Hringróður 2019

24 jún 2019 22:21 - 24 jún 2019 22:55 #31 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Nú þegar Veiga okkar er að jafna sig á krankleikanum sem hefur verið að hrjá hana og að byggja sig upp fyrir mikil átök á leiðinni frá
Vík í Mýrdal -allt til Hornafjarðar.
Þá er ágætt að fara yfir þetta magnaða svæði sem Suðurströnd Íslands ,er

Svæðið frá Grindavík í Þorlákshöfn er byggt á Reykjaneshraununum og því með traustum lendingastöðum þegar veður og sjór leyfir.

Síðan tekur við svæðið frá Eyrabakka og Stokkseyri allt að vesturhlið Þjórsárós-en það nýtur góðs af Þjórsárhrauninu mikla og því nokkuð
góðir lendingastaðir í góðu.

Þá taka við sandfjörurnar miklu frá austur farvegi Þjórsár og allt til Víkur í Mýrdal

Þar var útræði og lendingar mjög háð ástandinu við fjörusandinn -hafölduna og strauma

Þetta svæði var miklu lakara til sjósókna en hin tvö – vegna hafnleysu
Þó var þetta svæði í sameiningu mikið sjósóknarsvæði um aldir .

En þegar komið er í Vik í Mýrdal tekur önnur veröld við -sandflæmin miklu með öllum jökulánum allt til Hornafjarðar og hafnleysur allstaðar.
Ástandið markast fyrst og fremst af stórfljótunum, Múlakvísl, Kúðafljót, Skaftá,
Núpsvötn,Gíukvísl, Skeiðará, Skaftafellsá , Jökulsa frá Jökulsárlóni og Kolgríma
svo þau helstu séu nefnd.

Lengingastaðir eru fáir -traustir .

Um aldir var aðeins unnt að hafa verstöðvar frá þremur verstöðvum , Vik í
Mýrdal, Skaftárós og  Ingólfshöfða - síðan ekki fyrr en við Hornafjörð.

Verstöðvar fyrrum frá Eyrabakka og Stokkseyri til Víkur í Mýrdal


Þarna var mikill fjöldi verstöðva

Verstöðvar frá Vík í Mýrdal til Hornafjarðar


En aftur á móti bara þrjár á þessu svæði frá Vík til Hornafjarðar-það segir mikla sögu um sandana og fljótin miklu þarna 

Svona til upplýsingar meðan við bíðum :-)

Byggt á heimildum úr Íslenskir sjávarhættir, eftir Lúðvík Kristjánsson, sagnfræðing
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jún 2019 18:46 - 21 jún 2019 18:49 #32 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Nú er orðinn breyting til bóta með upplýsingsr frá henni Veigu okkar og því innslög frá mér nokkuð öðruvísi og tengt sjó og strönd sem leið liggur um.

Smá um Suðurströndina og sandinn mikla og hafið.

Suðurströndin sem Veiga er nú að róa með – er eitt erfiðasta árabátasvæði
landsins. 
Frá Þjórsárósum og allt til Hornarfjaðar er eitt svotil samfellt sandsvæði með
sjónum.
Þó er nú komin lending í Landeyjahöfn fyrir mjög grunnrista báta.  Einnig eru klettanes í Dyrhólaey,
Reynisfjalli og Ingólfshöfða sem standa uppúr sandinum nálægt sjónum  Þar er lendandi stundum en brimasamt vegna
strauma og haföldu.
Þessi gríðarlega sandbreiða er á sífelldri hreyfingu og háð ótal
breytingum.  Veldur því m.a ,sandfok
sökum storma, útföll fljóta ,sjávarföll og sjávarstraumar
Sandspildan upp af ströndinni er sumstaðar margra km breið-en þótt svo sé
flæðir sjór í mestu hafrótum upp í gróin grös.
Sandflákinn næst sjó er oft þakinn vatni í vætu tíð -þar sem sjávarbakkinn er
hærri og vatnið rennur ekki burt.
Mismunandi straumur ber sandinn saman í dyngjur -úti fyrir ströndinni,kallaðar
eyrar.
Á þeim verða tíðum látlaus brot -þó sjór sé annars staðar að mestu sléttur og
brimlaus .
Oft myndast þessar eyrar með fram landi á löngu færi -án þess að komi skörð í
þær svo heitið geti og eru þá kallaðar rif. Stundum neðan sjávaryfirborðs 
Milli brimfallanna út frá ströndinni myndast svo harður straumur af  ölduganginum , að hann rýfur lægðir eða skörð
í rif og eyrar eða lægðir til beggja handa inn að landi-er þá komið hlið- til að róa innum af sjó.
Þeim mun stærri sem eyrarnar verða við hliðið því meiri verður straumurinn þar.

