Keppnisnefnd er að útfæra brautina sem verður notuð í keppninni á laugardag, sjá meðfylgjandi tillögu að braut. Einhverjar breytingar geta enn orðið. Brautin verður afmörkuð með nokkrum baugjum (rauðir hringir) og þurfa keppendur að staðsetja sig með því að flútta milli þeirra.
Það er stórstreymt á laugardaginn og fjara kl. 12:50, sjávarstaða mun því breytast nokkuð á keppnistíma. Stefnt er að því að hefja keppni um kl. 11, en það ræðst af fjölda þátttakenda. Mikilvægt er að þáttakendur tilkynni þátttöku hér á korkinum eigi síðar en föstudaginn 31. ágúst.
Tveir keppendur verða ræstir samtímis í brautinni og hver þáttakandi fær að fara tvær umfrerðir. Ef þáttaka verður góð munu efstu menn (4) í hvorum flokki sem hafa samanlagt besta tímann keppa til úrslita.