Þetta urðu heilmikil hátíðarhöld , Vorhátiðin 2015 . Fullskipað var í 10 km róðurinn en einn keppandi skráði sig til leiks í 3 km róðurinn.
Allir rötuðu róðaramenn og konur keppnisleiðina í 10 km , enda með björgunarsveitarbát og 3 kayakleiðsögumenn á öllum hornum og komu í mark svona eftir bestu getu .
En eini keppandinn í 3 km var einmanna á sinni braut og lenti í því að finna ekki leiðina og varð því minna úr keppni en hugur stóð til- enda kannski ekki mikil keppni ef maður er einn á ferð. Samt skilað keppandinn sér í mark eftir góðan róður með Geldinganesinu- gott hjá henni
Logn var fyrst um sinn en síðan gerði nokkra vindstrengi öðru hverju hiti var um 7 °C þegar sólin lýsti á okkur en norðan næðingurinn var samt kaldur. Þegar allir höfðu skilað sér í markið þá beið okkar veisla með pulsum og fleira góðu.
Og að lokum var verðugum veitt verðlaun - og þá var klappað Semsagt hin besta skemmtun
(Texti og myndir frá Sævari H.)
(smellið á "Nánar / Read more" til að sjá greinina alla)