Það er við ýmislegt nýtt að etja á Suðurströndinni fyrir hana Veigu okkar 😊

Heimild: Íslenskir sjávarhættir, eftir Lúðvík Kristjánsson, sagnfræðing

Meira síðar ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 jún 2019 18:26 - 20 jún 2019 18:34 #33 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Nú er Veiga komin með breytt upplýsingakerfi um róðurinn og á rauntíma - í
upphafi róðurs og lok - jafnvel millikafla eftir aðstæðum.
Þetta fyrirkomulag er afar gott ásamt trakkinu á rauntíma. 
Fram að þessu var þetta mjög lokaður heimur  frá róðri til róðra.
Ég hef reynt að bæta dálítið úr svoleiðis "þoku" um stöðu mála.

Instagram á Facebook er lausnin..  Nú spjallar Veiga beint til okkar á myndbandi og fólk getur sett inn ummæli og fl. strax samdægurs.

Sum sé nýjasta tækni í fjölmiðlun er runnin upp á hringróðrinum hennar Veigu - um Ísland

Það eru því kaflaskil- hér á kayaksíðunni- hjá mér :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2019 11:33 - 19 jún 2019 22:42 #34 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Róið frá Stokkseyri að Þjórsárós

 

Þá er Veiga kominn á sjó á ný ,eftir smástopp vegna sýkingar í auga og á fingri.
En hún hefur náð tökum á því -eftir læknismeðferð.

Nú leikur við hana veður, straumar og alda. Allt með henni að mestu á langri leið framundan.
Samkvæmt áætlun er stefnan í dag að  ljúka róðinum í Landeyjarhöfn- 58 km róður frá Stokkseyri.
Það er samt styttri róður en Grindavík Þorlákshöfn- en löng sjóleið samt.

Þjórsárós


Veður er S 5-7 m/sek -hiti 11°C -ölduhæð  0,5- o,9 m- straumur að mestu með - en stundum á móti
Og þegar framhjá Þjórsárós er komið - taka sandarnir miklu á Suðurströndinni - við.

Þetta er spennandi róður hjá Veigu í dag- og vonandi er fingur og augakrankleikinn - sem var - genginn yfir

PS  kl 18:25
Var að heyra í henni Veigu áðan.
Hún lét staðar numið og róðri lokið í dag- við Þjórsárósa-að vestanverðu.
Bæði var að hún  eftir sig eftir lasleikann og svo var ýmsu að sinna sem tengist þessu mikla ferðalagi hennar hringinn um Íslands
M.a kvikmyndatökur- stórbrotið umhverfi við Þjórsárós.
Í fyrstu var róðurinn frá Stokkseyri og hraði góður- en síðan snérist vindur í SA og á móti-síðan tók við áskorunin mikla.
Að róa á móti straumnum-sem gerðist þungur á seinnihluta þessa róðrarleggs- og hraðinn fór í um 4 km/klst og mikið puð..
Sum sé Veiga er komin á móti straumnum með Suðurströndinni.
Að öðruleyti var Veiga - hress :-)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jún 2019 14:46 - 14 jún 2019 14:46 #35 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Veiga hringdi í mig um hádegi.
Þessi meinsemd sem hún fékk í fingur og auga er líklega ofnæmi og því fylgdi hiti hjá henni.
Í stað þess að fara á sjó í dag liggur leiðin til Reykjavíkur á fund sérfræðings í þessum krankleika.

