Hringróður 2019

01 jún 2019 00:21 #46 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Hringróður 2019
Veiga ásamt föruneyti stefna á þverun frá Akranesi yfir á Gróttu á morgun kl 10 og áætlaður komu tími gæti því verið 13:30-14:00 ef allt gengur vel. Gaman væri að sjá kunnuleg andlit á Gróttu þegar þangað er komið.

Hægt er að sjá track hérna

www.veiga.is

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2019 22:23 - 30 maí 2019 22:55 #47 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Nú fer síðuskrifari árla morguns á sjó og verður allan daginn við að afla matfanga 
Það verða því ekki slegnir stafir hér á morgun, af mér. 
 En samt eru settar hér inn gamlar minningar og nokkrar myndir til skemmtunnar 

Þar sem Veiga og Guðni Páll eru nú þann 31.maí  að fara um eitt skemmtilegasta róðrarsvæði á sjó hér við land -eyjaklasana undan Mýrum á Álftanesi - er þessi pistill helgaður því svæði.

Í árdaga nútíma sjókayakróðra um og upp úr 2000 voru flestir frumherjar í þessu
sporti.
Áhuginn var einkum tengdur náttúrunni -þar sem enginn komst um- nema á bát og það
grunnristum. 
Sjókayakinn varð kjörgripur í svoleiðis ferðalög.

Það voru því einkum náttúruunnendur og svoleiðis fólk sem laðaðist að ferðum á
sjókayak .
Að róa um heillandi eyjar, grunnsævi, innanum iðandi fuglalíf og gróður, sjávarbjörg - það
tók okkur föstum tökum-frumherjana.

Öll þekkjum við að róa um Sundin blá ,en við bættum Hvalfirði við og síðan urðu Mýrar á Álftanesi að stað sem heillaði umfram alla aðra.

Það var stutt að fara úr bænum og því dagsferðir ágætar en helgarferðis urðu
samt vinsælli.
Þegar varptími fugla var um garð genginn – komum við-og rérum um svæðið -hér og
þar.

Við vorum fyrst og fremst heilluð af náttúrunni- minna fór fyrir spekúlasjónum
um kayakinn og undur hans við allskonar listir-það var eiginlega óþekktur akur
og því ekki stundað- það tók við síðar

Hér eru nokkra myndir frá þessu svæði .

Í Hjörsey horft í austur


Kaffipása í Hjörsey

 
Hvíld og spjall í Hjörsey
 

Róið með Knarrarnes eyjum



Knarrarnes -fuglabjörg



Góða skemmtun fyrir sumarið :-) 
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2019 21:58 #48 by Orsi
Replied by Orsi on topic Hringróður 2019
Akra lending og tjöldin upp komin. 
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2019 09:51 - 30 maí 2019 18:43 #49 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Nú er flottur dagur á sunnanverðu Snæfellsnesi - hægviðri til lofts og sjávar
Flottur róðrardagur 

Var að spjalla við Veigu núna áðan.
 
Það er kominn gestur til hennar sem ætlar að róa með henni áfram -um stund
Sá heitir Guðni Páll , hringfari um Ísland 2013 ... :-)

Þau eru nú að gera sig klár fyrir róður dagsins og verður sjósett ,fljótlega

Leiðin framundan er ægifögur - fjallasýn mikil og fuglalíf mikið

Nú er spurning hvað þessar róðrarkempur róa langt í dag- Akrar ???

Kl 18:15 
Nú stefna þau Veiga hringfari og Guðni Páll fyriv. hringfari  þráðbeint á lendingarstaðinn á Ökrum -svo ekki skeikar gráðu
Þau eiga eftir um 11,5 km róður og miðað við róðrarhraðann lenda þau á Ökrum um kl 20:30 í kvöld
Vindur er N aftanstæður á hlið 7-10 m/sek

Mynd : Akrar á Mýrum -vinsæll áningastaður hringfara um Ísland :-)



Mynd af netinu með leyfi Mats Wibe Lund , ljósmyndara 
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2019 19:51 - 30 maí 2019 09:38 #50 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Já, Veiga er lögð upp frá Arnarstapa. 

