Árshátíð laugard. 15. mars !Ákveðið hefur verið að rigga upp árshátíð Kayakklúbbsins í félagsaðstöðu kafara í nauthólsvíkinni (bláa húsið við ylströndina).
Húsið opnar stundvíslega kl. 19.30 og matur verður framreiddur um klukkustund síðar. Drykkjarföng önnur en kolsýrt sykurvatn og blávatn verður hver og einn að sjá um sjálfur.
Veitt verða verðlaun fyrir helstu afrek síðasta árs. Þau eru helst: Ármaðurinn 2007, Íslandsmeistarar karla og kvenna í straumi og sjó, kayakkona og -maður ársins og mesti róður frá Geldinganesi 2007. Hin rómaða limbókeppni mun verða á sínum stað ásamt einhverju fleiru tilfallandi.
Miðinn á árshátíðina kostar 0 kr. (veislumaturinn innifalinn).
EFNI Í FRÉTTABRÉFIÐ ÓSKAST !
Eins og Anna Lára er búin að reifa á korkinum verður klúbburinn með kynningu í Perlunni í tengslum við vetrarhátíð. Þetta verður núna laugardaginn 9. febrúar kl. 13 - 15. Um að gera að láta þetta berast sem víðast og helst að mæta og taka þátt. Það verður bara að róa hratt í félagsróðrinum um morguninn til að ná tímanlega ...