Breiðafjörður 9-11 ágúst 2013
Ferðafélagar voru Reynir Tómas,Steinunn, Gunnar Ingi, Lárus og Kolla, Grímur Kjartans, Guðmundur Breiðdal, Gísli Karls, Perla, Magnús S. Magnússon, Guðni Páll, Magnús Einarsson, Sveinn Axel og Hildur, Páll Reynis, Sigurjón, Egill, Bjarni Kristinsson, Guðrún Jónsdóttir, Magnús Norðdahl, Jónas Guðmundsson, Magnús Sigurjónsson, Þóra og Klara, og Hilmar Pálsson.
Nokkrir komu á fimmtudag og tjölduðu á Miðjanesi og réru á föstudeginum en heldur mun þá hafa verið hvasst. Síðdegis hafði lægt og sól var í heiði.
Lagt var af stað frá höfninni Klauf við Stað í dálitlum vindi í bak og stjórnborða yfir Þorskafjarðarmynnið að Skálanesi. Róðrarstjóri var Maggi Sigurjóns. Gísli og Gunnar Ingi leiddu fremst alla ferðina. Fyrsta pása var við Skálanesið niður undan bænum og svo var haldið áfram milli smáeyja og skerja og tanga inn Kollafjörðinn um það bil þrðjung hans, svo þverað yfir á Bæ. Þar var góð lending og ágætt tjaldstæði í Ytri Vognum niður undan gamla bænum. Þarna tóku á móti okkur heiðurshjónin Hjalti Einarsson og Kristjana Jóhannesdóttir.