Breiðafjörður 2019
Við vorum 11 sem lögðu út frá Stykkishólmi föstudaginn 9. ágúst á leið i Hrappsey sem fyrsta legg i ferðinni,
Veðurspáin var okkur ekki mjög hagstæð 8 metra á sek. af norðri sem gerði að ferðin þessa tæpa 9 km tók okkur um 3 tíma. Þar sem landtaka i Hrappsey er erfið þegar lágsjávar er var ákveðið að fara í nærliggjandi eyju þar sem hópurinn tjaldaði á sléttum grasi vöxnum malarkambi.
Laugardagurinn var tekinn snemma og kl 10 var hópurinn lagður af stað norður með Hrappsey að austanverðu áleiðis inn Selasundið að Vesturstakki þar sem land var tekið og nokkrir gengu hærri klakkinn til að fá frábæra yfirsýn yfir allan Breiðafjörð, aðrir létu nægja að hvíla sig á laglendi. Þaðan var róið i Purkey og enn blés hann af norðri svo þar sem ekki var skjól af eyjum þurfti að vinna sig á móti vindinum. Við sumarhúsið i Purkey var tekið hádegishlé i skjólgóðum garði við húsið.