Tekið af heimasíðu Sportbúðarinnar. Klukkan hvað er atburðurinn???
Paul Caffyn er án efa einn merkasti núlifandi ræðari heims. Paul Caffyn verður gestur Sportbúðarinnar Krókhálsi 5 þriðjudagskvöldið 10. júlí næstkomandi.
Paul sem er á leið í Grænlandsleiðangur ásamt félaga sínum, Conrad Edwards, ætlar að stoppa í Sportbúðinni og sýna nokkrar myndir og segja frá leiðöngrum sínum sem flestir hverjir eru hreint ótrúlegir.
Laugardaginn 07/07/07 verður hinn árlegi kappróður í Tungufljótinu haldinn. Keppnin fer fram í flúðunum fyrir ofan brúnna á Tungufljóti, á leiðinni milli Gullfoss og Geysi. Að þessu sinni verður kepp í Boater-cross þar sem 3-5 keppendur eru ræstir niður ánna í einu og sá fyrsti niður vinnur. Keppnin verður með útsláttarformi og mun fyrri umferðin fara fram í léttum kafla árinnar, en úrslitin í aðeins meira krefjandi flúðum.
