Kayakklúbburinn er með hina efnilegustu dagsferð suður með sjó laugardaginn 12. júní. Róið verður frá Vogum til Keflavíkur í fylgd vanra ræðara. Nánari upplýsingar hjá andrita05@ru.is og í dagskránni okkar á heimasíðunni.
Kayakklúbburinn er með hina efnilegustu dagsferð suður með sjó laugardaginn 12. júní. Róið verður frá Vogum til Keflavíkur í fylgd vanra ræðara. Nánari upplýsingar hjá andrita05@ru.is og í dagskránni okkar á heimasíðunni.
Kajakklúbburinn Sviði á Álftanesi hefur tilkynnt að klúbburinn munii ekki halda Bessastaðabikarinn 19. júní. Keppnin fellur því niður. Sem fyrr gildir besti árangur úr þremur keppnum til stiga í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Tvær keppnir á sjókayak eru að baki: Reykjavíkurbikar og Sprettkeppnin. Tvær eru eftir: 10 km róðurinn á Suðureyri 10. júlí og Hvammsvíkurmaraþonið 4. september. Á næsta ári verða þessar fjórar keppnir inni í Íslandsmeistaraseríunni.
Bessastaðabikarinn er alfarið í höndum Sviða, líkt og sprettkeppnin er í höndum Kaj á Neskaupsstað og 10 km róðurinn á Suðureyri er í höndum Sæfara á Ísafirði. Kayakklúbburinn í Reykjavík stendur á hinn bóginn fyrir Reykjavíkurbikarnum og Hvammsvíkurmaraþoninu sem eru sjókajakkeppnir og straumkajakkeppnunum Elliðaárródeói, Tungufljótskappróðri og Haustródeói.
Ef slegið er á Read more má sjá tilkynningu frá formanni Sviða.
Hringfararnir tilvonandi John Peaveler og Magnús Sigurjónsson lögðu upp frá Geldinganesi um klukkan hálf elllefu í morgun. Með þeim reru þrír félagar í klúbbnum, þeir Örlygur Steinn Sigurjónsson sem ætlar að verða þeim samferða upp á Snæfellsnes, Páll Gestsson formaður og Gunnar Ingi Gunnarsson sem sögðust í morgun ætla að snúa við á Akranesi. Eiginkona Johns, Ayesha, var þarna einnig og dóttir þeirra á öðru ári. Um ferð þeirra Johns og Magnúsar var skrifað í blaði allra landsmanna, Morgunblaðinu, í morgun. Meiri upplýsingar um ferðina er einnig að finna á korknum.