Hvammsvíkurmaraþon - störf í boði
Nú dregur að keppnishelginni miklu og tilkynningar um þatttöku í Hvammsvíkurmaraþoni teknar að berast keppnisnefnd. Einnig herma heimildir að mikil stemning sé fyrir Tungufljótskappróðrinum enda er mikið í húfi - Íslandsmeistaratitlar bíða sigurvegaranna!
Enn eru 2-3 störf í boði við Hvammsvíkurmaraþon, annars vegar við tímatöku og hins vegar við öryggisgæslu. Áhugasamir skili inn umsókn til Rúnars, runar.palmason@gmail.com eða tilkynni um áhuga á korkinum.
Drög að breytingum á öryggisreglum Hvammsvíkurmaraþons voru kynnt á síðasta aðalafundi og hafa nú öðlast gildi. Keppendur lesi þær vandlega yfir með því að smella á "Read More". Einnig er bætt við öryggisgæslu úr landi. Rétt er að benda á að veður verður að líkindum gott á laugardag.
Einnig má benda á að þeir sem ætla að róa alla leið í Hvammsvíkurmaraþoni geta myndað lið með þeim sem ætla að róa einstaka leggi.