Aðalfundurinn
Aðalfundur Kayakklúbbsins var haldinn í kvöld og gekk áfallalaust. Mæting var í meðallagi, 18 stykki.
Kalli Geir stjórnaði fundi og byrjaði á því að fara yfir skýrslu stjórnar sem lá frammi. Það var farið yfir árið 2007 og helstu atburðir reifaðir.
Guðmundur Breiðdal tók þá við og fór yfir rekstrarreikning ársins og voru þar engin stórtíðindi. Afkoman var ágæt og ekki komu fram athugasemdir við reikninga.