Hringróður 2019

05 ágú 2019 14:53 - 05 ágú 2019 21:45 #16 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Hvanndalabjörg á Siglunesi



Veiga lagði upp frá Hvalvatnsfirði í Fjörðum , þar sem hún dvaldi í nótt, kl 9:00 í morgun

Og stefnan er fyrir Gjögurtá og að þvera Eyjafjörðinn að Hvanndalabjörgum á Siglunesi
En leið hennar í dag liggur til Siglufjarðar-þar sem hún verður með fyrirlestur annað kvöld fyrir Pietasamtökin
sem hún heitir á við róður sinn umhverfis Ísland
Eftir veður og öldukortum er veður gott 3-5 m/sek af A og ölduhæð á Grímseyjarsundi er um 0,3 m hjá Veigu er núna ,þegar
þetta er sett inn komin undir Hvanndalabjörg og hefur því þverað fyrir Eyjafjörðinn. Vindur fer vaxand frá A í 7-10 m/sek
Miklar þveranir síðan hún komst fyrir Melrakkasléttu. 

Siglufjörður

 

Og endastöðin í dag er Siglufjörður. Þar dvelur hún a.mk.til miðvikudags en þá gæti hún þokað sér 
inn í austurhluta Skagafjarðar , Fljótin- en hvasst verður á Skagafirði og alda ekki til þverunar fyrr en á laugardag
til sunnudags vegna norðanáttar með > 12 m/sek 
Vonandi nær hún á Skaga á sunnudag-því þá tekur við hvöss norðanátt með tilheyrandi miklum sjó-inn Húnaflóa
Það eru því óvissutímar eftir veruna á Siglufirði:

Fylgist með á GPS leiðavef hennar. Það eru mjög litlar upplýsingar frá Veigu sjálfri utan smá myndaskot á Fb.
Hvað lengi ég held þessu vakandi hér kemur í ljós-en umferð  um þráðinn fer mjög minnkandi.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 ágú 2019 16:18 - 04 ágú 2019 21:54 #17 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Fjörður- Hvalvatnsfjörður



Veiga lagði upp frá Mánárbakka á Tjörnesi kl um 11:00 í morgun
Samkvæmt veður og öldu upplýsingum á Skjálfanda - sem hún er núna að þvera-
er veður gott- 3-4 m/ sek NNA og ölduhæð o,1-0,3 m og öldustefna sama og vindátt.

Veigu gengur róðurinn vel og stefnir á Flateyjar sund. Þetta er mikið hvalasvæði sem hún fer um núna og
eftir GPS hennar stoppar hún nokkuð oft-sennilega hvalaskoðun

Flatey á Skjálfanda

 
     
Ekki er ljóst hvert leið liggur - og róðri lýkur í dag.
Vegna veður og sjósældar er líklegt að hún fari í Hvalvatnsfjörð
Það er um 46 km róður frá Mánárbakka.
Kannski stoppar hún í Flatey.


Nú er bara að fylgjast með á GPS kortinu hennar - næstu klukkutímana :-) 

Kl. um 20:00 lenti Veiga í Hvalvatnsfirði í Fjörðum eftir mikla þverun á Skjálfanda
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2019 16:12 - 03 ágú 2019 22:47 #18 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Leirhöfn á Melrakkasléttu í Öxarfirði



Núna í dag , 3. júlí kl 15:15 lagði Veiga upp frá Leirhöfn á vestanverðri Melrakkasléttu í Öxarfirði.
Veður er frábært til loftsins og sjávar- logn, sjólaust.

Og stefnan er metnaðarfull -þvera Öxarfjörðinn langt á hafi úti og stefnir aðeins norðan við Tjörnesið.
Þetta er 35 km þverun án landtöku . Veiga rær núna á góðum hraða > 8 km/klst.
Veiga fékk góðar viðtökur á Húsavík og fólkið snortið af fyrirlestri hennar , þar
Til Húsavíkur og til baka aftur í Leirhöfn sáu Húsvíkingar, vinir hennar um.
Og svo gisting á Húsavík í nótt.  Veiga fær allstaðar frábærar móttökur- af fréttum að dæma-enda verðskuldað. :-)

Veiga á því ekki í raun erindi núna á Húsavík og spennandi að sjá hvar hún lendir við róðrarlok ??

