Endurskinsmerki og Strobeljós
Við erum síðan á aðalfundinum um daginn búnir að vera í sambandi við Landsbjörgu og Landhelgisgæsluna, varðandi öryggismál kayakræðara. Það er verið að skoða ýmis mál þessu tengd en þó kom fram hjá Landhelgisgæslunni mjög ákveðin ósk um að eftirfarandi væri í lagi. Og því vil ég koma þessu á framfæri strax því það er ekki eftir neinu að bíða hjá okkur með að lagfæra þetta. Björgunarvestin hjá okkur flestum eru ágætlega útbúin af endurskinsmerkjum en ég held að víðast sé pottur brotinn hvað Strobeljósin varðar. Ég held að við ættum líka að setja endurskinsmerki á bátana okkar til að þeir sjáist betur bæði þegar lýst er á þá og eins í sólskini.