Frestað!
Sjá nánar á korknum
Á dagskrá Sviða er kajakkeppni
laugardaginn þann 9. júní kl. 12:20
Keppisleiðin er þannig að byrjað er í
fjörunni fyrir framan við Katrínarkot í Garðabæ (við bæjarmörkin), róið fyrir
Hlið inn í Skógtjörn fyrir bauju og aftur út á haf. Síðan liggur leiðin fyrir Hliðsnes,
Hrakhólma þaðan áfram inn í Skerjafjörð. Þegar komið er inn í Skerjafjörð er
róið beint í austur fyrir Seylu og Bessastaðanes. Lokaáfanginn er
Lambhúsatjörnin inn í fjöruna og markið undir kirkjunni á Bessastöðum. Róðrarleiðin er samtals
12.2 km. Þessi róðrarleið getur verið glettilega erfið vegna áhrifa
sjávarfallastrauma og vindafars í kringum Álftanes.