Nú er skammt milli ferða hjá klúbbnum og áhangendum hans. Lárus sagði frá nokkurra daga ferð, reyndar ekki klúbbferð, frá Fljótavík til Hólmavíkur undir forystu Magga Sigurjóns. Maður fær nú bara róðrar- og útilegufiðring við lesturinn. Sveinn Axel skipulagði hina ágætustu dagsferð í Borgarfjörðinn 30. júní.
Næsta ferð á vegum klúbbsins er 6.-8. júlí. Þessa daga er fyrirhuguð ferð í Vatnsfjörð á Barðaströnd og næsta umhverfi Þetta er rómaður staður fyrir náttúrufegurð og mætti una sér á þessum slóðum marga daga. Vatnsfjörðurinn og næsta umhverfi var friðlýst 1975.