Íslandsmeistari kvenna á sjókayak
Uppskeruhátíð siglinga laugardagskvöld 15. október.
Laugardaginn 15. október verður haldin uppskeruhátíð siglinga í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6.
Hátíðin er ætluð öllu siglingafólki og ræðurum, fjölskyldum þeirra og vinum. 18 ára og yngri komi í fylgd með fullorðnum. Húsið opnar kl. 19 með fordrykk. Borðhald hefst um kl. 20.
Matseðill: Sjávarréttasúpa, Jurtakryddað lambalæri með villisveppasósu, Súkkulaði brownie með vanilluís og rjóma.
Dagskrá: Sumarið gert upp með afhendingu fjölda verðlauna og viðurkenninga, ræðum og öðrum gamanmálum :)
Dagskrá lýkur um kl. 23 og húsinu lokað um miðnætti. Veislustjóri er Sigþór Heimisson (Sóri).
Aðgangseyrir er aðeins kr. 4200 og greiðist við innganginn. Léttvín verður selt gegn vægu verði. Snyrtilegur klæðnaður.
Skráið ykkur hjá sil@isisport.is. Skráningu lýkur á miðnætti 12. okt.
Út er komin fyrsta íslenska bókin um kajakmennsku, Sjókajakar á Íslandi, eftir Örlyg Sigurjónsson og útgefandi er Kayakklúbburinn.
Í bókinni er ágrip af sögu sjókajakmennsku á Íslandi og síðan er farið skipulega í róðrartækni, björgun, rötun og margt fleira. Margar myndir og skýringateikningar eru í bókinni.
Við viljum benda klúbbfélögum á að hægt er að kaupa hana í GG Sjósport Súðarvogi 42, Sportbúðinni Krókhálsi 5, Iðnú Brautarholti 8 og M&M Laugavegi.
Verð er 3500 og 10% afsláttur fyrir klúbbfélaga í GG Sjósport og Sportbúðinni. Bókinni verður síðan dreift á fleiri útsölustaði á næstunni.
Útgáfa bókar af þessu tagi er markverður áfangi í kajakmennsku hér á landi og er það klúbbnum mikið ánægjuefni að sjá yfirlitsrit sem þetta útgefið á 30 ára afmæli klúbbsins.
Góða skemmtun.
Stjórnin