Vonandi gengur það yfir sem fyrst hjá henni-en það gengur fyrir róðrum-þangað til

Kayakinn liggur því í nausti um sinn

Fallegt lendingarsvæði undan Reykjanesröstinni :-)

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 jún 2019 10:21 - 13 jún 2019 10:30 #36 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Var að heyra í Veigu þar sem hún dvelur nú á Stokkseyri
Það var mikil og góð þáttaka í samróðri með henni af 15 bátum á vegum kayakleigunnar á Stokkseyri
Það safnaðist því drjúgt í Pieata sjóðinn sem fólk heitir á vegna hringferðar Veigu um Ísland. 
Veiga er nú búin að róa um 730 km frá því hún lagði upp frá Ísafirði í hringróðurinn um Ísland
Hún hefur því lokið við 1/3  af heildarleiðinni- frábært

Nú í dag tekur Veiga sér frí m.a til að leita læknis við smá slæmsku í fingri og auga-einhver sýking
Vonandi smávægilegt þegar strax er brugðist við.
Á morgun verður hægstætt veður og að öllu óbreyttu áætlar hún að róa allt frá Stokkseyri í Landeyjarhöfn
Það er styttri róður en Grindavík - Þorlákshöfn- þó ofur róður verði

Frá Stokkseyri


Mynd: MatsWibe Lund ,Mats@mats.is (að láni af netinu)

Hafnarskilyrði á Eyrarbakka og Stokkseyri eiga mesta hraungosi á Íslandi , Þjórsárgosinu mikla fyrir 12.000 árum, að þakka .
Hraunið nær langt í sjó fram og allt að Þjósárósum.
Eftir það tekur samfelldur sandur í fjörum við - allt til Hornafjarðar  :-)

Væntanlega segir Veiga okkur ferðasöguna á "ferðablogginu " sínu í dag--- www.veiga.is - fylgjumst með :-)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2019 10:33 - 12 jún 2019 19:47 #37 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Rétt fyrir kl 1 í nótt lenti Veiga í Þorlákshöfn eftir ævintýralega langan róður frá Grindavík
65 km leið var róin í einum áfanga á um 13 klst.
Þegar líða tók á róðurinn var undiraldan orðin 1,2 metrar og á hlið.
Það voru því brimlendingar á leiðinn í krappri brimöldu
En með því að fylgja sem næst landinu var hún ´í góðum meðstraum og því oft á góðum hraða-6-8 km/ klst

Nú er planið í dag að vera komin fyrir kl 18:00 á Eyrabakka og þar fær hún heiðurssamfylgd kayakræðara
frá Kayakleigunni á Eyrabakka - hagnað  af þeim róðri lætur kayakleigan renna til Pieta samtakana sem Veiga 
heitir á við hringróðurinn um Ísland

Sú róðrarleið verður 8 km löng.

Síðan á morgun heldur Veiga för áfram með Suðurströndinni

Gaman að þessu  :-)

Gististaður Veigu í Þorlákshöfn- við vitann 

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2019 13:25 - 12 jún 2019 00:20 #38 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Gringavík- Selvogur ?- Þorlákshöfn ? Eyrabakki ???

Mögulegir lendingarstaðir hjá Veigu í dag


Veiga lagði upp frá Grindavík um kl 12:00
veður er gott ,sjór um 0.6 m. og hægviðri
Straumur er sennilega á móti - þá útfall sé
Og nú er róður með Suðurströndinni í raun hafinn 
Grindavík allt til Hornarfjarðar spannar það langa og stóra svæði
Í dag liggur róður með Selatöngum sem er forn verstöð um aldir þegar sótt var á áraskipum á Selvogsbanka
til þorskveiða. Þar bjuggu vermenn í hlöðnum grjóthúsum án allra þæginda.
Og síðan tekur sjávarbjargið mikla Krísuvíkurbjarg við -um 20 km strandlengja.

Og Selvogur er merkis staður einkum fyrir kirkjuna í Selvogi .
Eins og í hringróðrinum hennar Veigu þar sem fólk heitir á Píetasamtökin með fjárframlög þá hefur um aldir 
verið heitið á Strandakirkju í Selvogi og margir talið gæfu sína þar hólpna.

Frá Eyrabakka



Mynd: Mats Wibe Lund,  mats@mats.is
(hann gaf mér leyfi við hringróður Guðna og er enn það nota það á hringróðri- :-)  )

Og það er auglýst í blöðum að Veiga ætli að leggja upp kl 12:00 á morgun frá Eyrabakka með fylgd af kayakróðrarsveit
sem þar stundar rórðra á kayökum... 
 