Veður hefur hamlað för fyrr enn nú að hún leggur af stað á aðfallinu -austur með Snæfellsnesi-á háfföllnu
Hversu langt hún fer í þessum áfanga er óljóst
Það eru 7-11 m/sek að mestu á hlið -norðanátt. . Að Búðakletti er hún á góðum hraða 7 km /klst og hefur skjól af Búðakletti
Sennilega hefur hún meira skjól af landinu þegar framhjá Búðakletti er komið og það er  sól yfir Snæfellsnesi 

Það lygnir með nóttinni og því stóra spurningin- verður þetta næturróður  ? :-)

Kl 22:30

Veiga tók land á Búðum og er nú lögð af stað aftur og stefnir austur með Snæfellsnesi- veðrið er að mestu gengið niður .

Meir á morgun :-)

Hótel Búðir þar sem Veiga tók róðrarpásu :-)

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2019 19:03 - 29 maí 2019 19:06 #51 by Orsi
Replied by Orsi on topic Hringróður 2019
Veiga sjósetti áðan, kl 18.45 frá Arnarstapa með beina stefnu á Hraunlandarif. Og síðan áfram. Toppmál.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 maí 2019 19:36 #52 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Hún Veiga er með magnaða ferðasögu frá róðrinum fyrir Svörtuloft á ferðasögu blokkinu á síðunni sinni
Þetta hefur verið innihaldsríkur róður um eitt erfiðasta og varasamasta svæði , sennilega á öllum hringróðrinum

Endilega njótið þess að róa með Veigu þessa leið á ferðablogginu hennar :-)



veiga.is/2019/05/28/annar-hluti-af-legg-...part-of-third-phase/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2019 09:08 - 27 maí 2019 22:25 #53 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Nú er merkum áfanga náð hjá , Veigu- að róa fyrir Svörtuloft-fyrir Jökul
Eftir ferðaferlinum á kortinu hefur henni gengið mjög vel -stoppað í Skarðsvík áður en hún lagði upp í róðurinn fyrir Svörtuloft
Síðan í einum áfanga í Dritvík með smá stoppi þar og að lokum á Hellnum fyrir lokaáfangann að Arnarstapa þar sem þessum róðri lauk
með glæsibrag -46,4 km leið -kl 8:47 í morgun-hennar fyrsti næturróður.
Ástæða til að óska Veigu til lukku með þetta -en þessi róðrarleggur fyrir Jökul er einn af erfiðustu stöðum á róðrinum umhverfis Ísland.

Meira síðar þegar ég hef heyrt í afrekskonunni :-)

PS kl 19:30
Ég var að heyra frá Veigu þar sem hún dvelur nú á Arnarstapa á hóteli í hvíldarpásu -tengt óhagstæðri veðurspá á morgun NNA > 12 m/sek og þá með hvassari sveipum yfir Snæfellsfjallgarðinn- útlitið á miðvikudag er hagstætt til róðrar

Róðurinn í gær og til morguns í dag var í heild sinni um 60 km með smástoppi á Hellissandi- lengsti róður í ferðinni

Það var mikið pælt í veðurkortum og ölduspám ásamt sjávarföllum - fyrir róðurinn með Svörtuloftum og á Arnarstapa-í gærkvöld
Og að öllu samanlögðu var útlitið gott með að leggja upp um og eftir miðnætti í gærkvöldi.
Vindurinn var í bakið, sjávarföllin- alla leiðina- hagstæð-en verulegur vafi var með ölduna seinnihluta leiðar -hversu erfið hún reyndist..

Allt gekk þetta eftir og þegar komið var fyrir Malarrif var aldan orðin 1-1.5 m á hluta leiðar að Arnarstapa.

Yfirleitt gat Veiga haldið 6-7 km/klst róðrarhraða-en á seinasta hlutanum að Arnarstapa þurfti að taka á.


