Úrslit úr Tungufjótskappróðrinum og staðan í Íslandsmeistarakeppninni
Tungufljótskappróðurinn tókst með miklum ágætum og mættu 16 manns til keppni í rjómablíðu og rúmlega 20° hita. Keppnin fór þannig fram að þessum 16 var skipt niður í fjóra fjögurra manna riðla og komust tveir úr hverjum riðli áfram í milliriðil. Þeir átta sem komust áfram voru Kristján Sveinsson, Thomas Altmann, Johan Holst, Garðar Sigurjónsson, Aðalsteinn Möller, Ragnar Karl Gústafsson, Haraldur Njálsson og Guðmundur Kjartansson. Þessum átta ræðurum var skipt í tvo fjögurra manna riðla og var mjög hart barist í milliriðlinum og sáust oft stórgóð tilþrif í baráttunni um bestu staðina í flúðunum. Þessum átta vegnaði að sjálfsögðu misvel í baráttunni en þeir sem komust áfram úr milliriðlum voru Johan Holst, Ragnar Karl Gústafsson, Aðalsteinn Möller og Thomas Altmann. Það er skemmst frá því að segja að menn börðust eins og ljón niður alla brautina og var mjög stutt á milli keppenda í lokamarkinu.