Þá er það spurning dagsins : Rær Veiga til Eyrabakka í dag ?  65 km róðrarleið.
Spennandi fyrir okkur sem fylgjumst með á  WWW.veiga.is :-)

PS kl 19:25

Veiga hringdi í mig áðan þar sem hún er stödd vestan megin í Selvoginum -en róðri samt ekki lokið.
Mæld 1.1  m ölduhæð á duflunum- og brim við fjöruna og undiraldan krappari- mikill þari og ekki góð lending- þó allt sé í góðu lagi hjá Veigu
Veiga er að hugleiða að fara jafnvel í Þorlákshöfn en samt ekki ákveðið.  Hún er spennt fyrir að hitta fólkið með kayakleiguna á Eyrabakka
sem er að heita á Pietasamtökin með róðrarþáttöku- hittingurinn verður kl 18:00 annað kvöld-ekki 12:00 á hádegi

Fylgist með Veigu á ferðavefnum :-)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jún 2019 20:52 - 10 jún 2019 20:52 #39 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Grindavík 
Lendingarlína og staðsetning Veigu í innkomu til Grindavíkur



Þá er lokið róðrinum frá Básendum við Stafnes um Reykjanesröstina og til Grindavíkur
35 km leið .
Nokkur stopp á leiðinni enda afar myndræn leið einkum kringum Reykjanesvita
Nú er Veiga sum sé komin á Suðurströndina

Til lukku með það :-)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jún 2019 12:44 - 10 jún 2019 12:53 #40 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Básendar-Reykjanesröst- Grindavík

Básendar norðan Hafna


Eftir næturdvöl í Kuðungavík í Básendum á Reykjanesi -lagði Veiga upp klukkan um 12:00
Og nú stefnir hún suður með Reykjanesröstinni - það er útfall og því hefur hún strauminn á eftir
Það er bullandi lens- vindur er gola af suðri og sjólaust- sól og hiti um 12°C

Reykjanesröst-Reykjanestá


Og róðurinn liggur fyrir Reykjanestá -Reykjanesvita. Þar er er ein af þessum miklu röstum um annesin okkar
Í vondum veðrum er Reykjanesröstin varasöm litlum skipum einkum þegar veður fer á móti straum
En í svona verðri eins og Veiga fær þarna um er allt í góðu en samt- röst.

Grindavík


Og frá Reykjanestá liggur leið Veigu með Suðurströndinni- því langa og magnaða svæði með hafnleysum og eyðisöndum.
Það eru spennandi róðrar framundun hjá Veigu- hringfara um Ísland -fyrst kvenna.

Heildarróður í dag er áætlaður 35 km.

En róðurinn í dag má sjá á www.veiga.is- njótð þess :-)

Myndir eru fengnar að láni af netinu sem er öllum opið.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jún 2019 12:07 - 09 jún 2019 22:54 #41 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Vogar-- Garðskagi--Hafnir

Vogar á Vatnsleysuströnd
   

Núna kl 11:10 lagði Veiga upp frá Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem hún hefur verið veðurteppt
frá 7 júní 
Nú er vindur 9-11 m/sek af NA og er að byrja að lægja
Hiti er um 11 °C
Sjór er um 0,7 metra ölduhæð af NNA-fer minnkaldi eftir hádegi í um 0,5 metar öllduhæð
Útfallsstraumur
Nú er stefna á Garðskagavita með landinu

Garður á Garðskaga
   

Þegar Veiga fer fyrir Garðskaga er spáin um 5 -8 m/sek af NNA og alda með sömu stefnu
Það verður því gott lens í Hafnir

Hafnir á Reykjanesi


Frá Vogum á Vatnsleysuströnd,fyrir Garðskaga og í Hafnir er um 40 km róður:

Það er því gaman að fylgjast með Veigu á róðrinum á www.veiga.is

Þetta eru svona spádómar síðuskrifara um áætlaða ferð- en síðan segir Veiga okkur alla söguna-síðar :-)

PS kl 22:30 

Nú er Veiga lent norðan við Hafnir  - í Básendum  þar sem heitir Kuðungavík
Básendar eru frægir í Íslandsögunni -en 9.janúar 1799 var þar gríðarlegt sjávarflóð sem braut hús og varð af mannskaði og skepnur fórust
Þá var Konungsverslun þarna og eyðilagðist hún í þessu hamförum-sem er þekkt sem Básendaflóðið. Reyndar varð mikið tjón á Suður og Vesturlandi.
M.a hvarf sjávargarðurinn sem umlukti Seltjörn við Gróttu og Seltjörn hvar úr sögunni.
Vonandi fær Veiga þurrt og blítt þarna :-)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 jún 2019 16:16 - 09 jún 2019 12:15 #42 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Hafnir á Reykjanesi

   


  Heyrði í Veigu í morgun þar sem hún er stödd í Vogum á Vatnsleysuströnd
Veðurútlit fyrir róður fyrir Garðskaga var ekki ásættanlegt - vindur á móti var að færast
í aukana 8-13 m/sek af norðan og því auk vindsins- mikill sjór.

