlandi um hálfan mánuð vegna langvarandi hvassrar norðanáttar með hafróti.
En nú rétt í þessu var Veiga að lenda við Munaðarnes á Norðurfirði á Ströndum eftir að hafa unnið það afrek að þvera Húnaflóa frá Kálfshamarsvík á Skaga og yfir á Strandir all 51 km án möguleika á landtöku fyrr en í róðrarlok- lengst af úti á regin hafi 
Veiga hefur sýnt fádæma kjark,æðruleysi og dugnað við verkefnið 
Nú eru líkur að Veiga ljúki þessu afreki á Ísafirði um helgina.

Staða róðurs hja Veigu umhverfis Ísland



Íslandskort sem sýnir róðrarleið Veigu og alla áfangastaðina á leiðinni.
Síðasti áfanginn er í Munaðarnesi á Ströndum- í dag

Afrekið mikla -þverun Húnaflóa



Kortið sýnir róðrarleið Veigu í dag.
Hún leggur upp frá Kálfshamarsvík á Skaga kl 7:30 í morgun og þverar Húnaflóan við ystu mörk -alls um 51 km.
Hún lenti við Krossneslaug í Norðurfirði á Ströndum um kl 17:00 í dag-- lengst af úti á regin hafi
Mikið afreksverk hjá Veigu kajakræðrara:
Nú á hún eftir 3 x 50 km áfanga í heimahöfn á Ísafirði
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 ágú 2019 10:07 - 20 ágú 2019 11:44 #10 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Norðurfjörður á Ströndum



Veiga lagði upp frá Kálfshamarsvík á Skaga um kl. 7:30 í morgun og stefnan sett á Norðurfjörð á Ströndum
Sú leið eru um 54 km og þverun yst á Húnaflóa á regin hafi.  Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur hringfari þverar Húnaflóa
svona utarlega og í einum áfanga.
Mikið afrek hjá Veigu á lokakafla hringróðurs.
Samkvæmt veðri til loftsins er mjög gott -svo til logn en sennilega er samt um 1 m ölduhæð en lens frá því.
Samkvæmt GPS korti Veigu gengur róður vel  7 km/klst meðalhraði
Róðrarvegalengdin er um 54 km .

Samkvæmt spjalli við Veigu í gærkvöldi er gisting í Norðurfirði (skáli FÍ og Krossneslaug heilla)

Frá Muðnaðarnesi er áætun til Bolungarvíkur á Hornströndum (50 km) og þaðan i Fljótavík á Hornströndum (50 km)
Veðurútlit fyrir þá róðrardaga er að mestu gott en óvissa fyrir Horn og í Fljótavík- en úr því gott

Við fylgjumst með Veigu á þessu stórbrotna ferðalagi þvert yfir Húnaflóa -á regin hafi :-)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 ágú 2019 16:53 - 19 ágú 2019 21:54 #11 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Kálfshamarsvík við Húnaflóa



Klukkan um 16:30 lenti Veiga í Kálfshmarsvík á austanverðum Húnaflóa eftir 41 km. róður frá Selvík í Skagafirði
þaðan sem hún lagði upp kl 7:50 í morgun.
Veður var skaplegt en nokkur sjór frá NA en 6-10 m/ sek vindur lengst af.

Þetta er merkur áfangi- nú blasir við að þvera Húnaflóa yfir á Strandir 
Veður og sjóspá á morgun er mjög góð -hægviðri og austan lens.

Ef Veiga þverar Húnaflóa á morgun verður hún fyrsti konan sem afrekar það

Nú eru róðrar spennandi og það styttist í lok hringróðurs.:-)

Kálfrhamarsvík er gamall útgerðastaður sem var upp á sitt besta 1920-30 og bjuggu þá þar um 100 manns
og stunduðu sjósókn og vinnslu. Kálfshamarsvík fór í eyði 1940 þegar þeir síðustu fluttu brott.
Nokkrar husamynjar eru þarna og öll húsin merkt þeim nöfnum sem þau hétu á blómatímanum

Spjall við Veigu í Kálfshamarsvík kl 19:00 Veiga hafði samband við mig áðan rétt eftir að hún lenti í Kálfshamarsvík.
Það var ekki að greina að ég væri að tala við konu sem var nýlent eftir 41 km
róður fyrir Skaga_svo hress var Veiga. 
Róðurinn frá Selvík og fyrir Skagatá -reyndi á vegna haföldunnar sem
myndaðist í þessari löngu norðaátt og var enganveginn  dottin niður þarna . Stundum komu allt að 3
metra háar öldur -nokkrar í röð -en Veiga sá tölurnar á GPS tækinu .
Svona hegðun öldu er þekkt . Þannig að meðalaldan var rúmur 1 metir -en svo komu
þessar stóru tröllskessur-þá reyndi á. En vindur var samt frekar hægur. 
En þegar Veiga horfir yfir Húnaflóann þar semhún er nú stödd er ljóst að aldan er að ganga niður og andvari til loftsins.

Horft yfir Húnaflóann-frá Kálfshamarsvík.

Um kl. 7 í fyrramálið áætlar Veiga að leggja upp frá Kálfshamarsvík á
austanverðum Húnaflóa, Skagaströnd og þvera Húnaflóann beina leið til Gjögurs á
Ströndum og í Norðurfjörð.

Milli Kálfshamarsvíkur og Gjögur er 41 km í beinni línu -engin smáleið úti á
regin hafi.

Þetta verður því ekki neinn venjulegur róður. 

