10km keppni á Sæludögum, Dagsferð í Straumfjörð og Tungufljótskappróður
Nú eru 3 spennandi atburðir á döfinni á næstunni, eitthvað fyrir alla.
10km keppni sjókayaka verður á Sæludögum á Suðureyri laugardaginn 12. júlí. Nánar um keppnisfyrirkomulag og dagskrá Sæludaga er að finna hér .
Dagsferð í Straumfjörð verður farin á vegum Ferðanefndar laugardaginn 12. júlí. Frekari upplýsingar er að finna á korkinum (hér) og í Dagskránni hér á heimasíðunni.
Tungufljótskappróður verður haldinn þriðjudagskvöldið 22.júlí og er mæting fyrir ofan brúna sem liggur yfir Tungufljótið á milli Gullfoss og Geysis kl 18:30. Skráning fer fram á staðnum. Mótið verður með svipuðu sniði og í fyrra. Það verða nokkrir punktar sem þarf að ná og tímataka. Fjórum þátttakendum er startað á sama tíma og endar keppnin við brúna. Ef mæting verður góð verður undankeppni og úrslit eins og í fyrra. Það vantar bæði tímaverði og klapplið ef einhverjir geta hjálpað til. Vonandi mæta sem flestir á eitt skemmtilegasta straumkayakmót sumarsins.