Flatey á Skjálfanda þar sem sjónlínan vestur er glögg



Einn möguleiki og sennilega sá besti er að lenda í Flatey á Skjálfanda -en það er þá önnur þverun á hafi úti í dag
yfir Skjálfandaflóa  sem er annað eins og að þvera Öxarfjörðinn:
Fari svo er það löng dagleið á hafi úti um 70 km.
Eins og sést á myndinni að ofan sést vel yfir framhaldið -fyrir Fjörður,Gjögurtá -þvera Eyjafjöð og allt í Siglunes.

Fari svona á þessum róðri er það mikilvægur undirbúningur fyrir þverunina miklu- Húnaflóa sem er 44 km leið nesodda á milli

Nú er þetta orðið spennandi hjá Veigu- við fylgjumst með :-) 

Mánárbakki á Tjörnesi



Kl 21:50 lenti Veiga í fjörunni á Mánárbakka á Tjörnesi eftir að hafa þverað Oxarfjörðinn frá Leirhöfn á Sléttu  35 km
Samkv. fréttum frá henni á Fb var þoka 20 km af leiðinni og mesta alda 1 meter. þetta hefur reynt á andlega og líkamlega.

Mikið afrek - til lukku með það-Veiga 
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 ágú 2019 14:31 - 02 ágú 2019 17:07 #19 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Rifstangi á Melrakkasléttu- nyrsti hluti Íslands



Nú í dag 2. ágúst 2019 er Veiga kominn fyrir Melrakkasléttu og inn á Öxarfjörð
Þessa stundina er hún um kyrrt á Leirhöfn skammt innan við Rauðanúp

Hún lagði upp í morgun frá Rifstanga-nyrsta tanga Íslands á meginlandinu og er búin að róa fyrir Melrakkasléttu
Róður í dag um 27 km.

Leirhöfn á Melrakkasléttu



 Veður er gott samkvæmt myndum frá henni
áðan- en talið á myndbandinu er nokkuð óskýrt og ekki á hreinu hvort hún fer á
Kópasker og þaðan í flugvél á Húsavík vegna fyrirlestrar eða hvort náð verður í
hana á Leirhöfn í þessu tilefni- það er ekki bara að róa hringinn-hjá Veigu-hún
þarf að sinna Pietamálefninu sem er söfnunarátak tengt hringferðinni.
En Veiga var að óska eftir fari með kayak og konu sem ætlar að róa með henni í
átt til heimahafnar í Djúpinu-þangað styttist leið óðum úr þessu.

Í hugum allra hringfara leynist sá draumur að geta þverað Húnaflóa -sem er
mikill kostur .
Ef Veiga fær róðrarfélaga og þaulvana kayakkonu-er þetta raunhæfur draumur.
Nú er ekki ljóst hvert stefnt er frá Leirhöfn ef Húsavíkurdæmið breytist eins
og að framan segir.

Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast hjá Veigu á þessari löngu ferð umhverfis Ísland   :-)

Við fylgjumst spennt með :-)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 júl 2019 20:06 #20 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019

Þórshöfn á Langanesi



Núna um kl. 20:00 var Veiga að lenda í höfninni á Þórshöfn á Langanesi eftir 62.5 km róður frá Skálum í Bakkaflóa
á Langanesi  .Veiga lagði upp frá Skálum um kl. 08:00 í morgun í ágætis veðri. 
Á fallaskiptunum fyrir hádegi réri hún fyrir Fontinn og um Langanesröstina illræmdu 
Veiga virtist fara mjög hægt þar um annað hvort vegna straums eða náttúrufegurðar í Fontinum - kannski hvoru tveggja
Þegar hún er kominn fyrir Font fer að bæta í vind og öldu. 
Samkvæmt veður og öldukortum var hvoru tveggja henni mjög hagstætt- lens.
Og á leiðinni VSV með Langanesinu á leiðinni til Þórshafnar -herðir vindinn í > 10 m/sek og ölduhæð um 1,3 m 
Það var mjög góður hraði hjá henni á róðrinum með þessi tvö hjálpartæki að mestu á eftir-vind og öldu.
Þetta er flott afrek hjá Veigu- að sigra Fontinn og að róa þessa 62,5 km á innan við 12 klst

Til hamingju með daginn --Veiga. :-) :-)

Framundan er veðurútlit ekki gott-fyrr en á fimmtudag- en sjáum til.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 júl 2019 20:04 - 28 júl 2019 23:13 #21 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Skálar á Langanesi               



Núna kl rétt fyrir 20:00 lenti Veiga að Skálum á Langanesi eftir róður frá Bakkafirði .
Veiga þveraði Bakkaflóa á hafi úti- mikil hæfni orðin við langróðra.
Veður var gott - þó gæti hafa verið nokkur undiralda-en hraði var mjög góður-um 35 km leið.
Að Skálum var áður blómleg byggð-þorp- þar sem stunduð var mikil útgerð og vinnsla
 Að lokinni Seinni heimsstyrjöldinni lagðist byggðin í eyði m.a vegna sprenginga frá tundurduflum sem þar rak á land
í og eftir styrjaldarátökin og breyttra samgana eftir styrjöldina
Í upphafi sjötta áratugarins fluttu síðustu íbúarnir á brott.
Miklar byggðaminjar eru þarna enn í dag.