Það reynir á einbeittan vilja, æðruleysi og mikinn kjark.

Veiga hefur notað leiðina um Austfirðina og allt til Skagafjarðar við að æfa
svona þveranir-en allar skemmri.
Þó reyndi verulega á við þverun Axarfjarðar 33 km leið frá Leirhöfn á Sléttu að Máná á Tjörnesi – 20 km leiðarinnar voru í
svarta þoku .

Síðan Eyjafjörður til Siglufjarða og Skagafjörður úr Fljótum í Selvík.

Það reynir á alla þá þætti sem taldir eru hér að framan.

En þverun Húnaflóa verður mesta ævintýrið.

Örlygur Sigurjónsson er staddur þarna í Kálfshamarsvík og rær með Veigu- yfir Húnaflóa og áfram.

Allt þetta fáum við að upplifa á morgun

Gjögur á Ströndum



Þeim róðarafélögum  er óskað velgengni í þessum mikla róðri og við fylgjumst svo sannalega
með.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 ágú 2019 21:34 - 19 ágú 2019 10:16 #12 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Nú er Veiga búin að vera veðurteppt í eina og hálfa viku þarna í Selvík í vestanverðum Skagafirði
Þessi þráláta norðanátt er að ganga niður og hafið að róast

Selvík í vestanverðum Skagafirði



Hugsanlega kemst Veiga af stað frá Selvík í fyrramálið 
Þá verður komin hæg NA átt 5-8 m/sek en ölduhæð  framundan á hlið um 1,1 m
Það ástand verður á morgun allan daginn þar til um kl 18 þá lægir meira 
Verði svo þá er Kálfshamarsvík á austanverðum Húnaflóa góður staður til undibúnings
fyrir róðurinn mikla- þvera Húnaflóa að Gjögri sem eru 40 km. bein lína

Kálfshamarsvík



Fari svo að sjólag á morgun verði ekki ferðaveður- þá frestast þetta um sólarhring eða til 
þriðjudags og þá yfir Húnaflóa á miðvikudag.

Við fáum stöðuna á morgun 

19.8.  kl 10:00  Veiga lagði upp frá Selvík rétt um kl 8:00 í morgun og rær fyrir Skaga
Veður er gott 7-9 m/sek A  Ölduhæð framantil á hlið er um 1 m
Á morgun viðrar vel á Húnaflóa ril róðurs- það er lens yfir Húnaflóa
Spennandi tímar :-)

Gjögur á Ströndum



Fyrirheitna landið við vestanverðan Húnaflóa :-)

Við fylgjumst með Veigu á þessum lokakafla hringróðursins sem er að hefjast. :-)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2019 21:49 #13 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veigu hefur hún ákveðið að fresta framhaldinu frá Selvík á Skaga þar til veður gengur niður
Með öllu var ófært að róa nokkurn spöl í dag. Á miðvikudag í næstu viku -léttir til:
Veiga brá sér í höfuðstaðinn og dvelur þar -í góðu yfirlæti :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2019 08:58 - 08 ágú 2019 09:00 #14 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Selvík á Skaga



Um kl 23:00 í gærkvöldi 7.ágúst lenti Veiga í Selvík á Skaga í vestanverðum Skagafirði
eftir 13 klst róður frá Siglufirði alls um 62 km leið samkv. gps mæli Veigu 
Leið hennar lá eins og lýst var í fyrri pistli -en síðan þverar hún Skagafjöðinn frá Straumnesi í Fljótum og skammt norðan við Málmey 
Vegna strauma, vindáttar og öldu hallar stefnu hennar nokkuð inn Skagafjörðinn .
Þetta er afar vel af sér vikið hjá Veigu þar sem veður og sjó útlit var ekki gott til þverunar Skagafjarðar:

Nú fer í hönd óveðurskafli frá norðri og fram í miðja næstu viku samkv. spám.
En samt hefur Veiga kost á að þoka sér fyrir Skaga og inn á Húnaflóa milli vindstrengja

Kálfshamarsvík á vestanverðum Skaga



Fylgjumst með framvindunni  :-)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2019 13:15 - 07 ágú 2019 15:47 #15 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Sauðanesviti



  Veiga lagði upp frá Siglufirði kl 10 í morgun -eftir mjög góða dvöl á Siglufirði þar sem tekið var á móti henni
sem þjóðhöfðingja eftir myndum og frásögn hennar á Fb -frábært.
Nú liggur leið fyrir Sauðanesvita -vestan Siglufjarðar og síðan með austurströnd Skagafjarðar í átt að Fljótum

Fljótin- Haganesvík



Veður er austan 4-5 m/sek sjólítið með ströndinni en utar á Skagafirði er > 1 meters ölduhæð frá NNA
Það er því lítið sjóveður fyrir Veigu að þvera Skagafjörðinn svona utarlega- 50 km á hafi úti.
Veiga þokar sér því inn Skagafjörðinn -fyrst í Fljótin og síðan vestar með  að Sléttuhlíð gegnt Málmey
Þá er orðið 26 km að þvera Skagafjörð að Ketu.

Keta á utanverðum Skagafirði að vestan



Hvenær Veiga getur róið yfir Skagafjörðinn er óljóst núna -en í kvöld gæti komið "gluggi"
Veðrið er erfitt þessa daga og því óvissa með framhaldið- en allt getur breyst til hins betra-fljótt

Nú fylgjumst við með Veigu í Skagafirði  :-)  
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum