Friðarsúluróður sunnud. 9. okt
Það er tímabært að minna á hinn árlega næturróður í Viðey, nk. sunnudag, 9. okt. Í fyrra var metþátttaka eða, um 30 manns. Þetta hentar byrjendum líka, þannig að ekki sitja heima og halda að þetta sé fyrir alla hina. Og dagskrá okkar er eftirfarandi:
- Mæting 18.15. Kaffi á könnunni.
- Sjósett kl. 19.15 og stefnt á Þórsnes og ráðist á land við Virkisfjöru um kl. 19.45
- Friðarsúlan tendruð kl. 20.
- Haldið heim kl. 20.15 og komið í Geldinganes kl. 20.45.
Ath.: (Þetta er með eðlilegum fyrirvara um veður eins og ávallt). Nauðsynlegur búnaður:bátur og tilheyrandi, róðrarljós á björgunarvestið, utanyfirflík, vettlingar og húfa fyrir róðrarstoppið í Viðey.
Róðrarstjóri er Örlygur Sigurjónsson. Sjáumst hress.