Lendingin mikla við Skinney undan Hornafirði
Suðurströndin -Vík í Mýrdal- Höfn í Hornafirði
Nú er Veiga búin að sigra ævintýralegasta róðrarsvæði Íslands
Sand og jökulfjótaströndina geigvænlegu -sem hefur verið Íslendngum afar erfið
allt frá landnámi.
Veiga hringdi í mig áðan frá Hornafirði -þar sem hún lenti keip sínum í gær með
einkar glæsilegum hætti.
Hún réri inn Hornafjarðarós á aðfallinu og straumhraðinn kom henni í Höfn á 12 km hraða -án
þessa að nota árina- glæsilegur endir á ævintýralegum róðrarkafla- frá Vík í
Mýrdal.
Við sem fjarri erum höfum lítið eða ekkert frétt af þessu ævintýri Veigu-að róa
fyrst á móti straumnum þennan ógnvekjandi hluta af Suðurströndinni – þar sem
straumar,hafalda,jökulfljót og sviptistormar ofan af Vatnajökli sópa upp hafi
og sandbyl – sem hendi veifað.
Allt þetta upplifði Veiga á þessari um 235 km löngu róðrarleið þar sem fátt var um örugga
lendingastaði-alla leiðina.
Fyrsta stoppið var rétt við Skaftárós og allt í lagi þar – þó varð hún að snúa
nokkuð til baka með að fá lendingaraðstæður.
Og að tjalda og sinna öllu sem næturstað fylgir bættist ofan á þægindin
– sandbylurinn sem er fínn sem púður og smýgur allstaðar inn -m.a um
rennilásinn á tjaldinu.
Og áfram var haldið með jökulfljótunum miklu Hverfisfljóti, Núpsvötnum
Gíjukvísl og Skeiðará.
Þar nær straumurinn með jökuleðju km á haf út . Sandrif ,neðansjávar skapa
hættur á brotsjóum – þó logn sé á hafinu- straumarnir sjá um það-
fyrirvaralaust. Þó Veiga „rói móti straumnum“ þá hagnýtti hún eðli strauma við
land. Straumvatnsfólk kallar svoleiðis „Eddy“ þegar við sjávarbakkann fer
straumur þar í gagnstæða átt við megin strauminn. Þetta eðli hagnýtti Veiga sér
af list og var yfirleitt – vegna þessa í meðstraum- hún þurfti bara að vera
fjær eða nær landinu eftir hvernig stóð á sjávarföllum- flóði og fjöru.
Hún var því alltaf á góðum róðarhraða þetta 6-8 km /klst -sem er flott.
Og hún fékk að smakka á frægum lendingaraðstæðum á þessu mikla jökulfljóta
sandflæmi sem myndar þarna ógnar samspil.
Veiga áhvað að lenda við Skeiðará -sem í dag er orðin minni en áður var.
En samt- öll einkennin voru þarna.
Smá alda var á land og þegar hún kemur að ánni í fjöruskilum -ríður yfir eitt af þessum
grunnbrotum sem sandrifi/straumur búa til- eldsnökkt. Hún réri þarna með fjörunni/ fljótinu í austur
og sem hendi veifað snarsnýst báturinn í brotinu um 180 ° og veltur. Þegar
Veiga stígur niður í jökulvatnið /sandeðjuna- bara sökkva fæturnir í iðandi
sandinn og báturinn missir nokkurn flotkraft. En hún nær að koma sér og bát upp
á fjörukambinn.
Þar er tekin kaffipása .
Það var fjara þegar hún lenti og hár sandbakkinn sem flóð viðheldur var langt
frá.
Hún beið því í 2 klst meðan flæddi að til að ná betra dýpi undir bátinn til að
ná vel út úr öldunni – við brottför.
Það tókst vel.
Og síðan lenti hún í austurkrikanum góða við Ingólfshöfða- og sandbúskapurinn á
tjaldstað hófst-sandur- sandur- allstaðar.
Og á lokakaflanum frá Ingólfshöfða til Hornafjarðar hafði hún næturdvöl skammt
austan við Jökulsárlón og allt í lagi þar.
Þá er það loka kaflinn til Hornafjarðar.
Það gekk í fyrstu allt vel- logn og blíða til lofts og sjávar- bara flott.
En þegar hún nálgast Skinney skammt vestan við Hornafjörð- hefst skrýtinn dans
náttúruaflanna.
Hún sér mikinn sandstrók myndast á sandinum undir jökulrótunum og fyrr en varir
er komið mikið hvassviðri af SA hjá henni og sjórinn verður að hafróti kringum
hana á svipstundu.
Veiga þarf að taka skyndi ákvörðun- koma sér í land þegar í stað.
Hún stefnir nokkru vestan við Skinney en lendir þar í slæmum dans við jökulána
sem þar á sinn ós .
Hún kemst út úr þeim aðstæðum og rær austur með Skinney. Þar er vinkona hennar
frá Hornafirði að fylgjast með úr landi.
Það er því heppilegt að stefna á lendingu þar -í öllu hafrótinu í fjöruskilum.
Þetta varð ógnarlending. Hafaldan að baki og sandeðjan í fjörunni.
Þetta eru slæmar aðstæður.
Við lendinguna kennir stefni bátsins grunns og stoppar samtímis sem brimið ýtir
hressilega á eftir-af miklu afli
En það náðust frábærar og sögulegar myndir af Veigu í þessari trylltu lendingu
þarna. Ein er hér á síðu.
Suðurströndin lét hana finna sterkt fyrir þeim ógnarmætti sem getur skapast
þarna í samspili,sands,sandrifja, haföldu ,strauma og sviptivinda af Vatnajökli.
Daginn eftir átti Veiga skemtilegan róður inn á Hornafjörð þar sem hún dvelur
nú og gerir við bát og búnað eftir svaðilför um Suðurströnd Íslands
Mikið afreksverk hjá Veigu -og nú eru Austfirðirnir vogskornu fyrir stafni
með öllum sínum góðu lendingarstöðum
Nú eru 1125 km að baki á hringróðrinum og Veiga því kannski rúmlega hálfnuð