Í fyrramálið er bæði sjór og vindur einkar hagstætt þessa leið .

Og planið er að leggja upp frá Vogum um kl 11:00 og róa fyrir Garðskaga og allt í Hafnir.

Og þá er orðið stutt fyrir Reykjanestá.
Veðurútlit fyrir mánudag er gott

En sum sé Hafnir á morgun :-)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 jún 2019 11:00 - 07 jún 2019 22:20 #43 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Vogar á Vatnsleysuströnd



Þegar ég leit út um stofugluggann minn um kl 3:50 í morgun- eftir miðnæturpissið
Þá blasti allur Flóinn við mér og sjórinn með Ströndinni alveg útfyrir Garðskaga ,stilltur og fallegur.
Nú ætti hún Veiga að vera á róðri í átt að Garðskaganum-flaug um hugann .
Síðan sofnaði ég aftur.
Og þegar ég leit á símann minn um kl 10:00 sá ég meldingu þar frá henni Veigu.
Hún hafði lagt upp frá Stóru -Vatnsleysu kl 4:42 þegar aðfall var að byrja og í þessu næturveðri sem mér þótti svo fallegt. :-)
Og kl 7:46 er Veiga lent í Vogum eftir 14,8 km róður 
Mesti hraði á róðrinum var 12 km/klst en meðalferð 4,8 km/klst.
Nú er norðanáttinn búin að taka sig upp á ný, en ekki eins hvöss, en samt alda á móti til Garðskaga
Í nótt verður frábært veður til róðra -hægviðri fram undir hádegi.

Þetta er spennandi kemst Veiga fyrir Reykjanesið um þessa helgi ?

Ps  kl 22:15
Nú er Veiga búin að setja ferðasöguna af þessum ævintýraróðri frá Grótti í Vatnsleysuvík og þaðan í Voga- það hefur verið upplifun
Lesið það. á ferðavefnum hennar  :-)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2019 15:55 #44 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Veiga í fjörunni í Gróttu



Nú er hún Veiga lögð upp í sinn fjórða róðrarlegg á leið sinni um Ísland
Veiga lagði upp frá fjörunni í Gróttu kl 10:40 í morgun.
Það var norðanátt -5- 12 m/ sek talsverður sjór en hörku lens. 11 °C hiti.

Stefnan var sett á Vatnsleysuvík á Vatnsleysuströnd.-19 km róður
Það var að byrja útfallasstraumur sem bættist við norðanáttina og ölduna
Það munaði - meðal hraðinn var 6.5 km /klst en mesti hraði 13.2 km /klst.  flott skrið :-)

Og lendingin í fjörunni neðan við svínabúið " Stóru-Vatnsleysu.

þetta hefur verið flott  á góðu lensskipi
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 jún 2019 12:51 - 02 jún 2019 17:51 #45 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Það var skemmtilegt í gær að taka móti Veigu þegar hún tók land í Gróttu eftir 20 km róður þvert yfir Flóann frá Akranesi
Tveir valinkunnir ræðarar réru heiðursróður með henni þeir Guðni Páll og Eymundur I.
Það voru hressir kayakræðarar -sem við nokkur hópur -  tókum á móti í fjörunni í Gróttu
Nú á Veiga eftir að róa fyrir Reykjanesið og þá blasir Suðurströndin við með öllum sínum söndum og straumum.
Veigu gengur alverg ótrúlaga vel með róðurinn mikla 
Á hálfum mánuði er hún komin vestan frá 'Isafirði og til Reykjavíkur
Veður ,haf og landið hefur verið henni einstaklega gott .

Ég var einn í hópnum sem tók á móti Veigu og róðrarfélögum í gær og smellti nokkrum myndum -af.













Attachment not found

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum