Jónsmessuróður
Nú er skyldumæting í Jónsmessuróðurinn hjá Pétri í Hvammsvík, mánudagskvöld 23. júní. Veðurspá er með besta móti, logn og blíða. Þetta er einn af þeim róðrum sem eru alger höfuðsnilld við aðstæður eins og spáð er fyrir kvöldið. Pétur fýrar upp í grillunum um áttaleytið og þegar áti er lokið og búið að kveikja í Jónsmessukestinum þá verður róið inn í nóttina og veltan tekin í dögginni einhvers staðar á góðum stað.
Þá er þetta frá - tókst með miklum bravúr, ca. 30 bátar á sjó.
Myndir:
Ingi: http://picasaweb.google.com/IngiSig/StarredPhotos
Sveinn Axel: http://picasaweb.google.com/SveinnAxel/2008_06_23JonsmessurodurIHvammsvik
Palli: http://picasaweb.google.com/kayakklubbur/20080623_Hvammsvik