Úrslit í sprettkeppni og staðan!
Hilmar Erlingsson tók forystu í Íslandsmeistarakeppni á sjókayak um helgina þegar hann bar sigur úr býtum í sprettkeppninni á Agli rauða. Aðeins munaði einni sekúndu á honum og Þorsteini Sigurlaugssyni. Þorsteinn getur nú hætt að gráta því hér með tilkynnist að annað sætið færði Þorsteini 80 stig en þar með skaust hann eins og raketta alla leið upp í þriðja sætið í heildarstigakeppninni og upp fyrir Pál Reynisson. Steini spútnik er hann víst kallaður fyrir austan, eftir þetta. Flóknum útreikningum á stigum og stöðu í Íslandsmeistarakeppninni lauk á ellefta tímanum í kvöld (fimmtudagskvöld). Smellið á "Read more" til að sjá heildarúrslit
Næsta keppni á sjókayak, Bessastaðabikarinn, verður haldin á baráttudegi kayakkvenna, 19. júní. Upplagt er að halda upp á daginn með því að róa fyrir Álftanesið. Róðraleiðin er alveg sérdeilis smart.