Föstudaginn 27. apríl næstkomandi hefst dagskrá sumarsins með keppni í straumkayak í Elliðaánum og morguninn eftir verður svo ræst í Reykjavíkurbikar frá geldinganesinu. Báðar keppnirnar gilda til til íslandsmeistara og verður spennandi að sjá hvort nýir ræðarar blanda sér í baráttuna um íslandsmeistaratitil eða hvort þeim reyndari takist að halda sínu.En aðalatriðið er að sem flestir komi og taki þátt eða horfi á og eigi skemmtilegan dag saman. Eftir keppni í Reykjavíkurbikar fer verðlaunaafhending fram og öllum viðstöddum boðið uppá hamborgara eða pylsur, og gos.
Elliðaárrodeo
Keppni hefst í holunni fyrir neðan rafstöðina í elliðaánum kl. 13. Keppnin verður með hefðbundnu sniði og einhver reyndur dómari fenginn til að dæma um hver er heitastur í holunni!. Keppt verður í kvenna og karlaflokki og einnig verða bestu nýliðarnir verðlaunaðir sérstaklega, og jafnvel valin sundkóngur og drottning mótsins fyrir þokkafylsta sundstílinn ef einhverjir ákveða að gleðja áhorfendur með svoleiðis æfingum.
Reykjavíkurbikar
Sjókayaksumarið verður svo opnað með Reykjavíkurbikarnum laugardaginn 28 apríl.kl 13.00 Þar verður keppt í 10km kappróðri karla og kvenna og einnig boðið uppá nýjan flokk 50ára og eldri.
Í styttri vegalendinni (c.a. 3km) verður keppt í fullorðinsflokki, og þar verður einnig boðið uppá nýjan flokk unglinga 16 ára og yngri.