Ólafur Einarsson hefur tekið forystuna í kappinu um Íslandsmeistaratitilinn eftirsótta eftir sigur í Bessastaðabikarnum um helgina. Keppinautar hans eru þó ekki langt undan. Enn á eftir að keppa fyrir vestan í 10 km róðri og í Hvammsvíkurmaraþoninu og því ljóst að keppnin er síður en svo búin og hefur hún raunar sjaldan verið eins spennandi.
Hverjum keppanda er hollt að líta á keppnisreglurnar og reglur um stigagjöf sem er að finna undir Keppnir - Íslandsmeistarakeppni. Samkvæmt þeim vinna menn sér inn 100 stig fyrir sigur, 80 stig fyrir 2. sæti og 60 stig fyrir 3. sæti. Röð manna í efstu sætum getur þar af leiðandi breyst hraðar en gengi krónunnar og er þá mikið sagt. Útkoman í hverju móti fyrir sig ásamt heildastöðu er hér að neðan.
Rúnar Pálmason