Fontur fremsti hluti Langanes-þar um er röstin

File Attachment:
  

Langanesröstin er hafsvæði sem er þekkt í sögunni vegna sjólags sem getur myndast
í röstinni sem streymir fyrir Fontinn- ysta odda Langanes.
Veiga þarf að velja vel tímann sem hún fer þarna fyrir -en það hjálpar að það
er fremur smástreymt en samt vaxandi straumur. Veður og sjóútlit fyrir Fontinn
er best snemma á mánudagsmorgun-eftir hádegi bætir þar í vind og sjó.
Veiga stefnir á langan róður á morgun fyrir Langanes og inn með því að norðan-þá er hún komin
á Norðurland

Spennandi tími á langróðrinum um Ísland
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 júl 2019 16:06 - 27 júl 2019 23:16 #22 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Bakkafjörður við Bakkaflóa



Veigu miðar róðurinn vel nú í dag frá norðurströnd Héraðsflóa undir Hellisheiði og stefnir væntanlega á að lenda á Bakkafirði í
Bakkaflóa.  Flott dagleið um 48 km . ef Veiga fer þangað
Veður er gott samkvæmt veðurupplýsingum og sjólítið- það er lens
Veiga var langt á hafi úti þegar hún þveraði Vopnafjörð

Fontur fremsti hluti Langanes-þar um er röstin

 

Langanesröstin er hafsvæði sem er þekkt í sögunni vegna sjólags sem getur myndast
í röstinni sem streymir fyrir Fontinn- ysta odda Langanes.
Veiga þarf að velja vel tímann sem hún fer þarna fyrir -en það hjálpar að það
er fremur smástreymt en samt vaxandi straumur. Veður og sjóútlit fyrir Fontinn
er best snemma á mánudagsmorgun-eftir hádegi bætir þar í vind og sjó.

Þetta eru því spennandi dagar framundan og mikilvægir á þessum langa róðri
hennar Veigu

Samkvæmt Veigu á Facebook í kvöld verður stuttur róður á morgun- en fyrirhugað að róa fyrir Langanes á mánudag 
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 júl 2019 20:35 - 25 júl 2019 22:56 #23 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Horft inn til Neskaupstaðar yfir Gerpi



Það batnaði loksins veður og sjó lægði fyrir Austfjörðunum
Veiga gat því farið á einni nóttu frá Vattarnesi og á Neskaupstað
Og í framhaldi af því tekinn langur róður í dag frá Neskaupstað og allt til
Borgarfjarðar eystri

Borgarfjörður eystri

 

Leiðin fyrir Austfirðina styttist því óðum -ef veðrið nýtist vel næstu þrjá
daga fer að verða stutt fyrir Langanes og inn á sjávarsvæði Norðurlandsins.
Veður og sjór næstu daga gefur væntingar til að þetta takist hjá Veigu.
Mikill kraftur einkennir róðra hennar eftir góða hvíld á Reyðarfirði.

Langanes


Það eru þvi spennandi tímar fyrir okkur að fylgjast vel með Veigu á róðrinum
umhverfis Ísland  :-)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 júl 2019 21:18 - 18 júl 2019 21:24 #24 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Reyðarfjörður


Þessa dagana dvelur Veiga á Reyðarfirði eftir róðurinn að Vattarnesi- yst á Reyðarfirði.
Ýmisleg hefur verið að snúast-fyrirlestur og hreinsun á bát og búnaði.
Það er núna beðið eftir færi á að róa-norðar með Austurlandinu.