Mynd : Frá Arnarstapa 



Mynd fengin að láni af netinu 
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 maí 2019 23:53 - 26 maí 2019 23:54 #54 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Hringróður 2019
Þá er fyrsti næturróðurinn hafin hjá Veigu, eins og Sævar segir þá er þetta krefjandi svæði og gott að fá góðar aðstæður til að fara þarna fyrir. Veðurspá lítur vel út fyrir næturbrölt og vonandi sjáum við Veigu á Arnarstapa í fyrramálið. Miða við spár og ölduhæð á öðrum stöðum gæti verið um 1 m ölduhæð og austan átt. En það verður spennandi að fylgjast með þessu.

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 maí 2019 12:02 - 26 maí 2019 19:43 #55 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Var að spjalla við Veigu áðan sem hún bíður færis utan Ólafsvíkur- með næsta áfanga- fyrir Svörtuloft.

Að fara fyrir Svörtuloft er ein af helstu áskorunum á hringróðrinum vegna strauma,haföldu og engra lendingar staða á um 17 km kafla með 
svörtu berginu háa og þverhnípta- með alskonar sjávarbásum -sem brimaldan hefur sorfið í aldanna rás

Þegar komið er suður fyrir Öndverðanes þá er Dritvík eiginlega eini góði lendingarstaðurinn -á Maríusandi í skjóli.

Veiga er að kanna stöðuna með róðurinn í dag -hvort hún fari á Hellissand og bíði færis þar með að fá góðan "glugga" til að róa fyrir Svörtuloft.
Það gæti alveg orðið í dag - það er að lygna - en það er samt nokkur alda á móti við Svörtuloft sem þarf að meta.
Veiga er mjög vel upplýst og veit alveg hvað hún er að gera... kjarkmikil en samt varkár og hugsar sinn gang. :-)

Fari hún af stað verður það þegar  útfallið er byrjað uppúr kl 13:00 - við fylgjumst spennt með :-)

PS. kl  19:20
Rétt í þessu hafði Veiga samband 
Hún er nú á Hellissandi í nokkurri biðstöðu með framhaldið- þar ræður för að alda og vindur er að ganga niður 
Strengurinn út úr Gilsfirði er hættur að fóðra ölduna utarlega á Breiðafirði og sjór því að ganga niður.
En til að nýta alla náttúrukraftana fyrir Jökul -þá ætlar Veiga að leggja af stað frá Hellissandi kl 01:00 á miðnætti
Þá er háflóð og útfall byrjar - það er óskastaðan
Væntanlega er langdregin undiralda nokkuð út af Nesinu en ætti að vera sléttara nálægt landinu.
Eftir að fyrir Önverðanes er komið þá eru í raun 4 lendingastaðir sem hún getur notað á leiðinni 1.. Dritvík  2. Malarrif . 3 Hellnar 4. Arnarstapi

Veiga hefur mestan áhuga fyrir að lenda á Arnarstapa að loknum róðri fyrir Jökul   :

Óskum henni fararheilla.


Mynd : Svörtuloft horft frá Öndverðanesi og suður með bjarginu svarta og langa 

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2019 09:36 - 25 maí 2019 15:59 #56 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Laugardagur 25. maí 2019

Núna kl 9:30 er engin hreyfing komin á ferðakortið hennar Veigu:
Það er alveg eðlilegt því háflóð  þar sem hún er á Breiðafirði verður ekki fyrr en kl 11:27 
Þannig að klukkan 12:00 væri normal brottfaratími frá Látravík -þar sem hún er stödd.

