Breiðafjörður 2017
Ferðin þetta árið var aðeins öðrvísi en oft áður en ákveðið var að halda til í eyjunni Flatey og róa í nágreni hennar. En föstudaginn 11.8.17 kom hópurinn saman í Stykkishólmi um tvö leitið og átti pantað far með ferjunni Baldri útí Flatey seinna þann dag.
Allt gekk þetta vel þrátt fyrir þunga umferð og tafir á henni á leiðinni. Semsagt allir voru mættir í tækatíð fyrir brottför.
Um borð voru svo 18 bátar á kerru hífðir um um borð ásamt farangri okkur. Einn bátur var borinn um borð um landgang. Siglingin gekk vel enda blíða í lofti og sjó. Þegar komið var í Flatey var búnaður og báta kerra flutt með traktor á tjaldsvæði eyjunnar þar sem við höfðum aðsetur yfir helginna.
Maggi Einars frá Ísafirði var þegar kominn í Flatey frá Brjánslæk róandi og beið okkar á bryggjunni.