Vattarnes útnes Reyðarfjarðar



Nú blæs af norðan suður með öllum Austfjörðum. 8-14 m/sek og og talsverður sjór
enda á aldan langa vegferð á þessum vindi sem ýfir upp hafið á stóru svæði.
Engin vissa er fyrr en seint annað kvöld og fram eftir nóttu í byrjun laugardags
að taka næsta áfanga.
Norðanátt er nokkuð þrálát eins og við þekkjum.
Það er ekki sérstaklega góð spá í kortunum næstu daga- en samt getur Veiga
þokað sér stutta áfanga – norður.
Þetta er eiginlega fyrsti veðurkaflinn sem hún mætir ekki velvild veðurguðanna.
Svona er hringróðurinn-það verður að róa þegar færi gefst- stutta eða mjög langa
 áfanga.
Engar aðrar upplýsingar eru frá Veigu en á netinu – það er fallegt á
Reyðarfirði 😊

Nú bíðum við morgundagsins og fylgjumst með hverri hreyfingu 

Gerpir og innaf honum er Neskaupstaður og Mjóifjörður



Hugsanlegur áfangi á morgun ?
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2019 16:56 - 14 júl 2019 18:17 #25 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Veiga leggur upp frá Hornafirði



Veiga lagði upp frá næturstað undir Vestra Horni kl 6:40 í morgun -en þar varð hún að láta staðar numið í gær vegna veðurs og sjólags
Nú er veðrið gott og einkar hagstætt fyrir róður 8-12 m/sek SV og alda með sömu stefnu - það er gott lens
Lygnara er því með landinu.
Leið lá fyrst að Papós og síðan með Lóni allt í Hvalneskrók -löggiltu höfnina gömlu-þar var tekin pása.
Áfram var svo haldið norður fyrir Hvalnes -með Hvalnes og Þvottárskriðum 
Veiga tók síðan land rétt við norðurenda Þvottárskriða - þar sem heitir Biskupahöfði 
Þar verður næturstaður.  Um 40 km róður að baki
Spáin á morgun er mjög hagstæð - hægur vindur af SV og öldustefna hin sama- rennifæri til róðurs
Áætlunin er að fara á Djúpavog á morgun - kannski lengra ef veðrið dregur Veigu norðar
Kemur í ljós á morgun.

Frá Djúpavogi


Ps kl 18:00
Nú kl 18:00 lenti Veiga í mynni Breiðdalsvíkur  við Krossá í Hvarfsbót eftir 42 km róður frá Biskupshöfða sunnan Álftafjarðar:
Veður var mjög gott allan tímann og því lengdi Veiga áætlaðan róður til Djúpavogs og náði Breiðdalsvík.
Á morgun verður gott veður til róðrar og líklegt að Veiga stefni á Reyðarfjörð sem er markmið með fund þar á þriðjudag:
Sum sé Veigu gengur afbragðs vel með róðurinn :-)

Breiðdalsvík- horft í suður þar sem Veiga er skammt innan við tangann.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 júl 2019 12:18 - 12 júl 2019 16:49 #26 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Takk fyrir þetta Kiddi- maður rær svolítið blint í sjóinn með svona innlegg


Höfn- Hvalneskrókur

Hornafjörður Vestra Horn

 

Nú er Veiga lögð upp frá Höfn í Hornafirði og stefnir á að fara að Hvalnesi í
Lóni-í dag
Það er um 43 km róður.
Veður er ágætt en smá vindur á móti a.mk fyrrihlutann og smá undiralda og nú er
Veiga orðin góð í að hagnýta straum eðlið sem meðbyr .
Róðurinn liggur fyrir Vestra Horn sem er austur af Hornafirði og að Eystra
Horni við Hvalnes.
Fyrrum hét Vestra Horn -Eystra Horn  en
Eystra Horn hét þá Hvalneshorn
Horn á Hornströndum var þá kallað Vestra Horn. Svona færast nöfn og hugtök til.
Þegar hún rær austur fyrir Vestra Horn  kemur hún að Papós í Lóni þar sem var fyrrum
verslunarstaður því gott skipalægi var innan við ósinn. Þegar skip urðu stærri
þá fluttist verslunin yfir á Höfn í Hornafirði og er það ennþá
 Þar sem Veiga mun nokkuð örugglega lenda
við Hvalnes -heitir Hvalneskrókur og var fyrrum hafnaraðstaða og var löggilt
siglingahöfn árið 1912.
Viti var reistur við Hvalneskrók árið 1954.
Veigu er því ekki í kot vísað þarna

Vitinn á Hvalnesi við Hvalneskrók

 