Eftir samtal við Veigu í gær um kl 18:00 var planið að róa í dag annaðhvort á Rif eða Hellissand yst á Snæfellsnesi.
Það er fremur stuttur róður 20 eða 23 km 
Veður er núna 7-10 m/sek af A - ANA  Ölduhæð 0.75 m af ANA . Hiti 6.7 °C og sól
Það er ljóst að leggi Veiga af stað á hádegi verður þessi róðrarleggur allur á bullandi lensi
Það verður því spennandi að fylgjast með henni á ferðakortinu hennar og sjá hraðann :-)

PS kl 15:30
Veiga hefur lokið róðrinum í dag -skammt utan við Ólafsvík.  Það var orðið erfitt að róa lengra að sinni vegna mikillar ölduhæðar-
í sumum öldudölunum hvarf henni Jökullinn fyrir stafni.  Vindurinn sem kom að mestu út Gilsfjörðinn með stefnuna á nesið rótaði upp
mikill öldu og djúpri þegar komið var fyrir Búlandshöfða. Það er að lygna núna komið í 3-6 m/sek en það tekur samt tíma fyrir ölduna að ganga niður
Ennþá er planið að róa fyrir Jökul á morgun- en vindur og vindátt ráða miklu-einkum þegar farið er með Svörtuloftum.
Stefnan er samt núna að ná að Malarrifi á morgun--- spennandi :-)

Mynd:  Hellissandur fremst fyrir miðju   Rif ofar t.v og yst t.v er núverandi staðsetning Veigu í Látarvík
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 maí 2019 18:01 - 24 maí 2019 18:51 #57 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Þá er Veiga lent og róðri í dag lokið.
Feiknagangur 9.07 km max hraði á lensinu og affallstraumnum vestur Breiðafjörðinn 
En nú kl 18 er kominn fallastraumur á móti og hliðaralda af N og á land um 4-8 m/sek
Vegalengd í dag um 37 km á um 7 klst 
Lendingarstaður er í Látravík skammt vestan við Lárós  og skammt austan við Búlandskaffi :-)

PS kl 18:15.
Var að heyra í Veigu - það er allt í góðu þó hún hafi ekki farið í Ólafsvík -stýrispetalinn var úr miðjustillingu og því virkur á annað borðið
Það var óþægilegt og hún ákvað að lenda bara þarna og lagfæra stýrið- ekki meiri róður í dag 
Hún fékk feikna lens yfir Kolgrafarfjörðinn og mælirinn fór upp í 16 km/klst. 
Áætlun á morgun , svona á þessari stundu, er að fara á Hellissand eða Rif og taka þá slaginn fyrir Jökul þar næsta dag- betra leiði
Veiga hefur það bara gott og puttarnir að fá aukið sigg - langróðrarkonunnar-í lófana :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 maí 2019 12:11 #58 by Orsi
Replied by Orsi on topic Hringróður 2019
Hún rýfur 300 km múrinn í dag. Þrumugott.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 maí 2019 10:57 #59 by Klara
Replied by Klara on topic Hringróður 2019
Takk Sævar, það er gaman að fylgjast með lýsingunum hjá þér.
Skemmtilegast er að kíkja á trackið hjá Veigu og les síðan textann hjá þér, næstum því eins og maður sé með í för :-)
Vel gert. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 maí 2019 10:45 - 24 maí 2019 10:52 #60 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hringróður 2019
Nú fer róðrarleggur nr. 3 að hefjast hjá henni Veigu á hringferð sinni á kayak umhverfis Ísland
Hún hefur nú róið 280 km af leið sinni
Hún er ekki lögð af stað frá Stykkishólmi þegar þetta er sett inn kl 10:00.
Veiga er væntanlega að bíða eftir að fallið út Breiðafjörðinn hefjist - en það er kl 10:35.
Þó það sé smástreymt munar um allt á svona róðri. 
Hún verður með lens frá austri allt til Ólafsvíkur þangað er för er heitið í dag samkvæmt áætlun.
Fyrrihlutann verða 6-10 m/sek A en seinnihlutann spáir 10- 13 m/sek

Þetta er einkar skemmtileg róðrarleið með Snæfellsnesinu ,róið með mörgum skemmtilegum eyjum
þar finnst mér bera hæst fuglaeyjuna miklu Melrakkaey með skarfinum sem konung og drottningu staðarins
Og svo er það  Snæfellsjökull sem trónir fremst á Nesinu 1440 m/hæð - allt til Ólafsvíkur þar  sem þessum kafla á að ljúka


Melrakkaey

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum