Kálfshamarsvík við Húnaflóa
Klukkan um 16:30 lenti Veiga í Kálfshmarsvík á austanverðum Húnaflóa eftir 41 km. róður frá Selvík í Skagafirði
þaðan sem hún lagði upp kl 7:50 í morgun.
Veður var skaplegt en nokkur sjór frá NA en 6-10 m/ sek vindur lengst af.
Þetta er merkur áfangi- nú blasir við að þvera Húnaflóa yfir á Strandir
Veður og sjóspá á morgun er mjög góð -hægviðri og austan lens.
Ef Veiga þverar Húnaflóa á morgun verður hún fyrsti konan sem afrekar það
Nú eru róðrar spennandi og það styttist í lok hringróðurs.
Kálfrhamarsvík er gamall útgerðastaður sem var upp á sitt besta 1920-30 og bjuggu þá þar um 100 manns
og stunduðu sjósókn og vinnslu. Kálfshamarsvík fór í eyði 1940 þegar þeir síðustu fluttu brott.
Nokkrar husamynjar eru þarna og öll húsin merkt þeim nöfnum sem þau hétu á blómatímanum
Spjall við Veigu í Kálfshamarsvík kl 19:00 Veiga hafði samband við mig áðan rétt eftir að hún lenti í Kálfshamarsvík.
Það var ekki að greina að ég væri að tala við konu sem var nýlent eftir 41 km
róður fyrir Skaga_svo hress var Veiga.
Róðurinn frá Selvík og fyrir Skagatá -reyndi á vegna haföldunnar sem
myndaðist í þessari löngu norðaátt og var enganveginn dottin niður þarna . Stundum komu allt að 3
metra háar öldur -nokkrar í röð -en Veiga sá tölurnar á GPS tækinu .
Svona hegðun öldu er þekkt . Þannig að meðalaldan var rúmur 1 metir -en svo komu
þessar stóru tröllskessur-þá reyndi á. En vindur var samt frekar hægur.
En þegar Veiga horfir yfir Húnaflóann þar semhún er nú stödd er ljóst að aldan er að ganga niður og andvari til loftsins.
Horft yfir Húnaflóann-frá Kálfshamarsvík.
Um kl. 7 í fyrramálið áætlar Veiga að leggja upp frá Kálfshamarsvík á
austanverðum Húnaflóa, Skagaströnd og þvera Húnaflóann beina leið til Gjögurs á
Ströndum og í Norðurfjörð.
Milli Kálfshamarsvíkur og Gjögur er 41 km í beinni línu -engin smáleið úti á
regin hafi.
Þetta verður því ekki neinn venjulegur róður.
Það reynir á einbeittan vilja, æðruleysi og mikinn kjark.
Veiga hefur notað leiðina um Austfirðina og allt til Skagafjarðar við að æfa
svona þveranir-en allar skemmri.
Þó reyndi verulega á við þverun Axarfjarðar 33 km leið frá Leirhöfn á Sléttu að Máná á Tjörnesi – 20 km leiðarinnar voru í
svarta þoku .
Síðan Eyjafjörður til Siglufjarða og Skagafjörður úr Fljótum í Selvík.
Það reynir á alla þá þætti sem taldir eru hér að framan.
En þverun Húnaflóa verður mesta ævintýrið.
Örlygur Sigurjónsson er staddur þarna í Kálfshamarsvík og rær með Veigu- yfir Húnaflóa og áfram.
Allt þetta fáum við að upplifa á morgun
Gjögur á Ströndum
Þeim róðarafélögum er óskað velgengni í þessum mikla róðri og við fylgjumst svo sannalega
með.