Nú eru tímamót.
Um 10 ár eru síðan Íslendingurinn, Gísli H. Friðgeirsson lagði upp í hringferð um Ísland á sjókayak
Nokkrir erlendir ævintýramenn og konur höfðu sigrast á þessari miklu þraut um eitt erfiðasta sjó og verðrasvæði heims.
Þetta var mikið ætlunarverk hjá Gísla. Við nokkrir kayakfélagar í Kayakklúbbnum gerðumst bakvarðarsveit Gísla og sem fylgdumst með honum úr fjarlægð
Og gáfum upplýsingar um veðurhorfur,sjólag og að vera stökusinnum í símasambandi- þegar tengingar tókust.
Einnig fylgdumst við með Spot tækinu sem hann var með á kayaknum og sýndi ferill hans og staðsetningu - stundum- ef samband við gerfihnöttinn náðist -en hann var staðsettur yfir mjög suðlægum breiddargráðum og því lágt á lofti fyrir Ísland.. oft hvarf Gísli okkur "sjónum " klukku tímum saman:
Udirritaður var í eins miklu sambandi við Gísla, spotttækið og sjávar og veður guðina sem kostur var og kom upplýsingum daglega um gang mála hér á Korkinn.
Allt var þetta mjög frumstætt fyrir okkur bakverðina -miðað við þá tækni sem nú er- korkurinn eiginlega ónothæfur- en samt var hakkað sig áfram með skilaboð dagsins
Nú er öldin önnur
Kona er að leggja upp í hringróður um Ísland og rær á móti straumrásum- það er nýtt og hefur ekki verið gert áður.
Við skoðun á upplýsingamiðli hennar hér á vefnum hafa orðið stórstígar framfarir við leiðaritun á samtíma og ferðin verður þar á öllum stundum-til skoðunar
Allt á rauntíma og nú eru það GPS gerfitunglin sem aldrei bregðast með stað og tíma og sýnt á nákvæmu Íslandskorti -allt merkt Garmin.
Þarna er gríðarleg bylting frá árinu 2009 en þá varð að safna saman upplýsingum hér og þar og færa það svo ínn á kort og birta á þessum kork - sem næst raunstöðu.
En þetta ævintýri er samt alltaf jafn spennandi fyrir okkur sem erum fjarri ræðaranum
Nú fylgjumst við með henni Veigu Grétarsdóttur takast á við strauma,öldur og lendingar á eyðistöðum - og stundum á eyðisöndum..
Góða og heillaríka sjókayakferð hringinn í kringum Ísland- á móti straumnum - Veiga- við fylgjumst með