Kort af Hvalnesi í Lóni og Hvalneskrók 




PS kl 1645:
 Veiga náði ekki fyrir Vestra Horn í dag vegna mótvinds sem fór vaxandi. 
En samt 17 km. róður og væntanlega gott á morgun
Svona er náttúrufarið :-)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 júl 2019 20:04 #27 by Kiddi Einars
Replied by Kiddi Einars on topic Hringróður 2019
Sævar mig langar til að hæla þér fyrir þessar færslur þínar.
Fer oft á dag hér inn til að sjá hvort það sé komið eitthvað nýtt.
Þetta er hnitmiðað hjá þér og lýsir atburðarrásinni vel.
Takk fyrir mig.
kv, Kiddi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 júl 2019 12:37 - 14 júl 2019 21:17 #28 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Lendingin mikla við Skinney undan Hornafirði




Suðurströndin -Vík í Mýrdal- Höfn í Hornafirði


Nú er Veiga búin að sigra ævintýralegasta róðrarsvæði Íslands
Sand og jökulfjótaströndina geigvænlegu -sem hefur verið Íslendngum afar erfið
allt frá landnámi.
Veiga hringdi í mig áðan frá Hornafirði -þar sem hún lenti keip sínum í gær með
einkar glæsilegum hætti.  
Hún réri inn Hornafjarðarós á aðfallinu og straumhraðinn kom henni í Höfn á 12 km hraða -án
þessa að nota árina- glæsilegur endir á ævintýralegum róðrarkafla- frá Vík í
Mýrdal.
Við sem fjarri erum höfum lítið eða ekkert frétt af þessu ævintýri Veigu-að róa
fyrst á móti straumnum þennan ógnvekjandi hluta af Suðurströndinni – þar sem
straumar,hafalda,jökulfljót og sviptistormar ofan af Vatnajökli sópa upp hafi
og sandbyl – sem hendi veifað. 
Allt þetta upplifði Veiga á þessari um 235 km löngu róðrarleið þar sem fátt var um örugga
lendingastaði-alla leiðina.
Fyrsta stoppið var rétt við Skaftárós og allt í lagi þar – þó varð hún að snúa
nokkuð til baka með að fá lendingaraðstæður. 
Og að tjalda og sinna öllu sem næturstað fylgir bættist ofan á þægindin
– sandbylurinn sem er fínn sem púður og smýgur allstaðar inn -m.a um
rennilásinn á tjaldinu.
Og áfram var haldið með jökulfljótunum miklu Hverfisfljóti, Núpsvötnum
Gíjukvísl og Skeiðará.
Þar nær straumurinn með jökuleðju km á haf út . Sandrif ,neðansjávar skapa
hættur á brotsjóum – þó logn sé á hafinu- straumarnir sjá um það-
fyrirvaralaust. Þó Veiga „rói móti straumnum“ þá hagnýtti hún eðli strauma við
land. Straumvatnsfólk kallar svoleiðis „Eddy“ þegar við sjávarbakkann fer
straumur þar í gagnstæða átt við megin strauminn. Þetta eðli hagnýtti Veiga sér
af list og var yfirleitt – vegna þessa í meðstraum- hún þurfti bara að vera
fjær eða nær landinu eftir hvernig stóð á sjávarföllum- flóði og fjöru.
 Hún var því alltaf á góðum róðarhraða  þetta 6-8 km /klst  -sem er flott.
Og hún fékk að smakka á frægum lendingaraðstæðum á þessu mikla jökulfljóta
sandflæmi sem myndar þarna ógnar samspil.
Veiga áhvað að lenda við Skeiðará -sem í dag er orðin minni en áður var.
En samt- öll einkennin voru þarna. 
Smá alda var á land og þegar hún kemur að ánni í fjöruskilum -ríður yfir eitt af þessum
grunnbrotum sem sandrifi/straumur búa til- eldsnökkt.  Hún réri þarna með fjörunni/ fljótinu í austur
og sem hendi veifað snarsnýst báturinn í brotinu um 180 ° og veltur. Þegar
Veiga stígur niður í jökulvatnið /sandeðjuna- bara sökkva fæturnir í iðandi
sandinn og báturinn missir nokkurn flotkraft. En hún nær að koma sér og bát upp
á fjörukambinn. 
Þar er tekin kaffipása .
Það var fjara þegar hún lenti og hár sandbakkinn sem flóð viðheldur var langt
frá.
Hún beið því í 2 klst meðan flæddi að til að ná betra dýpi undir bátinn til að
ná vel út úr öldunni – við brottför.
Það tókst vel.
Og síðan lenti hún í austurkrikanum góða við Ingólfshöfða- og sandbúskapurinn á
tjaldstað hófst-sandur- sandur- allstaðar.
Og á lokakaflanum frá Ingólfshöfða til Hornafjarðar hafði hún næturdvöl skammt
austan við Jökulsárlón og allt í lagi þar.
Þá er það loka kaflinn til Hornafjarðar.
Það gekk í fyrstu allt vel- logn og blíða til lofts og sjávar- bara flott.
En þegar hún nálgast Skinney skammt vestan við Hornafjörð- hefst skrýtinn dans
náttúruaflanna.
Hún sér mikinn sandstrók myndast á sandinum undir jökulrótunum og fyrr en varir
er komið mikið hvassviðri af SA hjá henni og sjórinn verður að hafróti kringum
hana á svipstundu.
Veiga þarf að taka skyndi ákvörðun- koma sér í land þegar í stað.
Hún stefnir nokkru vestan við Skinney en lendir þar í slæmum dans við jökulána
sem þar á sinn ós .
Hún kemst út úr þeim aðstæðum og rær austur með Skinney. Þar er vinkona hennar
frá Hornafirði að fylgjast með úr landi.
Það er því heppilegt að stefna á lendingu þar -í öllu hafrótinu í fjöruskilum.
Þetta varð ógnarlending.  Hafaldan að baki og sandeðjan í fjörunni.
Þetta eru slæmar aðstæður.
Við lendinguna kennir stefni bátsins grunns og stoppar samtímis sem brimið ýtir
hressilega á eftir-af miklu afli
En það náðust frábærar og sögulegar myndir af Veigu í þessari trylltu lendingu
þarna. Ein er hér á síðu.
Suðurströndin lét hana finna sterkt fyrir þeim ógnarmætti sem getur skapast
þarna í samspili,sands,sandrifja, haföldu ,strauma og sviptivinda af Vatnajökli.
Daginn eftir átti Veiga skemtilegan róður inn á Hornafjörð þar sem hún dvelur
nú og gerir við bát og búnað eftir svaðilför um Suðurströnd Íslands

