Ólafur Íslandsmeistari karla á sjókayak
Ástæðan fyrir því hversu úrslit í Íslandsmeistarakeppninni eru sett seint inn eru sú að skera þurfti úr á milli efstu manna, þ.e. Ólafs B. Einarssonar og Halldórs Sveinbjörnssonar með hlutkesti. Ólafur hafði betur í hlutkestinu og er því réttkrýndur Íslandsmeistari.
Staðan var sú að Ólafur var fyrstur í mark á keppnisbát (brimskíði) í Reykjavíkurbikar og Reykjaneskeppni. Halldór varð fyrstur í mark á sjóbát (Kirton Inuk) í Reykjavíkurbikar og Reykjaneskeppni. Gert hafði verði ráð fyrir að úrslit myndu ráðast í Hvammsvíkur-maraþoninu. Þar mætti Ólafur til keppni en ekki Halldór. Svo illa vildi til að Ólafi tókst ekki að ljúka keppni, en hann fékk afar slæma krampa á síðasta leggnum, og þar með fékk hann engin stig. Keppendur hafa ekki fengið stig nema þeir komist í mark, fyrir því er hefð (sem hugsanlega þarf að endurskoða - í siglingakeppnum
Því þurfti að beita ákvæði í 9. grein keppnisreglna, þ.e. að varpa hlutkesti. Um það sá Haraldur Njálsson. Á fundi hans, Ólafs og Guðna Páls Viktorssonar í Perlunni í gærkvöldi var varpað tening. Ólafur myndi bera sigur úr býtum ef upp kæmi jöfn tala en Halldór fékk oddatölurnar. Upp kom tala sex og þar með vann Ólafur.