Hringfararnir tilvonandi John Peaveler og Magnús Sigurjónsson lögðu upp frá Geldinganesi um klukkan hálf elllefu í morgun. Með þeim reru þrír félagar í klúbbnum, þeir Örlygur Steinn Sigurjónsson sem ætlar að verða þeim samferða upp á Snæfellsnes, Páll Gestsson formaður og Gunnar Ingi Gunnarsson sem sögðust í morgun ætla að snúa við á Akranesi. Eiginkona Johns, Ayesha, var þarna einnig og dóttir þeirra á öðru ári. Um ferð þeirra Johns og Magnúsar var skrifað í blaði allra landsmanna, Morgunblaðinu, í morgun. Meiri upplýsingar um ferðina er einnig að finna á korknum.