Mikið afreksverk hjá  Veigu -og nú eru Austfirðirnir vogskornu fyrir stafni
með öllum sínum góðu lendingarstöðum

Nú eru 1125 km að baki á hringróðrinum  og Veiga því kannski rúmlega hálfnuð :-)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 júl 2019 21:52 - 04 júl 2019 21:53 #29 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Þá er Veiga lent í austur krikanum við Ingólfshöfða eftir um 70 km róður frá Skaftárós 

Sennandi að heyra frá henni í beinni á eftir um ferðina yfir erfiðasta róðrarsvæðið í allri ferðinni hvað varðar slæma landkosti til lendinga-alla leiðina

Þetta er mikilvægur sigur hjá Veigu

Til hamingju Veiga :-)

Lendingarstaðurinn við Ingólfshöfða

 
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 júl 2019 12:36 - 04 júl 2019 15:21 #30 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019


Það er mikill kraftur í henni Veigu-við róðurinn- eftir að  hún vann á lúsmýinu sem var að hrjá hana allt frá Reykjanesi í Vík í Mýrdal.
Róðurinn frá Vík að ósum Skaftár var sá lengsti á ferðinni > 75 km- ekkert
smáræði
Eitthvað þurfti hún að leita að góðum lendingarstað þar á sandströndinni miklu-það
tókst.
Og nú er Veiga lögð upp aftur í næsta áfanga – Skafrárós- Ingólfshöfði.
Það er lítið skemmri leið en frá Vík.
Nú er að róa með langversta stað á allri þessari löngu hringferð um Ísland.
Með fljótunum miklu-Skaftá- og jökulfljótunum - Hverfisfljóti, Núpsvötnum og Gíjukvísl
sem er engin kvísl- hún tók við allri Skeiðará í miklum umbrotum undir jökli
fyrir nokkrum árum.
Í því sjólagi og vindi sem er núna þarna - sýnist ekki lendandi fyrr en austan
við Ingólfshöfða.
Það er > 1 metra ölduhæð og 5-10 m/sek vindur -aftan til að hlið bátsins. Þetta er erfiður róður að öllum þessum aðstæðum samanlögðum.
Kjarkkona Veiga 😊
Og nú talar hún við okkur bæði kvölds og morgna úr símanum sínum í beinni-
frábært hjá Veigu

Við fylgjumst með afrekskonunni

Mynd: Ingólfashöfði horft í vestur

attachment=1630]images.jpg[/attachment]
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum